Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.2014, Side 8

Skinfaxi - 01.11.2014, Side 8
8 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Okkur langaði til að búa til fjórða íshokkíliðið „Upphafið að stofnun deildarinnar og að við myndum senda lið til þátttöku í deildinni í vetur var að okkur nokkra félagana langaði til að búa til fjórða íshokkíliðið. Um árabil hafa aðeins verið þrjú lið í deildinni, en síðan kom nýtt lið sem starfaði aðeins í stuttan tíma. Því gekk illa og allir leikirnir töpuðust. Það var því ekki auðvelt að koma fram með nýtt lið og þó nokkrar hindranir urðu á vegi okkar. Ljóst var að við yrðum að koma okkur undir hatt ungmennafélags eða íþróttafélags til að komast í aðstöðu með liðið okkar. Við settum okkur í samband við Ungmennasam- band Kjalnesinga, áttum fundi með þeim og þeim leist mjög vel á hugmynd okkar. Að lok- um tilkynnum við liðið og sóttum um tíma til ÍBR í Egilshöllinni. Þar fengum við tíma til æfinga seint á kvöldin sem við sættum okkur við svona í byrjun. Þegar á allt er litið er þetta búið að vera ofsalega gaman þótt sigrarnir hefðu mátt vera fleiri,“ sagði Gunnar Árna- son, formaður íshokkífélagsins Esjunnar, í samtali við Skinfaxa. Tilbúnir að leggja mikið á sig svo að allt gangi vel Gunnar sagði að öll umgjörðin kringum liðið hefði verið til fyrirmyndar. Hann sagði að víða á spjallsíðum væri talað vel um liðið og allir leikmenn sem og þeir aðilar sem kæmu að liðinu væru tilbúnir að leggja mik- ið á sig svo allt gengi vel. Gunnar sagði að í liðinu væru fimmtán Íslendingar og tveir út- lendingar, allt leikmenn sem hefðu leikið áður með öðrum liðum. Þessir leikmenn byggju því yfir ágætri reynslu sem kæmi Esju vel á fyrsta ári sínu í deildinni. Margir hefðu haft í hyggju að hætta en voru tilbúnir að halda áfram þegar til þeirra var leitað. Spennan ekki verið meiri í mörg ár „Þetta er búið að vera óendanlega gaman og á ýmsu hefur gengið. Við erum búnir að vinna óvænta og sæta sigra en auðvitað hefði þetta mátt ganga betur. Það tekur bara tíma Gunnar Árnason, formaður Ungmennafélagsins Esju: Við finnum fyrir auknum stuðningi fólks á Kjalarnesi við leikina hjá okkur að slípa saman nýtt lið, spennan var mikil í byrjun, en það er óhætt að segja að deildin hafi ekki verið jafn spennandi í mörg ár. Allir eru að vinna alla og deildin er fyrir vikið galopin. Áhorfendum fer fjölgandi, þeir voru kannski um hundrað í fyrra en eru núna stund- um um þrjú hundruð á leik. Leikirnir eru jafn- ari, stundum fara þeir í framlengingu, svo að spennan hefur ekki verið meiri í mörg ár,“ sagði Gunnar. Esja komin til að vera Á Gunnari var að heyra að íshokkíliðið Esja væri komið til að vera. „Já, það er ekki nokkur spurning. Fyrst var að koma þessu liði á kopp- inn. Svo ætlum við að snúa okkur að barna- „Þegar á allt er litið er þetta búið að vera ofsalega gaman þótt sigrarnir hefðu mátt vera fleiri“ Íshokkí og unglingastarfi strax næsta vetur. Byrja fyrst með yngstu krakkana, vinna vel með þeim og vinna okkur svo hægt og bítandi upp með það að markmiði að fjölga iðkendum.“ Rogast með æfingadótið heim eftir æfingar Þegar Gunnar var spurður hvort íshokkí- íþróttin væri í sókn hér á landi sagði hann svo vera. Aðstöðuleysi hefur þó staðið íþrótt- inni fyrir þrifum en alltaf er verið að reyna finna lausnir. Hann nefndi sem dæmi um aðstöðuleysi að leikmenn Esjunnar þyrftu að rogast með æfingadótið heim eftir hverja æfingu. Æfingataskan væri í kringum 50 kg svo að þetta væri þó nokkuð mál í hvert skipti. Þetta ástand myndi vonandi lagast með tíð og tíma. „Það sem skiptir mestu er að þetta hefur verið ofsalega skemmtilegur tími. Við finnum fyrir auknum stuðningi fólks á Kjalarnesi við leikina hjá okkur og það er gaman fyrir íbúa að eiga lið í þessari deild. Við komum inn á sumarnámskeið hjá þeim með íshokkídótið okkar, allir voru voða spenntir og fannst þetta skemmtilegt.“ Stefnum ótrauðir á úrslita- keppnina Þegar Gunnar var spurður um framhaldið sagði hann að það yrði skemmtilegt og ekki síður spennandi. „Þetta er gefandi og við verðum sterkari þeg- ar fram í sækir. Við erum neðstir sem stendur en stefnum ótrauðir að því að komast í úrslita- keppnina. Þetta er bara byrjunin og við stefnum að því að gera atlögu að titlinum innan nokkurra ára,“ sagði Gunnar Árnason, formaður íshokkífélagsins Esjunnar, í samtali við Skinfaxa. upphafi leiktíðar í íshokkí í haust vakti athygli að nýtt lið myndi keppa í deildinni í vetur. Nýja félagið, sem hér um ræðir, er Ungmennafélagið Esja og heyrir undir Ungmennasamband Kjal- nesinga. Forráðamenn félagsins störfuðu ötul- lega í sumar við að tryggja félaginu keppnis- rétt, gera samninga við styrktaraðila og síðast en ekki síst að semja við leikmenn. Í

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.