Allt um íþróttir - 01.02.1951, Side 28

Allt um íþróttir - 01.02.1951, Side 28
JACK HOLDEN Evrópumeistari í Maraþonhlaupi fæddist í marz 1907 í Bradley, Staffordshire. Þó að Holden hafi verið góður þolhlaupari árum saman, var það ekki fyrr en 1946, að hann fór að leggja stund á Maraþonhlaup. Hér sést Holden sigra í Auckland. Hann hljóji berfœttur meiri liluta leiöarinnar. ■ Hann keppti þó ekki í Osló, þar sem hann hafði ekki nóga reynslu í Maraþonhlaupi þá. Margir spáðu Holden sigri á Ólympíuleikunum 1948, því að þá hafði hann oft sigrað í Maraþon- hlaupum. Þetta fór nú samt á ann- an veg, því að hann varð að hætta. Árið 1950 varð mikið sigurár fyrir Holden, því að þá varð hann meistari á móti brezku samveldis- landanna í Auckland á Nýja-Sjá- landi og svo varð hann E.M.- meistari í Briissel með talsverðum yfirburðum. Jack Holden æfir mjög mikið og unir sér aldrei hvíldar, því að hann æfir allan ársins hring. Að lokinni erfiðisvinnu í verksmiðju allan daginn, fer hann á æfingu og það er alveg sama, hvernig viðrar. Hann hefur ekki sérstaklega mikla ánægju af æfingum eða keppni. Ástæðan fyrir íþróttaiðkunum hans er sú, að hann vill leggja sitt fram til að halda nafni Bret- lands á lofti í íþróttunum. Norskur göngukennari. Norðmaðurinn J. Tenman, sem hingað er kominn á vegum SKÍ, hefur undanfarið dvalið við kennslu á Akureyri. Námskeið hans sóttu skíðamenn frá ísafirði, Siglufirði og Þingeyjarsýslu, auk Akureyringanna. Ritstj. hafði tækifæri til að hitta Tenman að máli, áður en hann fór norður, og ræða við hann um ýmis áhugamál ísl. skíðamanna. — Kvaðst hann að svo stöddu ekkert geta sagt um væntanlega þátttöku ísl. göngumanna í Holmenkollen- mótinu, en mundi ráðleggja það, sem bezt væri í þeim efnum. (SKÍ hefur að hans ráði hætt við þá einkennilegu ráðstöfun að senda sveit til þátttöku í boð- göngu!). 62 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.