Allt um íþróttir - 01.03.1951, Qupperneq 4

Allt um íþróttir - 01.03.1951, Qupperneq 4
Holmenkollen 1951: Sláttvik vann „Kongepokalen" í 3. sinn. Arae Hoel sigraði í stökkum og Stein Eriksen í tvíkeppni í brani og svigi. Norðmenn buðu 8 þjóðum til þátttöku í þessu 54. Holmenkollen- móti, sem fram fór dagana 18.— 25. febrúar s.l. Voru því margir af beztu skíðamönnum heimsins samankomnir þar og keppni hörð og spennandi. Fyrir keppnina litu Norðmenn björtum augum á frammistöðu sinna „gutta“ og höfðu ástæðu til þess, sem og kom á daginn. Svig- maðurinn Sten Eriksen hafði á mótum í Mið-Evrópu staðið sig frá- bærlega vel og fekk nú einstakt tækifæri til að reyna sig við alla beztu svigmenn Evrópu. Strax eft- ir fyrri umferð var sigurinn nokk- uð viss, 66.8 sek. og bezti tíminn. Colo frá Ítalíu var með 67.7, Dal- man, Svíþjóð 69.3 og Couttet, Frakkl. 69.9. Þessi röð hafði ekki tekið breytingum eftir aðra um- ferð og aftur náði Eriksen bezta tíma, 66.9, en hinir voru með 67.1, 67.9 og 67.6. En bjöminn var samt ekki unninn, því að nú var eftir að vita, hvernig Eriksen tækist í bruninu, en hér var um tvíkeppni að ræða. Couttet varð þar fyrstur á 2:31.2, en Eriksen varð að láta sér lynda 6. sæti, sem var þó miklu meira en nóg til þess að sigra í Nils Karlsson tvíkeppninni. Þannig höfðu Norð- menn aftur, eftir f jölda mörg ár, tekið forystuna í Alpagreinunum. Úrslit í svigi: 1. Stein Eriksen, Noregi .... 133.7 2. Zeno Colo, Italíu ........ 1:34.8 3. Olle Dalmann, Svíþjóð .... 137.2 4. James Couttet, Frakklandi .. 137.5 5. -6. Ch. Pravda, Austurríki . . . 137.6 5.-6. O. Schneider, Austurríki . 137.6 Úrslit í bruni: 1. James Couttet, Frakkl.....2:21.2 2. Ch. Pravda, Austurríki .... 2:31.3 3. -5. H. Stenger, Austurríki .. 2:33.2 IÞRÓTTIR 76

x

Allt um íþróttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.