Skinfaxi - 01.11.2014, Síða 28
28 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
H éraðssamband Þingeyinga, HSÞ, hélt upp á 100 ára afmæli sitt með glæsilegri afmælishátíð að Laugum í Reykjadal sunnudaginn 2. nóvem-
ber síðastliðinn. Á hátíðinni sem var vel sótt
var m.a boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð
sem Kvenfélag Reykdælinga sá um. Margt
var til skemmtunar á afmælishátíðinni, s.s.
glímusýning og þjóðdansar sem þjóðdansa-
flokkurinn Þistilhjörtun sýndi. Flutt var sögu-
ágrip HSÞ og Helga Guðrún Guðjónsdóttir,
formaður Ungmennafélags Íslands, ávarpaði
samkomuna. Hún færði HSÞ silfurplatta að
gjöf frá hreyfingunni. Einnig sungu Karla-
kórinn Hreimur og Sálubót nokkur lög. Þá
voru nokkrir einstaklingar í héraði heiðraðir
sérstaklega í tilefni afmælisins fyrir vel unnin
störf fyrir HSÞ á undangengnum árum og
áratugum.
Sögusýning sett upp
Á afmælishátíðinni að Laugum var sett upp
sögusýning með munum og minjum frá ýms-
um íþróttaviðburðum sem tengjast samband-
inu á liðnum árum. Gestir gátu keypt ýmsan
varning á samkomunni, eins og HSÞ-jakka
og dvd-diska með efni frá Landsmótunum
sem haldin voru árin 1946,1961 og 1987.
Einnig voru til sölu nokkur eintök af 50 ára
sögu HSÞ sem kom út árið 1965.
Saga HSÞ skrifuð
Í tengslum við afmælið hefur verið
ákveðið að gefa út sögu Héraðssambands
Suður-Þingeyinga (HSÞ) og Ungmennasam-
bands Norður-Þingeyinga (UNÞ) í veglegu
riti. Ritstjóri þess er Björn Ingólfsson. Saga
Héraðssambands Suður-Þingeyinga árin
1914–1964 kom út árið 1965. Því verða seinni
50 árunum fyrst og fremst gerð skil í þessu
riti. Sumarið 2007 sameinuðust HSÞ og UNÞ
í Héraðssamband Þingeyinga. Þar sem HSÞ
var eldra hélt það stofnár sér í sameining-
unni, en það var stofnað 31. október árið 1914.
Mörg verkefni hjá HSÞ
á afmælisárinu
Mörg önnur verkefni hafa tengst aldar-
afmælinu á þessu ári eins og t.d. veglegra
ársþing. Gefið var út afmælis- og landsmóts-
blað sem bar heitið Héraðssamband Þingey-
inga – Hornsteinn í héraði og Landsmót UMFÍ
50+ var haldið á Húsavík. Þá litu nýir jakkar
og bolir sambandsins dagsins ljós og voru
þeir merktir með ártölunum 1914–2014. Út-
búnir voru pennar og lyklakippur með merki
og ártölum sambandsins. Sumarleikar HSÞ
voru með veglegra móti og m.a. boðið upp
á leiktæki. Þátttökugjald var niðurgreitt á
Unglingalandsmóti UMFÍ og boðið upp á
veglegar veitingar í tjaldi HSÞ á mótinu.
Einnig var sett upp sögusýning í Safnahús-
inu á Húsavík sem var opin í rúman mánuð
í sumar.
Glæsileg 100 ára afmæl