Allt um íþróttir - 01.03.1951, Blaðsíða 3

Allt um íþróttir - 01.03.1951, Blaðsíða 3
ALLTUM ÍÞRÓTTIR TÍMARIT UM INNLENDAR DE ERLENDAR ÍÞRDTTIR ritstjdrar: utanáskrift: RAGNAR INGGLFSSDN ÖG QRN EIÐSSDN TÍMARITIÐ ÍÞRDTTIR, Ábyrgðarmaður: víðimel 31 GÍSLI Á5MUNOSSON SÍMI: 5D55 - KL. 9—11 ÁRD. - 3. HEFTI MARZ II. ÁRG. íþróttafélögin í Reykjavík hafa undanfarið legið undir þungum ámælum, borin þeim sökum, að hafa vínveitingar á samkomum meðlima sinna. Aðaláróðursmenn þessara dylgja eru meðlimir Áfengisvamarnefndar Reykjavík- ur, og virðast þeir hafa fullan hug á að koma öllum almenningi til þess að trúa þessu, en flestum er ókunnugt um, hvað þeir þykjast vinna með því að ata íþróttafé- lögin þeim auri, sem raun hefur á orðið. Þeir, sem málinu eru bezt kunn- ugir og raunar flestir höfuðstað- arbúar, vita hið sanna, að þær samkomur, sem hér er um að ræða, eru opinberir dansleikir, sem eru haldnir félögunum til fjáröflunar og eru ekki ætlaðir fyrir íþrótta- menn né sóttir af þeim, þótt ekki sé hægt að meina þeim aðgang fremur en öðrum frjálsum mönn- um. Burtséð frá þessum óheiðarleik Áfengisvarnamefndar er þó enn alvarlegri framkoma ýmissa manna innan íþróttahreyfingar- innar og þarf ekki að kynna þá hér, en þar sem þetta greinarkom á einkum að vera tileinkað þeim, er óhjákvæmilegt að minnast þeirra manna, er fara með stjóm íþróttasambands íslands. Það er alkunna, að æ ofan í æ hafa þeir komið af stað óheppi- legum deilumálum og ávallt orðið að láta í minni pokann. Og enn hafa þeir hlaupið á sig og nú í sambandi við hin svonefndu áfeng- ismál. Þrátt fyrir það, að þessum forkólfum séu mæta vel kunnir málavextir, taka þeir sig til og for- dæma opinberlega framkomu íþróttafélaganna á sömu forsend- um og Áfengisvarnanefnd! Reykvískir íþróttamenn geta alltaf búizt við slíku úr þessari átt, en þeim er samt ráðgáta, hvað liggur á bak við þetta frumhlaup Í.S.Í.-stjómarinnar. Næst hafa menn komizt sanni, að hún sé að Frh. á bls. 74. IÞRÓTTIR 75

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.