Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.2014, Side 37

Skinfaxi - 01.11.2014, Side 37
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 37 H arpa Þorláksdóttir hefur gegnt for-mennsku í Íþróttafélaginu Gerplu frá 2013, en hún sat áður í stjórn félags- ins. Harpa sagði í samtali við Skinfaxa að það væri gríðarlega mikil starfsemi innan Gerplu. Stærsta íþróttadeild landsins „Iðkendur hjá okkur í dag eru um 1700 og starfsmenn 120. Gerpla er því stærsta ein- staka íþróttadeildin á landinu hvað iðkenda- fjölda snertir. Við erum með áhalda- og hóp- fimleikadeild og almenna deild þar sem auk barna, unglinga og fullorðinna eru einnig flokkar fyrir fatlaða einstaklinga. Svo bjóðum við upp á parkour sem er vinsælt meðal drengja. Það er gaman að segja frá því að félagið fékk fyrir skemmstu jafnréttis- og mannrétt- indaviðurkenningu Kópavogsbæjar sem við erum afar stolt af,“ sagði Harpa. Við önnum ekki eftirspurn Fimleikar hafa notið mikilla vinsælda hér á landi í mörg ár og hefur iðkendum fjölgað jafnt og þétt. Harpa var innt eftir hvort Gerpla annaði eftirspurn. „Nei, því miður önnum við ekki eftirspurn og það eru biðlistar hjá okkur. Þeir eru mis- langir eftir því á hvaða aldri börnin eru, en sumir hafa beðið í allt að þrjú ár eftir plássi. Við erum í góðu samstarfi við yfirvöld í Kópa- vogi um að finna lausn á því máli en við mun- um fá aðstöðu í íþróttahúsi sem mun rísa við Vatnsendaskóla og verður sérsniðið að fimleikum.“ Frá morgni til kvölds - Hvernig er nýting íþróttahússins í Versölum? „Fimleikahúsið er í notkun frá því á morgn- ana til klukkan rúmlega tíu á kvöldin. Við vor- um með gríðarlegan fjölda inni í salnum á hverjum tíma en þegar það var farið að bitna á iðkendum og þjálfurum settum við okkur það markmið að iðkendur yrðu aldrei fleiri en 200 í húsinu í einu. Við höfum ekki komist hjá því að leigja aðstöðu fyrir okkar eigin iðkend- ur í íþróttahúsum í öðrum bæjarfélögum.“ Góður árangur skiptir máli - Hver er ástæðan fyrir svona miklum vinsæld- um fimleika hér á landi? „Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að fimleikar eru gríðarlega góð alhliða íþrótt. Svo hefur það einnig haft mikið að segja að fimleikafólk hefur náð góðum árangri bæði í áhaldafimleikum og hópfimleikum. Það hefur haft í för með sér góða kynningu fyrir fimleik- ana almennt og enn fremur hvað við höfum átt góðar fyrirmyndir. Með tilkomu hópfim- leikanna upp úr 1990 jókst framboðið til fim- leikaiðkunar enn frekar. Líftími iðkenda í fim- leikum er líka að lengjast og við sjáum eldri iðkendur bæði í áhalda- og hópfimleikum en áður. Margir sjá líka tækifæri í því að færa sig yfir í hópfimleika eftir að áhaldafimleikaferli lýkur og eiga þá jafnvel mörg ár eftir í fimleik- um. Það má því með sanni segja að iðkendur í fimleikum séu að eldast sem er jákvæð þróun,“ sagði Harpa. Yngstu börnin byrja fyrr - Hvað með uppeldishlutverk félagsins? „Það má segja að það gegni mjög mikil- vægu uppeldishlutverki. Börn og unglingar stunda íþróttir mikið og forvarnagildið er mikilvægt. Við erum farin að tvinna það betur saman þannig að yngstu börnin geti byrjað fyrr á daginn til að æfingum þeirra sé lokið þegar vinnudegi foreldranna lýkur. Það tekst ekki alltaf því að við búum við húsnæðis- skort en við reynum samt eftir fremsta megni að vinna þetta vel í samvinnu við alla aðila.“ Gríðarleg bylting með Versölum - Hverju breytti nýja fimleikahúsið í Versölum fyrir ykkur? „Það var gríðarleg bylting og Versalir eru mjög fínt fimleikahús. Aðstaðan skiptir öllu máli og við hér í Kópavogi búum almennt séð vel í þeim efnum. Bæjaryfirvöld hafa stutt vel við bakið á okkur.“ Fimleikar eru í miklum vexti - Hvernig sérðu fyrir þér stöðu fimleika á næstu árum? „Ég held að iðkendum eigi bara eftir að fjölga á næstu misserum. Þeim hefur fjölgað mun hraðar en spár gerðu ráð fyrir þannig að þessi íþrótt er í miklum vexti. Fimleikar eru góð alhliða íþrótt þar sem reynir á flesta hluta líkamans. Það eru stórir árgangar að koma upp í Kópavogi og því sé ég fjöldann bara aukast í framtíðinni. Það er mikil gróska og vöxtur í fimleikastarfinu og ekki ástæða til annars en að vera bjartsýn. Við höfum á að skipa frábæru starfsfólki, iðkendurnir eru jákvæðir og metnaðarfullir, þannig að starfið getur ekki annað en dafnað og vaxið og framtíð Gerplu er því mjög björt,“ sagði Harpa Þorláksdóttir, formaður Gerplu. Harpa Þorláksdóttir, formaður Gerplu: Fimleikar eiga bara eftir að vaxa og dafna Íþróttafélagið Gerpla

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.