Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2014, Síða 21

Skinfaxi - 01.11.2014, Síða 21
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 21 S kotíþróttinni hér á landi hef-ur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum. Iðkend-um hefur fjölgað jafnt og þétt og eins hafa verið stofn-uð ný félög og eru aðildar-félög innan Ungmenna- félags Íslands ekki þar undanskilin. Á Landsmótum UMFÍ hefur um langt árabil verið keppt í skotfimi við góðan orðstír. Elsta íþróttafélag landsins Í sögu Skotfélags Reykjavíkur kemur fram að félagið á sér langa sögu í borg- inni, en það er elsta íþróttafélag landsins og var stofnað 2. júní árið 1867. Fyrstu skotæfingar félagsins fóru fram við Tjörn- ina í Reykjavík en heimildir um skot- æfingar við Tjörnina ná enn lengra aftur. Það er því rík hefð fyrir skotfimi í Reykja- vík. Skothúsvegur við Tjörnina í Reykjavík dregur nafn sitt af Skothúsi Skotfélags Reykjavíkur, en húsið reistu Skotfélags- menn um það leyti sem félagið var stofn- að. Húsið stóð u.þ.b. þar sem nú er Tjarnar- gata 35, og hét þá því formlega nafni „Reykjavigs Skydeforenings Pavillon“. Skothúsið, eins og það var kallað í dag- legu tali, var félagsheimili Skotfélags- manna, sem síðar var notað sem íbúðar- hús og loks rifið um 1930. Skothúsvegur liggur milli Suðurgötu og Laufásvegar, í austur og vestur, þvert yfir Tjörnina og er að hluta á brú sem var fyrst smíðuð árið 1920. Íslenskir og danskir menn stóðu að stofnun félagsins Starfsemi Skotfélags Reykjavíkur á sér lengri forsögu en frá formlegri stofnun þess 1867. Íslenskir og danskir menn stóðu að stofnun félagsins. Fyrir stofnun félagsins voru stundaðar skotæfingar við Tjörnina í Reykja- vík frá árinu 1840. Þá voru leyfðar skotæf- ingar á litlum tanga sem lá út í Tjörnina þar sem Skotfélagsmenn reistu síðar skotvörðu rétt austan við Skothúsið. Skotfélagsmönn- um var gert að skjóta í suður, í áttina að Skildinganesi. Skotstefnan var samsíða Suður- götu, í átt að Skerjafirði. Í Baldurshaga og kjallara Laugardalshallarinnar Skotfélag Reykjavíkur varð að víkja með starfsemi sína 1993 úr Baldurshaga og hafði til skamms tíma einungis aðstöðu til bráða- birgða í kjallara Laugardalshallar þar sem eingöngu var æft og keppt með loftbyssum á 10 metrum. Starfsemi félagsins í innigrein- um var loks flutt í Egilshöllina í Grafarvogi árið 2004, þar sem félagið hefur komið upp framtíðaraðstöðu. Útiskotsvæði í Leirdal Uppbygging skotíþróttarinnar á gamla svæði félagsins í Leirdal var í góðum farvegi og árangur skotmanna í mikilli framför þegar því var lokað árið 2000. Til marks um það tók Alfreð Karl Alfreðsson, úr Skotfélagi Reykja- víkur, þátt á Ólympíuleikunum í Sydney í haglabyssugreininni Skeet sama ár. Starfsemi félagsins lá niðri í útiskotgrein- um um árabil á árunum 2000 til 2007 vegna aðstöðuleysis, en margs konar tafir við fram- kvæmdir nýs svæðis hjá borgaryfirvöld- um orsökuðu það. En framtíð Skotfélags Reykjavíkur hefur verið tryggð til fram- tíðar í Reykjavík með tilkomu inniaðstöðu í Egilshöll og útisvæðis á Álfsnesi. Aðstaða í Egilshöll og á úti- svæði á Álfsnesi Á árinu 2004 hófst starfsemi félagsins í innigreinum í nýju skothúsi í Egilshöll, en þar er aðstaða fyrir flestar greinar skot- íþrótta, sem stundaðar eru innanhúss, s.s. æfingar og keppnir í skotgreinum á 25 og 50 metra brautum og á 10 metra brautum. Starfsemi félagsins hófst á nýju útiskot- svæði á Álfsnesi á árinu 2007. Með opnun svæðisins á Álfsnesi er lagður grunnur að miðstöð fyrir alla þá sem stunda skot- íþróttir og skotfimi hvers konar. Svæðið er hannað sem íþróttasvæði fyrst og fremst, en einnig er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir skot- veiðimenn til æfinga og ekki síst aðstöðu fyrir þá sem stunda skotfimi sem tóm- stundasport. Á Álfsnesi er skotsvæði sem er löglegt fyrir alþjóðamótahald og er stefnt að því að haldin verði alþjóðaskot- mót á svæðinu, s.s. skotgreinar á smáþjóða- leikum, Norðurlandamót í haglagreinum, Bench-Rest-riffilkeppnir o.s.frv. Skotsvæði félagsins á Álfsnesi er heilsárssvæði og þar er aðstaða fyrir skammbyssu-, riffla- og haglabyssugreinar. Skotíþróttafélag Reykjavíkur H éraðssambandið Skarphéðinn gekkst fyrir gönguverkefni í sumar undir heit-inu Fjölskyldan á fjallið. Þar voru fjöl- skyldur hvattar til að ganga saman á fjöll á sambandssvæði HSK, þ.e. í Árnes- og Rang- árvallasýslum. Tilgangur verkefnisins var að vekja athygli á almenningsíþróttaverkefnum HSK og UMFÍ og gildi útiveru og hreyfingar, ásamt því að hvetja til samveru fjölskyld- unnar. Verkefnið hóf göngu sína um miðjan maí og stóð fram í september. Vikulega var til- nefnt eitt nýtt fjall en alls voru fjöllin í verk- efninu sextán talsins. Verkefnið var unnið í samvinnu við Dagskrána, fréttablað Suður- lands, en í hverri viku birtist í blaðinu stuttur pistill um fjall vikunnar. Á heimasíðu HSK var hægt að sækja upp- lýsingar um fjöllin og verkefnið. Þar var einnig hægt að sækja þátttökublöð og skrá þátttöku sína eða fjölskyldunnar. Intersport á Selfossi var samstarfsaðili verkefnisins og gaf vöru- úttektir sem veittar voru eftir að verkefninu lauk. Sævar Jónsson á Snjallsteinshöfða í Rangárþingi ytra fékk sérstök verðlaun fyrir að hafa gangið á öll fjöllin sextán. Þá voru dregnar út þær Aldís Sigfúsdóttir, Selfossi, og Árný Gestsdóttir, Suður-Nýjabæ 2, Þykkva- bæ, og fengu þær vöruúttektir hjá Intersport. HSK hefur tekið þátt í gönguverkefni UMFÍ Göngum um Ísland frá því að verkefnið hófst árið 2002. Á hverju ári hefur UMFÍ gefið út litla göngubók með stuttum gönguleiðum um land allt ásamt fjallgönguleiðum sem Gengið á sextán fjöll í gönguverkefni HSK 2014 sambandsaðilar hafa tilnefnt á hverju ári undir heitinu Fjölskyldan á fjallið. HSK hefur tekið þátt í því verkefni frá upphafi og samtals til- nefnt 22 fjöll. Fjöllin sextán, sem voru í verk- efni HSK í sumar, hafa öll verið tilnefnd þar. Sævar Jónsson, sem fékk sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa gengið á öll fjöllin, ásamt Erni Guðnasyni, vara- formanni HSK.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.