Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.2014, Qupperneq 35

Skinfaxi - 01.11.2014, Qupperneq 35
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 35 Gerpla í fremstu röð Íþróttafélagið Gerpla Í þróttafélagið Gerpla var stofnað í apríl 1971. Félagið hefur undanfarna áratugi verið eitt af öflugustu fimleikafélögum landsins og á nú íþróttamenn á heims- mælikvarða. Fyrstu árin voru æfingar í gamla leikfimisalnum í Kópavogsskóla. Árið 1978 fluttist starfsemin að Skemmuvegi 6 og var þar allt til ársins 2005 er Gerpla flutti í nú- verandi aðstöðu sína í Versölum. Flutningur starfseminnar þangað var mikil lyftistöng fyrir félagið en þar er aðstaðan öll fyrsta flokks. Húsið er þétt skipað alla daga frá morgni til kvölds og nú þegar er farið að huga að við- bótarhúsnæði undir starfsemi félagsins. Starfsemi Gerplu hefur aukist mikið undan- farin ár. Sem dæmi má nefna að iðkenda- fjöldinn hefur þrefaldast frá árinu 2005 og er fimleikadeildin sú stærsta hér á landi. Hjá félaginu starfa 120 starfsmenn. Allir þjálfarar vinna samkvæmt námsskrá félagsins og eru þeir mjög vel menntaðir. Fimleikafólk Gerplu hefur náð frábærum árangri í gegnum tíðina og hampað fjölda titla hér á landi á hverju ári. Síðustu ár hefur kvennalið Gerplu náð einstökum árangri í hóp- fimleikum með því að verða í tvígang Evrópu- meistarar og nú í haust hafnaði liðið í öðru sæti á mótinu sem haldið var í Laugardal.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.