Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 23

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 23
23 Nýtingarhugsunin hefur aukist Sú viðhorfsbreyting að auka nýtingu sjávarfangs og auka- afurða hefur komið sér vel fyrir Akraborg. Reglugerð, sem sett var fyrir fáum árum um að kom- ið skuli með lifur að landi, skipti líka miklu máli fyrir fyrirtækið og nú er hráefnisframboðið jafnara yfir árið. Það segir Rolf mikilvægt. „Á fáum árum höfum við séð mjög mikla framför í hugsun og fólk hefur áttað sig á því að þorsklifur er verðmæt matvara en ekki bara hráefni í bræðslu. Við fáum lifur frá stórum sem smáum fyrirtækjum, smábátum jafnt sem stærri skipum og slægingarfyrirtækjum. Grund- vallaratriði í meðhöndlun á lifr- inni er það sama og með annað sjávarfang, þ.e. að flokka lifrina og ganga strax vel frá henni í kælingu. Það tryggir gæðin alla leið til okkar. Hér byrjum við á að handsnyrta lifrina en hún er flokkuð og heitreykt áður en hún er sett í dósir og soðin. Í stærstan hluta framleiðslunnar er aðeins notað lítið af salti þannig að segja má að þetta sé vara sem er eins náttúruleg og frekast getur verið,“ segir Rolf. Keppni við annað niðursoðið sjávarfang Þrátt fyrir að Akraborg hafi sterka stöðu sem framleiðandi á þorsklifur segir Rolf að fyrir- tækið sé fjarri því að vera án samkeppni á mörkuðum. Er- lendis snúi hún að framleiðend- um annarra niðursoðinna sjáv- arafurða. „Hér á Íslandi erum við ekki með mikið úrval í þessum flokk- um í matvöruverslunum en myndin er allt önnur í búðum erlendis. Þar eru jafnvel tugir vöruflokka niðursoðinna sjávar- afurða í sömu verslun sem keppa um hylli neytenda þannig að við þurfum að standa okkur í þeirri samkeppni. Við höfum á undanförnum árum þurft að mæta hækkandi hráefnisverði hér heima sem við ekki höfum getað velt út í verðlagið á er- lendum mörkuðum þannig að þetta er hörð samkeppni.“ Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar. Einar Víglundsson verskmiðjustjóri fylgist með framleiðsluvörunum streyma í gegnum vinnsluna. Allt til línuveiða www.isfell.is Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.