Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2014, Síða 31

Skinfaxi - 01.11.2014, Síða 31
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 31 S tarfsemi HSÞ geng-ur vel í dag og aðildarfélög sam-bandsins eru mörg hver mjög virk. Það er búið að vera mikið af verkefnum í gangi í tengslum við afmælis- árið. Það hefur eflt alla undirstarfsemina svo að þá má segja að skemmtileg starfsemi sé á svæðinu akkúrat í dag,“ sagði Jóhanna Krist- jánsdóttir, formaður HSÞ, þegar ritstjóri Skin- faxa settist niður með henni til að fræðast örlítið um HSÞ, en sambandið fagnaði ný- lega merkum áfanga er það varð 100 ára. HSÞ hefur gegnt mikil- vægu hlutverki í heila öld Jóhanna hefur gegnt formennsku í HSÞ í fimm ár og segir starfið gefandi og skemmti- legt. Hún sagði að héraðssambandið skipti miklu máli á svæði sínu. Sambandið væri hornsteinn í héraði og væri búið að gegna miklu hlutverki í heila öld. Starfið hefði skilað miklu fyrir samfélagið, í tengslum við byggða- mál, samgöngur og ekki síst menntamál. Hún sagði að starfið hefði ekki eingöngu snúist um íþróttamál í gegnum tíðina. Starfið snýst um miklu meira en bara íþróttir „Héraðssamböndin sinna ekki bara íþrótt- um og íþróttasinnuðum viðburðum. Starfið er miklu meira. Verkefnin eru allt önnur í dag en fyrir einhverjum áratugum. Það kemur m.a. til af því að Héraðssamband Þingeyinga er nú sameinað Ungmennasambandi Norður- Þingeyinga og Héraðssambandi Suður-Þing- eyinga. Þegar aðildarfélögin voru færri og svæðin minni voru verkefnin mjög ólík því sem er í dag. Samböndin eru orðin meiri regn- hlífarsamtök og halda utan um 31 aðildar- félag sem eru sjálfstæðari en áður. Áður fyrr sáu stjórnir Héraðssambands Suður-Þingey- inga og Ungmennasambands Norður-Þing- eyinga að mestu leyti um verkefni á borð við mótshald svo eitthvað sé nefnt. Héraðssam- bandið styður miklu fremur við aðildarfélög sín í dag en áður,“ sagði Jóhanna. Áherslurnar hafa breyst með tíð og tíma - Hefur aðildarfélögum fjölgað á síðustu árum? „Já, þannig hefur það orðið og gaman er að sjá hver breytingin hefur orðið í gegnum tíðina. Núna erum við komin með mjög virkt skákfélag og landsliðsmenn í skák. Við erum líka allt í einu komin með öfluga bogfimi og höfum náð ótrúlegum árangri á allra síðustu árum. Ennfremur erum við með aksturs- íþróttaklúbb og vorum m.a. með mótocross á Landsmótinu 2013. Svo má líka nefna golf og hestaíþróttir. Núna er komin golfdeild innan eins aðildarfélags okkar sem er mjög spennandi. Áherslurnar hafa breyst með tíð og tíma sem er hið besta mál. Hér áður fyrr voru glíma, frjálsar íþróttir, sund og knatt- spyrna aðalgreinarnar.“ Aðstaðan mætti vera betri - Hvað með aðstöðuna sem iðkendur búa við? „Aðstaðan mætti alltaf vera betri. Það vant- ar töluvert upp á aðstöðu í stærsta bæjarfélagi okkar. Aðstaðan á Laugum er aftur á móti til fyrirmyndar en það er langt fyrir marga að sækja þangað æfingar. Starfssvæði okkar er stórt en það nær frá Grenivík til Bakkafjarðar. Það er því erfitt fyrir þá sem eru langt í burtu að sækja allt í Laugar í Reykjadal og land- fræðilega er það ekki auðvelt. Uppbygging íþróttamannvirkja hefur ekki orðið eins og við hefðum vonast eftir og í þeim efnum þarf að gera miklu betur. Við erum alltaf að ýta við sveitarfélögunum en það er í þeirra valdi á hverjum stað að ákveða hvað gert er í þess- um efnum. Eins og við vitum er fjárhagur sveitarfélaga ekki öflugur nú um stundir. Þetta verður því erfitt og á brattann að sækja en hins vegar er mjög mikilvægt að við reyn- um að byggja upp íþróttamannvirki jafnt og þétt þannig að við höfum bestu aðstæður að bjóða,“ sagði Jóhanna. Við eigum mörg tækifæri og margt ógert - Ertu ekki stolt af HSÞ og þeim verkefnum sem það hefur stýrt í gegnum tíðina? „Ég er verulega stolt af HSÞ, hef alltaf verið það og er mikill Þingeyingur í mér. HSÞ-hjart- að slær fast í brjósti mér. Ég sé ekki annað en að starfsemi HSÞ muni eflast jafnt og þétt í framtíðinni. Við eigum svo mörg tækifæri og það er margt sem við eigum ógert og við getum bætt í á mörgum sviðum. Þetta snýst að miklu leyti um að halda vel utan um hlut- ina, vera vel vakandi og hafa góða yfirsýn. Styðja og styrkja vel aðildarfélögin en þar er mannauðurinn. Starfið snýst að verulegu leyti um sjálfboðaliðann og það verkefni finnst mér fara dvínandi, því miður. Það er orðið vandamál í dag að efla starf sjálfboða- liða en það er eitt af hlutverkum héraðssam- bandsins að halda vel utan um að störf þeirra haldist í héraði. Það er ekki sjálfgefið að fólkið hoppi af götunni og fari að vinna sem sjálf- boðaliðar. Það þarf að sækja þennan mikil- væga hlekk og við þurfum að minna okkur á það að við höfum ákveðnar samfélagslegar skyldur. Að mínu viti er þetta að tapast hjá yngri kynslóðinni í dag. Þeim finnst að þau eigi að fá allt upp í hendurnar en við verðum að leggja áherslu á að breyta því. Það er stórt, ögrandi og krefjandi verkefni að sinna þessari samfélagsskyldu.“ Þurfum að nýta tækifærin og vinna betur með öðrum - Hvernig sérðu framtíð HSÞ fyrir þér? „Ég tel að hún sé björt. Það er margt að gerast og við vitum að það er ýmislegt að breytast sem tengist íþróttahéruðunum. Við verðum að horfa á það sem spennandi verkefni inn í framtíðna. Við þurfum líka að nýta tækifærin til að vinna betur með öðrum samböndum,“ sagði Jóhanna Kristjánsdóttir, formaður Héraðssambands Þingeyinga. Jóhanna Kristjánsdóttir, formaður HSÞ: HSÞ-hjartað slær fast í brjósti mér „Uppbygging íþróttamannvirkja hefur ekki orðið eins og við hefðum vonast eftir og í þeim efnum þarf að gera miklu betur“ „Þetta snýst að miklu leyti um að halda vel utan um hlutina, vera vel vakandi og hafa góða yfirsýn“.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.