Allt um íþróttir - 01.03.1951, Blaðsíða 15

Allt um íþróttir - 01.03.1951, Blaðsíða 15
Heimsmeistarar í skák — H: PAUL MORPHY -- 18 5 8. - Ef nokkur skákmeistari getur með réttu tekið sér í munn orð Cæsars: „Ég kom, ég sá, ég sigr- aði“, þá var það Bandaríkjamað- urinn Paul Morphy. Hann fór um skákheiminn eins og hvirfilvindur, feykti öllu með sér og hvarf eins snögglega og hann kom, en eftir skildi hann áhrif og afrek, sem gert hafa nafn hans ódauðlegt í söku skáklistarinnar. Morphy fæddist í New Orleans 22. júní 1837, sonur írsks dómara. Hann varð snemma hneigður fyr- ir skák, en hann var jafnframt gæddur mjög alhliða gáfum, feyki- legur málamaður og áður en hann hafði náð tvítugsaldri, hafði hann tekið próf í lögum. Fyrsti stóri skáksigur hans var í miklu skák- móti í New York 1857, þar sem meðal annarra tók þátt frægur þýzkur skákmeistari, Louis Paul- sen. Næsta ár hélt Morphy til Ev- rópu og háði einvígi við sterkustu meistara álfunnar, þar á meðal Adolf Anderssen, sem hann sigr- aði með 8:3. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Morphys til að fá keppni við Englendinginn Staunton, sem talinn var ganga næst Anderssen, fór hann ávallt undan í flæmingi, en sigurinn yfir Anderssen var svo ótvíræður, að hann nægði til að skapa honum orð sem fremsta skákmeistara heimsins. Eftir sigurförina um Evrópu hélt Morphy aftur heim 1859 og dró sig eftir það alveg í hlé, enda var hann orðinn heilsuveill. Hann bjó í kyrrþey í New Orleans til dauðadags, 10. júlí 1884. Hvað var það, sem olli því, að Morphy bar höfuð og herðar yfir samtímamenn sína? Morphy var einhver mesti skák- snillingur, sem uppi hefur verið, glöggskyggn á kombinasjónar- möguleika, fullur dirfsku og sig- urvilja. Ennfremur tefldi hann samkvæmt nýjum, áður óþekktum hugmyndum, sem ruddu braut nýjum leiðum í skákkenningum og -fræðum. í fyrsta skipti var samleikur og samstilling mann- anna látin sitja í fyrirrúmi. Paul Morphy leitaðist ávallt við að leika mönnum sínum fram, hratt og skynsamlega og ávallt þannig, að þeir stæðu í beinu sambandi hver við annan. Jafnframt hafði hann nánar gætur á möguleikum á að „vinna tempó“. Morphy varð því fyrsti og fremsti snillingur hins opna stíls. Hann var að vísu eftirbátur An- IÞRÓTTIR 87

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.