Allt um íþróttir - 01.03.1951, Blaðsíða 11

Allt um íþróttir - 01.03.1951, Blaðsíða 11
var talinn skæðasti þolhlaupari í heimi. Á stríðsárunum 1914—18 lágu íþróttaiðkanir að miklu leyti niðri, en í Antwerpen 1920 komu margir nýir garpar, og enn voru það Finni og Frakki, sem börðust um gullið í þolhlaupunum. Nú hétu þeir Paavo Nurmi og Joseph Guil- lemot. Sá síðarnefndi átti að hefna fyrir ófarimar frá 1912, og hon- um tókst það reyndar í 5 km., en í 10 km. sigraði Nurmi. Nú kemur hver Norðurlandabúinn á fætur öðrum og keppnin stendur mest á milli þeirra innbyrðis. í næsta hefti verður sagt frá ferli Nur- mi’s og er því hægt að hlaupa yfir þann kafla hér. í Los Angeles 1932 kom dálítið óvænt fyrir, er algerlega óþekktur Ameríkani, Ralph Hill að nafni, hafði næstum unnið nýjustu stjörnu Finna, Lauri Lehtinen. Hlaup þetta varð mjög umdeilt, því að talið var, að Lehtinen hefði hlaupið fyrir Hill, til að hindra hann í að komast fram úr. Hill sýndi þar mikinn drengskap, því hann vildi ekki kæra hlaupið, þótt það hefir líklega fært honum sig- urinn. Næstu árin voru Finnamir alveg í sérflokki. í Berlín 1936 röðuðu þeir sér á þrjú fyrstu sætin, eftir að Japani hafða haft forystuna mestan hluta hlaupsins, og árið eftir tókst Ólympíusigurvegaran- um, Ilmari Salminen, að bæta hið 13 ára gamla heimsmet Nurmi’s um 0.6 sek., niður í 30:05.6 mín. Stærstu nöfn Finnanna um og eft- ir 1940 voru Taisto Máki og Viljo Heino, sá fyrmefndi komst fyrst- ur allra niður fyrir 30 mín., eða í 29:52.6 árið 1939, en hafði áður slegið met Salminens með 30:02.0. En þetta nýja met varð ekki mjög langlíft, því að 1944 fór Heino nið- ur í 29:35.4. Þótti það frábær ár- angur þá, sem það var og er. Nú fara flestir að kunna fram- haldið, en næsti heimsmethafi í 10 km. heitir Emile Zatopek. Hann hljóp vegalengdina á 29:28.2 mín. árið 1949 og bætir þar með hið frábæra met Heino’s um 6.6 sek. En hinn 35 ára gamli Finni er ekki alveg á því að gefa sig, því um það bil tveim mánuðum seinna hleypur Heino á 29:27.2 og endur- heimtir þar með met sitt. En þá fannst Zatopek nóg komið og hljóp nokkru síðar vegal. á 29:21.2 mín. í fyrrasumar vann hann svo það ótrúlega afrek að hlaupa á 29:02.6, sem er núverandi heims- met. Hann hljóp fyrri 5 km. á 14:37.0 og þá seinni á 14:25.6. Þetta þýðir, að ef Zatopek hefði verið keppandi í Stokkhólmi 1912, hefði hann getað skokkað í róleg- heitum á eftir Bouin og Koleh- mainen í þeirra geysiharða enda- spretti 5 km. hlaupsins, en hlaup- ið síðan aðra 5 km. á 14:25.6! — Spumingin nú er sú, hvenær kemst Zatopek niður fyrir 29 mín.? Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara að skrifa um þol- hlaup á íslandi, en þó skal einu sinni enn bent á það„ að við get- Frh. á bls. 86 IÞRÓTTIR 83

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.