Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 16

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 16
„Verðlækkun á mjöli og lýsi síð- ustu 12 mánuði er umtalsverð. Verðlækkunin á lýsi er úr um 2000 dollurum á tonnið niður í 13-1400 dollara og mjölið hefur lækkað úr um 11 þúsund norsk- um krónum niður í um 9500 n.kr. Að baki þessari þróun eru fjölþættar ástæður,“ segir Jens Garðar Helgason hjá sölufyrir- tækinu Fiskimiðum á Eskifirði sem sérhæfir sig í sölu þessara afurða á erlendum mörkuðum. Fyrirtækið annast sölu á öllu mjöli og lýsi sem Eskja á Eski- firði framleiðir. Rannsóknir auknar á loðnulýsinu Hvað lýsið varðar segir Jens Garðar að uppistaða útflutn- ings frá Íslandi sé loðnulýsi sem selt hefur verið í framleiðslu á fóðri fyrir laxeldi. Vaxandi krafa hefur verið um að í fóðurfram- leiðsluna sé notað lýsi með háu ómegagildi þar sem smásölu- aðilar í Bretlandi gera ríkar kröf- ur til þessa þáttar og lofa kaup- endum sínum ákveðnum ómegastöðlum í hverju flaki af laxi. „Núna er svo komið að ómegastuðlarnir í hverju flaki af eldislaxi eru orðnir hærri en í flaki af villtum laxi. Íslenska loðnulýsið er sannarlega gott hráefni og hefur verið eftirsótt á mörkuðum en aftur á móti hef- ur það ekki eins há ómegagildi og spurt er eftir í dag og mætir þar af leiðandi harðri sam- keppni frá lýsi úr ansjósu frá Suður-Ameríku. Þetta atriði hef- ur því haft áhrif á sölu á lýsi að undanförnu,“ segir Jens Garðar. Liður í viðbrögðum er að á veg- um fiskimjölsframleiðenda hér á landi hefur verið hrint af stað rannsóknarverkefni á íslensku loðnulýsi sem ætlað er að leiða betur í ljós þá kosti og gæði sem þetta hráefni hefur. „Með þessari vinnu viljum við styrkja þá jákvæðu punkta sem gætu leitt af sér hækkun á verði á mörkuðum. Staðreyndin er sú að við höfum ekki haft nægjanlegar rannsóknir að baki okkur í markaðssetningu á þessari vöru og í mörgum til- fellum hafa kaupendur vitað meira um hana en við sem selj- endur. Úr þessum ætlum við að bæta og herða þannig róðurinn í markaðsstarfinu,“ segir Jens Garðar. Uppsveifla í veiðum í Perú ræður miklu Aðra sögu er að segja af verð- lækkun á íslensku fiskimjöli. Sú vara er á mörkuðum í sam- keppni við mjöl frá stórum framleiðslulöndum á borð við Perú. Fiskimjöl frá Perú er unnið úr ansjósu og þar var niður- sveifla í veiðum í fyrra. Vetrar- kvótinn þar var um 800 þúsund tonn en nú um áramótin var kvótinn hins vegar aukinn í 2,4 milljónir tonna. Þetta segir Jens Garðar að hafi haft áhrif til verð- lækkana á mjölmörkuðum. „Kína og Asíulönd eru stórir kaupendur á mjöli og þar kom upp alvarleg sýking í rækjueldi sem leiddi af sér um 50% fram- leiðslusamdrátt í fyrra. Auk Verðlækkunin á mjöli og lýsi: Fjölþættar ástæður en vonandi tímabundnar - segir Jens Garðar Helgason hjá sölufyrirtækinu Fiskimiðum á Eskifirði Stakkaskipti hafa orðið í fiskimjöls- verksmiðjum hér á landi síðustu árin og fjölgað þeim verksmiðjum sem knúðar eru með rafmagni. Jens Garðar Helgason, fram- kvæmdastjóri Fiskimiða ehf. Hann segist ekki eiga von á að Íslendingar missi viðskiptavini þrátt fyrir slaka loðnuvertíð í ár. M a rk a ðsm á l 16

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.