Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2014, Blaðsíða 42

Skinfaxi - 01.11.2014, Blaðsíða 42
42 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Patreksfjörður Oddi hf., Eyrargötu 1 Tálknafjörður Þórsberg ehf., Strandgötu 25 Norðurfjörður Hótel Djúpavík ehf., Djúpavík Blönduós Stéttarfélagið Samstaða, Þverbraut 1 Húnavatnshreppur, Húnavöllum Sauðárkrókur Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1 Vinnuvélar Guðmundar/Skúla sf., Borgarröst 4 Siglufjörður Fjallabyggð, v/ Íþróttamiðstöð Fjallabyggð, Gránugötu 24 Akureyri Eining-Iðja, Skipagötu 14 Hnjúkar ehf., Kaupvangur Mýrarvegi Ísgát ehf., Laufásgötu 9 Húsavík Jarðverk ehf., Þingeyjarsveit, Birkimel Laugar Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum Reykjadal Vopnafjörður Hólmi NS-56 ehf., Hafnarbyggð 23 Egilsstaðir Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf., Miðvangi 2–4 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Farfuglaheimilið Húsey Seyðisfjörður Gullberg ehf., Langitangi 5 Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44 Fáskrúðsfjörður Loðnuvinnslan hf., Skólavegi 59 Selfoss Vélaverkstæði Þóris ehf., Austurvegi 69 Flóahreppur, Þingborg Hveragerði Eldhestar ehf., Völlum Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1 Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni Hella Fannberg, viðskiptafræðingar ehf., Þrúðvangi 18 Hvolsvöllur Krappi ehf., Ormsvöllum 5 Kirkjubæjarklaustur Ferðaþjónustan Efri-Vík ehf., Efri-Vík Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum Vestmannaeyjar Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28 H éraðssambandið Skarphéðinn hélt málþing um fjármál hreyfingarinnar í Selinu á Selfossi 29. október síðast- liðinn. Yfirskrift málþingsins var „Sveitt að safna peningum“. Mjög góð mæting var á málþingið sem þótti takast vel. Góðar umræð- ur urðu um ýmis mál er lúta að fjármögnun og fjármálum innan hreyfingarinnar. Bragi Bjarnason, menningar- og frístunda- fulltrúi Árborgar, og Örn Guðnason, varafor- maður HSK og fyrrverandi framkvæmdastjóri Umf. Selfoss, sögðu frá samstarfi íþróttafélag- anna og sveitarfélagsins Árborgar. Hjá þeim kom m.a. fram að fyrir árið 2014 gerði sveitar- félagið þjónustusamninga við félögin fyrir rúmar 85 milljónir króna. Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri get- raunadeildar Íslenskra getrauna, sagði frá ýmsum möguleikum varðandi getrauna- starfið og hvernig mætti nota það til fjáröfl- unar og uppbyggingar félagsstarfs. Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ, fór yfir ýmis áhugaverð atriði varðandi það hvernig félög ná sér í styrktar- og samstarfs- Sveitt að safna peningum - Málþing HSK um fjármál hreyfingarinnar aðila. Byggði hann það m.a. á reynslu UMFÍ af Unglingalandsmótunum. Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri fim- leikadeildar Umf. Selfoss, sagði frá fjáröflun- arleiðum deildarinnar og öflugu starfi sjálf- boðaliða við að halda henni gangandi. Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK, fór svo í lokin yfir helstu sjóði sem íþróttahreyfingin getur sótt styrki í til efling- ar starfsins. G unnar Gunnarsson, formaður Ung-menna- og íþróttasambands Austur-lands, hlaut fyrir skömmu viðurkenn- ingu Æskulýðsráðs fyrir störf sín í þágu æsku- lýðsstarfs á Austurlandi sem og á landsvísu. Gunnar hefur þrátt fyrir ungan aldur komið víða við í margs konar félagsstörfum innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar. Hann tók við formennsku í Ungmennafélaginu Þristi 19 ára gamall og gegndi því embætti til ársins 2007. Þá var hann formaður í nem- endafélagi Menntaskólans á Egilsstöðum og þjálfaði m.a. spurningalið skólans. Gunnar hefur setið í stjórn UÍA frá 2005 og gegnt for- mennsku frá 2012. Hann hefur verið virkur í starfi innan UMFÍ og setið í ýmsum nefndum samtakanna. Gunnar sat í varastjórn UMFÍ 2009–2011 og var kjörinn í aðalstjórn 2013– 2015. Þá var Gunnar í varastjórn NSU, Nordisk Samorganisation for Ungdomsar- bejde, 2012–2014. Þá hefur Gunnar nýtt reynslu sína og þekkingu úr ungmenna- félagsstarfinu til ýmissa annarra verka. Æskulýðsráð veitti Gunnari Gunnarssyni viðurkenningu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.