Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 26

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 26
26 „Það má segja að ég sé með þessu að setjast hinum megin borðsins, að taka þátt í að framkvæma stefnu sem ég hef haft að aðalstarfi að móta í ráðgjafastarfi mínu síðustu ár- in. Óhætt er að segja að þetta sé líflegt og í mörg horn að líta enda er Promens að framleiða vörur sem þekktar eru út um allan heim,“ segir Hólmar Svansson, iðnaðarverkfræðing- ur MBA, sem nýverið tók við starfi sölu- og markaðsstjóra kerjasölu Promens í Evrópu. Síðustu sjö ár hefur hann starf- að sem stjórnunarráðgjafi hjá Capacent en þar áður var hann m.a. framkvæmdastjóri hjá At- vinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Hólmar stýrir sölu- og markaðs- starfi Promenskerja á Evrópu- markaði en því tilheyra verk- smiðjur Promens á Dalvík, á Spáni, og vöruhús í Álasundi í Noregi. Hólmar segir áfram unnið að endurskipulagningu á sölukerfi Promens kerja í Evrópu. „Við höfum á undanförnum misserum ráðið eigin sölumenn í stað umboðsmannanets sem áður var alls ráðandi. Með því móti fáum við betri innsýn í markaðinn og höfum betri tækifæri til að koma með sér- hæfðar lausnir í samstarfi við viðskiptavini okkar. Mikil áhersla er lögð á heimsóknir og þekkingaröflun um markaðinn Hólmar Svansson í verksmiðjusal Promens á Dalvík. Hann segir erlenda markaði að rétta úr kútnum. „Þegar komið er að fjárfestingu í nýjum verksmiðjum og búnaði er okkur mikill styrk- leiki í Sæplast vörumerkinu sem er þekkt fyrir góða hönnun og endingu beggja vegin Atlants- hafsins bæði í sjávarútvegi og kjötiðnaði. Þessi jákvæða ímynd verður seint fullmetin.“ M a rk a ðsm á l

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.