Allt um íþróttir - 01.03.1951, Blaðsíða 23

Allt um íþróttir - 01.03.1951, Blaðsíða 23
spyma komst á (á Englandi), varð til hjá áhugamannafélögum þeirra tíma hinn svonefndi Corinthinski stíll, sem var ekki annað en ein- leiksferðir einstaklinga um völl- inn þveran og endilangan. Vamar- leikmaðurinn lét sér nægja að beita „tökklun“ gegn knattleikni sóknarleikmanns, svo knattspyrn- an varð ekki annað en barátta tveggja eintsaklinga, en hinir 20 voru úr leik. Nokkru eftir 1880 kom Blackburn Rovers fram með nýjan stíl, sem var ekki annað en Corinthiski stíllinn og stutti skozki samleikurinn samtvinnaðir. Síðan tóku „Hinir ósigrandi" leikmenn Preston N. E. um 1890 við og full- komnuðu hann —, þeir reyndu sí- fellt að draga vamarleikmenn and- stæðinganna út og losa þannig um samherja, sem átti þá opna leið að marki. Svarleikurinn hjá vöminni var að koma á strangri gæzlu á fram- herjum andstæðinganna (,,dekka“) — en framherjarnir höfðu þó enn töglin og hagldimar. Vamarleik- menn notuðu sér oft rangstöðu- regluna, en það þurfti frægan leik- mann, Bill McCracken hjá New- castle United, sem þó á engan hátt varð fyrstur til að koma auga á möguleikann, með „eins bakvarðar kerfinu", til að gera „rangstöðu- taktíkina" almenna jafnt hjá þeim sterku sem þeim veiku. McCracken hafði svo gott auga fyrir leiknum, að hann staðsetti sig svo nákvæmlega, að hann þurfti ekki nema að stíga eitt skref, til að gera snjöllustu framverði rang- stæða, og gera þar með að engu erfiðasta og skemmtilegasta þátt knattspyrnunnar, upphlaupin. „Eins bakvarðar kerfið“ var því til að spilla góðri knattspymu, og stuðningsmenn hinna sterku fé- laga, sem aðhylltust jákvæða sóknarknattspyrnu, sem „rang- stæðutaktíkin" hafði náð kverka- taki á, þóttust órétti beittir. Frumkvæðið var nú í höndum vamarleikmannanna, en þeir héldu því ekki lengi. Þegar forystu- mönnum knattspymunnar var orð- ið ljóst, að hin nýja leikaðferð var á góðri leið með að spilla íþrótt- inni, tóku þeir sig til og breyttu rangstöðureglunum þannig, að tveir andstæðingar (venjulega markvörður annar þeirra) í stað þriggja áður, urðu að vera á milli fremsta framherja og marks and- stæðinga, þegar knettinum var síðast leikið af samherja. Upp úr þessari breytingu varð hinn tæki- færissinnaði miðframherji til, hann hélt sig milli bakvarða andstæð- inganna og beið færis til að rjúka að marki andstæðinganna samtím- is langri sendingu fram miðjan völl. Fyrsti miðframherjinn, sem not- færði sér þannig breytinguna á rangstöðureglunum, var George Camsell, og hann sló öll fyrri met hvað mörk snerti. Og eftirmaður hans, Dixie Dean hjá Everton, varð einn markheppnasti mið- framherji, sem um getur í sögu knattspyrnunnar. Ensku félögin tóku öll upp þessa aðferð og komst Frh. á bls. 100 IÞRÓTTIR 95

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.