Allt um íþróttir - 01.03.1951, Blaðsíða 31

Allt um íþróttir - 01.03.1951, Blaðsíða 31
Inter hefur nú (í bili a. m. k.) misst stílinn, þurfti að berjast fyr- ir jöfnu gegn botnliðinu Genoa, en hefur siðan tapað fyrir Como (3-1) og Triestina (2-1) og hrapað nið- ur í 3. sæti. Milan leiðir (23 1.) með 38 stig, Juventus hefur 37 og Inter 35. Ákveðið hefur verið að leika landsleik 11. nóv. við Svía í Tor- ino. Spánn. Spánska landsliðið sit- ur ekki auðum höndum í ár. Fyrir utan hina föstu leiki við Portúgal leikur það nú við Svisslendinga (fór fram 18. febr.), Englendinga í maí, og Svía og Belga í júní. Garvis Carlsson hefur nú ákveð- ið að verða áfram hjá Atletico Madrid, sem nú er efst í I. deild með 29 stig (21 1.), Sevilla hefur 28, en San Sebastian, Valencia og Valladolid 25 stig. Frakkland. nAlls munu um 66 er- lendir atvinnumenn leika með frönskum knatt- spyrnufélögum, og er Albert Guð- mundsson þeirra markhæstur, hef- ur alls til þessa skorað 12 mörk fyrir félag sitt, Racing Club de Paris, í vetur. Bikarkeppnin hófst um áramót- in og strax í 1. umferð voru sig- urvegaramir í fyrra, Reims, slegn- ir út. Racing komst í 3. umf. með því að slá út veikt áhugamannalið. Le Havre, sem gekk upp í vor, er efst í 1. deild með 30 st. (23 1.), Racing Club er annað með 28 st., St. Etienne þriðja með 27. Lest- ina reka Lens og Stade Francais með 15 st. Síðast í febrúar sigruðu Frakk- ar Júgóslava í París með 2-1. Noregur. Þótt Norðmenn séu manna mest fylgjandi því, að stökk yfir 80 m. séu ekki leyfð, leika þeir sér samt að því að stökkva yfir 100 m. — Nýlega fór fram stökkkeppni í Vikersund, þar sem 100 stökk mældust yfir 85 m. og þar af helm- ingurinn yfir 90 m. Komungur maður að nafni Kjell Knarvik bar af keppinautum sín- um og hlaut hann alls 221.9 stig. Hann stökk 93.5 og 94.5 m. og hlaut í stíl að jafnaði um 18. Ame Hoel setti met í þessari keppni, stökk 98 metra og hlaut fyrir það stökk 17,5-18,5-18.5 í stíl, en hið fyrra stökk hans misheppnaðist, var 90 m. langt og stíleinkunnir 17-16.5-16.5. Gamli Reidar Ander- sen var alls ósmeykur við ungvið- ið og lengdimar. Hann lét sig lít- ið muna um 90 og 92 m., enda haut hann í stíl 18-18-17.5 og varð 3. — Helztu úrslit: 1. Kjell Knarvik 221.9, 2. Ame Hoel 218.3, 3. Reidar Andersen 215.1, 4 Yngvar Myhra 214.1, 5. Svein Lien 212.5, 6. Helge Johansen 212.2. Á móti í Frederikstad sigraði Knarvik þá Hugsted (Ólympíu- IÞRÓTTIR 103

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.