Allt um íþróttir - 01.03.1951, Blaðsíða 21

Allt um íþróttir - 01.03.1951, Blaðsíða 21
Margar ánægjustundir höfum við átt í sundhöllinni, bæði þá og síðar, og þótt margar æfinganna hafi verið erfiðar og við varla komizt upp á bakkann að æfingu lokinni, þá var þreytan jafnan horfin burt við glens og gaman þjálfaranna, sem stóðu á bakkan- um. Árangurinn á Ólympisku leik- unum varð eins og gert var ráð fyrir, en förin varð, sem vænta mátti, hin ánægjulegasta í alla staði. Eftir þessa utanferð hef eg æft að mestu undir handleiðslu Jónas- ar Halldórssonar sundkennara, og nú í vetur hef ég verið í skólanum fyrir hádegið, þannig, að nú get ég notað síðari hluta dagsins til æfinga. Nú langar mig til að bera fram spumingu: Hvernig stendur á því, að stúlkur hér á landi eru svo treg- ar til að æfa sund? Ég held, að skýringin á þessu sé sú, að þegar stúlkur hafa náð vissu aldurstak- marki, þá telji þær sér ekki fært að dýfa höfðinu í vatn, því þá fari „krullurnar" úr skorðum!! En hvort heldur þú, lesandi góð- ur, að heilbrigðara sé ungum stúlk- um, að fara í sund, eða eyða tíma sínum á kaffihúsum eða í spill- ingu samkvæmishúsanna? Ég hvet allar stúlkur á öllum aldri til að fara í sund dálítinn tíma, og síðan geta þær gert upp við sig, hvar þær telja frístundum sínum bezt varið. Þórdís Árnadóttir. Magnús Brynjólfsson svigmeistari Akureyrar. Skíðamót Akureyrar fór fram um síðustu mánaðamót. Helztu úr- slit urðu þau, að í A-flokki í svigi varð Magnús Brynjólfsson, KA, fyrstur og því svigmeistari Akur- Mngnús Brynjólfsson eyrar 1951. Annar varð Guðmund- ur Guðmundsson, fyrrum skíða- kappi íslands, og þriðji Hermann Ingimarsson, Þór. í B-flokki sigr- aði Sigtryggur Sigtryggsson, KA. 2. varð Freyr Gestsson, KA og 3. Haukur Jóhannsson. í C-flokki sigraði Haukur Ámason, ÍMA. í 4x10 km. boðgöngu varð A- sveit KA utskörpust á 2 ldst. 31 mín. og 14 sek. Önnur varð B- sveit KA 2:-36.17. Akureyrar- meistarar KA 1951 eru: Haukur Jakobsson (37.44), Bergur Eiríks- son (35.57), Friðrik Guðmundsson (41.16) og Guðmundur Guðmunds- son (36.17). IÞRÓTTIR 93

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.