Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.2014, Qupperneq 12

Skinfaxi - 01.11.2014, Qupperneq 12
12 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Thelma Rut Hermannsdóttir hefur í nokkur ár verið ein fremsta fimleika- kona landsins. Thelma Rut hefur þrí- vegis orðið Íslandsmeistari í áhalda- fimleikum og unnið auk þess til ann- arra verðlauna, bæði hér heima og erlendis. Mikill uppgangur hefur ver- ið í fimleikum hin síðustu ár og vilja margir þakka það bættri aðstöðu fim- leikafólks. Thelma Rut, sem er 21 árs að aldri, vann til tvennra gullverð- launa á gólfi og á jafnvægisslá á Íslandsmeistaramótinu sl. vor. Við hittum Thelmu Rut að máli á Háskóla- torgi en hún hóf nám í tannlækningum við Háskóla Íslands á liðnu hausti. Halda mætti að hún hefði nóg á sinni könnu í náminu sjálfu og við æfingar og keppni í fimleikum. Hún sagði okkur að gríðarlegur tími færi í æfingar, hún æfði sex daga vikunnar og stundum tæki hún auk þess morgunæfingar. Æfingar í hvert sinn tækju sinn tíma en á laugardögum æfði hún í 3–4 tíma. Aðspurð hvort námið og æfingar krefðust ekki gríðarlegrar skipulagningar sagði hún svo vera. Auk þess byggi hún langt frá skóla og æfingasvæði en einhvern veginn gengi þetta upp. Ofsalega gaman „Það er púsl að koma þessu öllu saman en það gekk upp þegar ég var í menntaskóla og það verður líka að ganga upp þegar ég er komin í háskóla ef ég ætla að gera áfram góða hluti í fimleikunum og í náminu. Það sem knýr mann áfram er að þetta er ofsalega gaman en auðvitað koma upp tilvik þar sem hlutirnir ganga ekki eins og maður ætlaði sér. Félagsskapurinn er líka skemmtilegur og að fara á stórmót og hitta vinina á Norðurlönd- unum og annars staðar finnst mér skipta máli og gefur mér mikið. Ég hef ferðast mikið þessu samfara og það hefur verið mikill heiður að fá að keppa fyrir Íslands hönd á mótum erlendis,“ sagði Thelma Rut. Ástríða fyrir fimleikum Thelma Ruth hefur æft fimleika frá því að hún var fjögurra ára aldri og ekki slegið slöku við. „Sumir hafa spurt mig hvernig ég nenni þessu. Þeir eru margir sem hafa ekki skilning á því hvað maður hefur mikla ástríðu fyrir fim- leikunum. Mér finnst ég vera að leggja stund á íþrótt sem er ofsalega skemmtileg og gef- andi í alla staði. Ég hef verið í Gerplu alla tíð og starfað með nokkrum þjálfurum sem hafa verið mér mikils virði.“ Kom sterk til baka - Hvað sérðu fyrir þér að þú verðir lengi keppnis- kona í fimleikum? „Ég satt best að segja veit það ekki. Ég verð þó að viðurkenna að fyrir tveimur árum fannst mér líkaminn orðinn þreyttur. Í kjöl- farið ákvað ég að taka mér gott frí og koma síðan sterk á ný til baka. Árið 2013 var mjög sterkt hjá mér svo að ég hafði bara gott af hvíldinni. Ég er núna nýkomin heim frá þátt- töku í Heimsmeistaramótinu í Kína sem var meiri háttar upplifun. Fram undan eru Evrópu- leikar og síðan Smáþjóðaleikar á Íslandi sem verður ábyggilega gaman að taka þátt í. Ég horfi fram á þetta mót sem stendur og annað er ekki ákveðið í þessum efnum. Það spilar margt inn í þetta, líkamlegt ástand og námið sjálft. Það er bara meira mál að koma þessu öllu saman þegar maður er kominn í háskóla en við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Thelma Rut. Aginn skiptir miklu máli - Krefst ekki einstaklingsíþrótt eins og fimleikar mikils aga á öllum sviðum? „Flest mótin á Íslandi eru einstaklingsmót en þegar við keppum erlendis erum við meira sem lið. Það er ótrúleg liðsheild í landsliðinu og eins þegar maður er að keppa fyrir Gerplu. Við erum allar miklar vinkonur og stöndum saman. Auðvitað er aginn mikill og maður er stöðugt að hugsa um líkamann og borða hollt og gott fæði. Þessir þættir skipta allir miklu máli og við erum öll meðvituð um það.“ THELMA RUT HERMANNSDÓTTIR „Fimleikar eru þannig íþrótt að þú verður að gefa þig alla í þá til að ná settum markmiðum, það er bara ekkert öðruvísi.“

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.