Skinfaxi - 01.11.2014, Qupperneq 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Á
sambandsráðsfundi UMFÍ sem
haldinn var í Garðabæ 11. október
sl. var samþykkt að halda fyrsta
Vetrarlandsmót UMFÍ á Ísafirði árið
2016. Hugmyndin með Vetrarlands-
mótinu er að koma með atburð að
vetri til í líkingu við Unglingalandsmótin að
sumri og gefa þar með sem flestum krökkum
tækifæri til að fara í keppnisferðir út fyrir sitt
svæði og búa til möguleika til fjölskyldu-
ferðalags á vetrartíma.
Undirbúningsnefnd lagði til að mótið verði
haldið dagana 5.–7. febrúar 2016. Miðað er
við að keppni hefjist seinnipart föstudags og
standi fram á sunnudag. Við tímasetninguna
var gengið út frá því að Vetrarlandsmótið
verði haldið fyrir mesta annatímann í móta-
haldi félaga sem er frá seinnipart febrúar fram
í miðjan apríl. Miðað er við að aldur þátttak-
enda sé 10–14 ára, en hjá þessum aldurs-
hópi eru færri mót en hjá 14 ára og eldri.
Fyrirhugaðar keppnisgreinar eru skíða-
ganga, alpagreinar, snjóbretti, freestyle, stiga-
sleðarallý, blak, handbolti, jiujitsu og sund-
bolti, þ.e. að keppt verði í hefðbundnum
Fyrsta Vetrarlandsmót UMFÍ
verður haldið á Ísafirði 2016
greinum eins og alpagreinum og skíðagöngu.
Einnig verði keppt á snjóbrettum og freestyle-
skíðum, en mikill vöxtur er í þessum greinum
nú. Stigasleðarallý og sundbolti verði nýjar
keppnisgreinar sem allir gætu prófað. Blak,
handbolti og jiujitsu verði svo innigreinar sem
ekki er keppt í á Unglingalandsmóti UMFÍ.
Keppnisstaðir verða á skíðasvæðinu á
Seljalandsdal, skíðasvæðinu í Tungudal,
íþróttahúsinu á Torfnesi, íþróttahúsinu á
Austurvegi og í sundlaug Ísafjarðarbæjar.
Spennandi verkefni
– mót sem býður upp
á mikla möguleika
„Við erum rosalega ánægð með að hafa
fengið þetta verkefni sem er mjög spennandi.
Mótið býður upp á mikla möguleika fyrir
svæðið og við teljum okkur hafa þó nokkra
reynslu í mótahaldi sem mun koma okkur
að góðum notum í undirbúningi fyrir Vetrar-
landsmót UMFÍ. Við hlökkum mikið til og það
er ákveðin áskorun að halda fyrsta mótið af
þessu tagi,“
sagði Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formað-
ur Héraðssambands Vestfirðinga.
Guðný Stefanía sagðist vona að mótið
verði útfært þannig að sem flestir staðir á
landinu gætu haldið slíkt mót. Henni finnst
mikilvægt að litlu skíðasvæðin hafi mögu-
leika á að gera þetta og að kröfurnar verði
aldrei svo miklar að þær kæmu í veg fyrir slíkt.
„Við erum núna að finna fólk í nefnd til að
vinna að undirbúningi mótsins. Væntanlega
þarf að vinna í málum á keppnissvæðinu
næsta sumar. Við erum að mínu mati með
eitt besta og skemmtilegasta skíðasvæði
landsins. Það býður upp á marga möguleika
þannig að okkur er ekkert að vanbúnaði,“
sagði Guðný að lokum.
Guðný Stefanía
Stefánsdóttir,
formaður
Héraðssambands
Vestfirðinga.