Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 22

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 22
22 Ómengaður sjór opnar tækifæri „Á undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar í fram- leiðslu á niðursoðinni þorsklif- ur. Á sínum tíma störfuðu mörg fyrirtæki í þessum iðnaði í löndunum við Eystrasalt en með hertum kröfum Evrópu- sambandsins, m.a. vegna dí- oxínmengunar, hefur fram- leiðslan á þessu svæði lagst af og flust á norðlægari slóðir. Í dag erum við stærst í þessari framleiðslu en hana er líka að finna í minna mæli í Norður- Noregi og Rússlandi. Við getum sagt að hér birtist í sinni tær- ustu mynd þau tæki- færi sem opnast okkur vegna hreinleika sjávarins við Ísland og þeirrar ímyndar sem við höf- um. Ómengaður sjór er okkar vopn,“ segir Rolf. Gæsalifur hafsins Eins og áður segir er Akraborg stóriðja á sína vísu. Fyrirtækið framleiðir 12-13 milljónir dósa árlega af niðursoðnum afurð- um og lang stærsti hlutinn er niðursoðin þorsklifur. Auk hennar framleiðir fyrirtækið niðursoðna skötuselslifur í litlum mæli, sem og niðursoðna loðnu og svil. Fyrir innanlandsmarkað framleiðir Akraborg niðursoðna þorsklifur, þorsklifrarpaté og sælkera- loðnu og eru það einu vöru- flokkarnir sem fyrirtækið markaðssetur undir eigin vörumerki. Öll önnur fram- leiðsla er fyrir erlenda kaupend- ur og undir þeirra vörumerkj- um. „Aðalsmerki okkar er þorsklifrin sem við framleiðum fyrir viðskiptavini í Vestur- Evrópu, t.d. í Frakklandi, Þýska- landi og Hollandi en síðan fer líka umtalsvert magn til Austur- Evrópu. Í okkar viðskiptavina- hópi eru smáir aðila sem stórir, t.d. keðjur á borð við Tesco og John West þannig að viðskipta- vinahópurinn er fjölbreyttur. Þetta er líka vara sem bæði höfðar til almennra neytenda og sælkeranna enda hefur þorskalifrin oft verið kölluð Foie Gras of the Sea, eða gæsalifur hafsins. Í sögulegu samhengi er það líka þannig að þorsklifrin var notuð upp úr kreppuárun- um þegar gæsalifur var illa fá- anleg og dýr. Síðan er mjög breytilegt milli landa hversu mikil menning er fyrir notkun á þorskalifrinni en hún er víða rík og að sama skapi þá eru það okkar sterkustu markaðir,“ segir Rolf. Gæðaeftirlitið er strangt enda kröfuharðir kaupendur og hörð samkeppni á mörkuðum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.