Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 9
9 stofnum Evrópusambandsins eru ofveiddir í dag, þar af um 47% stofna í Atlantshafi og 80% í Miðjarðarhafi. Mikil þörf er því fyrir nýjar leiðir í fiskveiðistjórn- un og er fiskveiðistefna Evrópu- sambandsins í endurskoðun þar sem m.a. er leitað leiða til að stemma stigu við ofveiði. Gunnar segir horft til ís- lenska fiskveiðistjórnunarkerfis- ins en þó sér í lagi til þeirra þátta sem búa að baki, þ.e. fisk- veiðráðgjafarinnar og þeirra gagna sem aflað er og unnið með að baki henni. „Þetta snýst um gagnasöfnun og úrvinnslu þeirra, líkön og hvernig þau eru notuð til að spá fyrir um þróun fiskistofna. Þar höfum við Ís- lendingar mikla reynslu fram að færa. Markmiðið með verkefn- inu er að bæta fiskveiðistjórnun í Evrópu en í því felst ekki að taka eigi upp íslenska fiskveiði- stjórnunarkerfið sem slíkt,“ seg- ir Gunnar. Sérfræðingar og hagsmunaaðilar vinna saman Þau nýmæli felast í upp- byggingu MareFrame verkefn- isins að kalla að borðinu mjög breiðan hóp sérfræðinga og efna til samstarfs við hags- munaaðila. „Við erum að tvinna saman félagsfræðinga, hag- fræðinga, stærðfræðinga, fiski- fræðinga, lögfræðinga og fleiri, ásamt því að taka hagsmunaað- ilana beint inn í ferlið. Það hefur í einhverjum mæli verið gert hér á landi en hefur ekki þekkst í vinnu af þessu tagi í Evrópu. Hugsunin er ekki sú að vísinda- mennirnir fræði sjómennina eða öfugt heldur munu þessir aðilar vinna saman að því verk- efni að móta leiðbeinandi um- hverfi fyrir stjórnvöld og hags- munaaðila að taka sínar ákvarð- anir,“ segir Gunnar og svarar því aðspurður að hann voni að ákveðna þætti verkefnisins verði hægt að nýta í fiskveiði- ráðgjöf og uppbyggingu fisk- veiðistjórnar hér á landi í fram- tíðinni. „Þar sem Evrópusam- bandið styrkir ekki sértæka uppbyggingu fiskveiðistjórn- unarkerfis á Íslandi þá verður ávinningurinn ekki eins mikill og ella væri. En ef við gætum fengið styrki hér innanlands til að vinna samhliða áþekkt verk- efni fyrir Ísland þá gæti vinn- ingurinn orðið mjög mikill að mínu mati,“ segir Gunnar. Eins og áður segir koma 28 stofnanir, fyrirtæki og háskólar í 10 Evrópulöndum að verkefn- inu ásamt vísindamönnum frá Suður-Afríku, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Fyrsti fundur í verkefn- inu var haldinn hér á landi á dögunum og reiknar Gunnar með fleiri slíkum hérlendis á því fjögurra ára tímabili sem verk- efnið nær til. Dr. Gunnar Stefánsson, prófessor við Háskóla Íslands og dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís munu leiða verkefnið en það mun standa næstu fjögur ár.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.