Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2014, Síða 11

Skinfaxi - 01.11.2014, Síða 11
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 11 Halldór Axelsson, formaður Skotíþróttasambands Íslands: Það er meðbyr og hann ætlum við að nýta Þ að eru alltaf að koma inn ný félög og í því sambandi má nefna félög í Borgarnesi og fyrir vestan og austan. Þau eru mörg hver að koma í stað- inn fyrir þau sem voru fyrir. Aukn- ingin er mest hvað iðkendur snertir. Þar erum við tala um 10–15% á hverju ári. Þetta má þakka góðri kynningu og að einhverju leyti skotvopnaleyfunum. Innan okkar raða í dag eru iðkendur um fjögur þúsund,“ sagði Hall- dór Axelsson, formaður Skotíþróttasambands Íslands, í viðtali við Skinfaxa. Tók okkur um 10 ár Halldór sagðist vera afar stoltur af fram- gangi íþróttarinnar hér á landi. Við eigum marga efnilega unga skotmenn og svo eig- um við skotmenn sem hafa komið sér fyrir á meðal þeirra hundrað bestu á heimslistan- um. Halldór sagði að það hefði tekið um tíu ár að koma þessu á þann stall sem íþróttin er í dag. „Við höfum byggt þetta upp með öðru- vísi hætti en mörg önnur sambönd að því leytinu til að við höfum ekki verið með starf- andi landslið heldur reynum við að styðja við bakið á hverjum einstaklingi fyrir sig. Það hefur við gert m.a. með því að viðkomandi einstaklingur fái þjálfun erlendis af því að við erum ekki í stakk búnir til að vera með topp- afreksþjálfun hér heima,“ sagði Halldór. Hægt að stunda langt fram eftir aldri - Geta allir tekið þátt í skotíþróttum? „Þetta er líklega sú íþrótt sem flestir geta stundað, vegna þess m.a. að hægt er að stunda íþróttina langt fram eftir aldri. Það sem truflar okkur hér á landi er að unglingar geta ekki byrjað nógu snemma en það kemur til af byssunum sjálfum. Keppandi verður að hafa náð 15 ára aldri til að geta keppt en má ekki skjóta nema innan skotvalla. Hann má ekki heldur taka þátt í keppni með skamm- byssu á þessum aldri.“ „Við höfum ekki verið með starfandi landslið heldur reynum við að styðja við bakið á hverjum einstaklingi fyrir sig.“ Hefðin er sterk á Norðurlandi - Telur þú að þessi íþrótt eigi eftir að eflast? „Já, vonandi eftir mikla fjölgun þátttak- enda undanfarin ár og þá sérstaklega á lands- byggðinni. Vellir eru víða og hefðin hefur alltaf verið sterk á Norðurlandi. Ásgeir á meðal 30 efstu á listanum Besti skotmaður okkar, Ásgeir Sigurgeirs- son, og framganga hans hefur líka verið góð auglýsing. Ásgeir tryggði sér á dögunum keppnisrétt á Evrópumótinu sem er frábær árangur en þar keppa 30 efstu á listanum. Við eigum nokkra mjög góða skotmenn sem eiga eflaust eftir að láta að sér kveða í fram- tíðinni. Það er ekki annað hægt en að vera bjartsýnn, það er meðbyr og hann ætlum við að nýta,“ sagði Halldór Axelsson, for- maður Skotíþróttasambands Íslands, að lokum í samtalinu við Skinfaxa.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.