Dagrenning - 01.10.1950, Page 3

Dagrenning - 01.10.1950, Page 3
DAGRENNING 5. TOLUBLAÐ 5. ÁRGANGUR REYKJAVÍK OKTÓBER 1950 Ritstjóri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Reynimel 28, Reykjavík. Sími 1196. 1 Matteusarguðspjalli standa hessi orð: „Og Jesús fór um allar borgirnar og þorpin, kenndi í samkunduhús- um þeirra og prédikaði fagnaðarboðskapinn um ríkið og læknaði hvers- konar sjúkdóma og krankleika, En er hann sá mannfjöldann, kenndi hann í brjósti um þá, því að þeir voru hrjáðir og tvístraðir, eins og sauðir, er engan hirðir hafa.“ Með þessum orðum er lýst ástandi mannanna á Krists dögum. En | hvernig er það nú á vorum dögum, nú á öld hinnar miklu þekkingar? | Aldrei hefur mannkynið verið eins hjálparvana, vonsvikið og tvístrað eins og nú í dag. Aldrei hefur það átt meira af veraldlegum gæðum og aldrei minna af sönnum andans auði en einmitt nú í dag. Berið saman skáld og vísindamenn nútímans — spekinga nútímans — við spekinga fornaldarinnar. Enginn samjöfnuður getur þar komið til greina. Stolt vorrar aldar eru efnisvísindin, sem nú hafa náð því hámarki, að oss mun takast að sprengja hnöttinn, sem oss hefur verið gefinn til að búa á, og tortíma öllu mannkyni, á örfáum dögum eða vikum. Vér höfum horfið af leið andans inn á leið efnisins og nú erum vér að uppskera eins og vér höfum sáð. Lítið á umkomuleysi þjóðarleiðtoganna þar sem þeir safnast saman til þess að ráða fram úr vandamálum þjóða sinna! Þar er hver höndin upp á móti annari og ekkert samkomulag fæst um neitt, sem máli skiptir. Getur nokkur hjörð orðið tvístraðri en mannkynið er I nú í dag? Og hversvegna er það svona tvístrað og sjálfu sér sundurþykkt? ! Svarið er: Það vantar leiðtoga — andlegan leiðtoga, sem vísað getur veg- inn inn á land sannleikans. Enginn er fær um að veita þá forustu nema Jesús Kristur. Margir telja að hann sé nú þegar kominn til jarðarinnar aftur til þess að „endurreisa ríkið handa ísrael“. Engan þarf að furða þótt hann enn sé öllum þorra manna ósýnilegur. Hann var það einnig þá fjörutíu daga, sem hann dvaldi hér eftir upprisu sína. Enginn annar er fær um að safna saman hinni tvístruðu hjörð, og einskis annars kalli mun hún hlýða. J. G. DAGRENNING 1

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.