Allt um íþróttir - 01.03.1951, Blaðsíða 12

Allt um íþróttir - 01.03.1951, Blaðsíða 12
H. M. í.: VALUR varð lslandsmeistariD Vann alla sína leiki með yfirburðum. Þann 23. febr. s.l. fóru tveir síð- ustu leikir íslandsmótsins í hand- knattleik karla fram á Háloga- landi. Sá fyrri var milli Víkings og Fram, íslandsmeistaranna 1950. Flestir bjuggust við sigri Fram- ara, en það fór á annan veg. Hinir ungu og efnilegu Víkingar sýndu sterkan og góðan leik og tókst að koma Fram niður í fjórða sæti. Er alveg áreiðanlegt, að þetta lið Víkinga á eftir að hita Val og Ár- manni í hamsi áður en lýkur. Eini gallinn á þessum efnilegu leik- mönnum er fullmikill skapofsi, er þeir ættu að venja sig af sem fyrst. Áhorfendur biðu úrslitaleiksins með mikilli eftirvæntingu og urðu heldur ekki fyrir vonbrigðum með hann. Leikmennimir spiluðu fast, eins og vera ber um úrslitaleik, en samt drengilega og án alls ruddaskapar. Slíkir leikir eru lið- unum til mikils sóma og áhorf- endum til ánægju. Það fór eins og marga grunaði, að Valur sigraði, og má segja, að Valsmenn séu vel að sigri sínum komnir. Þeir unnu Ármann með 12:7, Fram með 12:7, Í.R. með 13:7, Víking með 13:7 og Aftur- eldingu með 20:10. Valur hlaut því 10 stig, Ármann 8, Víkingur 6, Fram 4, Í.R. 2 og Afturelding ekk- ert og fellur því niður í B-deild. K.R. vann B-deildina með yfir- burðum, hlaut 4 stig, F.H. fekk 2 og Í.A. ekkert. Eins og sagt var hér í ritinu s.l. haust eftir hraðmótið, er ekki hægt að búast að handknattleiks- menn okkar taki frekari framför- um í íþróttinni, fyrr en löglegur salur stendur til boða. Við viljum endurtaka þetta núna, því að aldrei er góð vísa of oft kveðin. Líklega myndi samt úrvalslið, sem skipað yrði beztu mönnum okkar í dag, vera sterkara en í fyrra- vetur. Árið sem leið, háðu íslenzkir handknattleiksmenn þrjá lands- leiki, töpuðu fyrir Dönum og Sví- um, en gerðu jafntefli við Finna. Ennþá hefur ekkert heyrzt um landsleiki í ár, en hvemig væri að athuga leik gegn Norðmönnum næst? Forsíöumyndin er af lslandsmeist- urum Vals. Þeir eru þessir, taliö frá vinstri. Aftari röö: Sveinn Helgason, Halldór Lárusson, Valgeir Arsœlsson, Bragi Jónsson. I miöiö: Sigurhans Hjartarson, Valur Benediktsson, Hall- dór Hdlldórsson. Fremst eru mark- veröirnir Stefán Hallgrímsosn og Sól- mundur Jónsson. — Ljósmyndari var Ragnar Vignir. 84 ÍÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.