Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 14
14 Fyrirtækin Frjó Quatro og Um- búðasalan voru sameinuð á seinnihluta síðast árs undir nafninu Frjó Umbúðasalan ehf. Umbúðasalan hefur á undan- förnum árum sérhæft sig í sölu á umbúðum, mestmegnis fyrir sjávarútveg en Frjó Quatro hef- ur selt fjölbreyttar rekstrarvör- ur fyrir sjávarútveg, garðyrkju og kjötiðnað. Ólafur Erlingur Ólafsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda sameinaðs fyrirtækis, leggur áherslu á að faglegur styrkur fyrirtækisins verði mikill, nú þegar þau hafa lagt saman krafta sína. „Við búum yfir mikilli þekk- ingu og reynslu í sölu og þjón- ustu við fyrirtæki í mat- vælaframleiðslu. Við leggjum áherslu á fjölbreytt úrval af umbúðum og vélum fyrir sjávarútveginn og í raun matvælaiðnaðinn í heild. Þar má nefna pappakassa, plast, saltfiskkassa, bakka, íblöndunar- efni og ferskfisk- kassa, sem eru allt í senn sterkir, ein- faldir að reisa og með möguleika á prentun eftir óskum við- skiptavinarins.“ Við sameininguna opnast möguleikar til að auka úrvalið frá birgjum á þessu sviði, samhliða því að við fengum öflugan liðs- styrk er Magni Þór Samsonar- son hóf nýverið störf hjá fé- laginu en hann hefur áralanga reynslu og þekkingu í þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki. „Við erum líka með úrval af tækjabúnaði fyrir sjávarút- veginn s.s. Fomaco sprautu- söltunarvélar, Kroma flök- unarvélar fyrir makríl, pökkunarvélar, brettavafn- ingsvélar og fleira. Í þriðja lagi má svo nefna íblöndun- arefni fyrir sjávarút- veginn, hjálparefni Harðsnúinn kjarni starfsmanna í Frjó Umbúðasölunni sem þjónustar við- skiptavini í sjávarútvegi sem öðrum matvælagreinum. Frá vinstri: Ólafur Erlingur Ólafsson, Kristján Kjartans- son, Magni Þór Samsonarson, Þorkell Þorkelsson og Páll Pálsson. Frjó Quatro og Umbúðasalan hafa sameinast: Fagþekking á öll- um sviðum mat- vælavinnslunnar Fomaco sprautusöltunarvél frá Frjó Umbúðasölunni. Þ jón u sta

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.