Skinfaxi - 01.11.2014, Síða 3
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3
Árið 2014 er senn á enda. Margt kemur upp í hugann þegar viðburðir ársins eru rifjaðir upp og erfitt er að gera upp á milli. Unglingalandsmótið á Sauðár-
króki, Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík, almenn-
ingsíþróttaverkefnið Hreyfivika (Move Week),
starfsemin í Ungmenna- og tómstundabúð-
unum á Laugum, heimsóknir til sambands-
aðila og samstarfsaðila UMFÍ og sambands-
ráðsfundur UMFÍ eru meðal þeirra viðburða
sem koma fyrst upp í hugann auk allra hinna
verkefnanna, stórra og smárra, sem grasrótin
hefur verið og er að vinna að. Öllum þeim
sem hafa komið að og tekið þátt í starfsemi
ungmennafélagshreyfingarinnar færi ég kær-
ar þakkir fyrir árangursríkt starf, gott sam-
starf og góð samskipti á árinu sem senn er
liðið.
Árið 2015 gengur brátt í garð og vonandi
verður það íþrótta- og æskulýðsstarfinu í
landinu happadrjúgt.
Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar
eru bætt lýðheilsa og forvarnastarf meðal
forgangsverkefna og samfélagslegt mikil-
vægi frjálsra félagasamtaka og sjálfboðaliða-
starf innan þeirra er viðurkennt. Í sáttmálan-
um er lýst yfir vilja til þess að greiða götu
slíkrar starfsemi og lögð áhersla á mikilvægi
félagasamtaka til að vinna að því markmiði
að efla og bæta íslenskt samfélag. Við sem
vinnum í þriðja geiranum fögnuðum þessari
yfirlýsingu í stjórnarsáttmálanum. Það er gras-
rótinni mikilvægt að upplifa sitt samfélags-
lega mikilvæga og skilgreinda hlutverk með
þeim hætti sem í honum er lýst.
Sjálfboðaliðasamtök eins og Ungmenna-
félag Íslands eru hluti af þriðja geiranum sem
er einkar mikilvægur og til hliðar við einka-
geirann og opinbera geirann. Alþjóðlegar
rannsóknir sýna að eftir því sem sjálfboða-
liðastarf í frjálsum félagasamtökum er öflugra,
þeim mun traustari eru innviðir samfélagsins.
Hér á landi má finna sjálfboðaliða að störfum
á öllum stigum samfélagsins, af einhverju
tagi, í hinum ýmsu sjálfboðaliðasamtökum
og öðrum félögum. Allir eiga sjálfboðalið-
arnir það sameiginlegt að þeir veita fjölþætta
samfélagslega þjónustu og berjast fyrir sam-
félagslegum úrbótum. Þjóðhagslegur ávinn-
ingur af starfi sjálfboðaliða er mikill og óum-
deildur. Þeim fjármunum sem ríki og sveitar-
félög, fyrirtæki og aðrir hópar eða einstakl-
ingar verja í sjálfboðaliðasamtök er því vel
Hugleiðing á aðventu
varið. Það er einnig staðreynd að án fjár-
framlaga frá þessum aðilum gætu sjálfboða-
liðasamtökin ekki haldið úti eins öflugri starf-
semi og raun ber vitni.
Mörg spennandi verkefni bíða ungmenna-
félagshreyfingarinnar á nýju ári, m.a. Ungl-
ingalandsmót á Akureyri, Landsmót UMFÍ
50+ á Blönduósi, Hreyfivikan 2015, verkefni
á vegum ungmennaráðs UMFÍ og eldri ung-
mennafélaga, ásamt fjöldanum af öðrum
verkefnum sem unnin eru af grasrótinni.
Verum virk í starfinu á nýju ári, fáum fleiri
til að taka þátt, ræktum líkama og sál og lát-
um gott af okkur leiða.
Ungmennafélagar, verum öflug á nýju ári
og látum hendur standa fram úr ermum.
Fyrir hönd stjórnar og starfsmanna Ung-
mennafélags Íslands óska ég ykkur gleðilegs
nýs árs með ósk um farsælt samstarf og
samskipti á komandi ári.
Íslandi allt!
Helga Guðrún Guðjónsdóttir
Helga Guðrún
Guðjónsdóttir,
formaður UMFÍ.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ:
Eitt kort
38 vötn
6.900 kr
www.veidikortid.is
00000
Aldrei fleiri vötn!
JÓL
AGJ
ÖF V
EIÐI
MA
NNS
INS!