Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 8

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 8
F réttir „Þetta er mikil viðurkenning fyrir íslenska vísindamenn því bæði leiðum við þetta samstarf fyrirtækja og stofnana vítt um Evrópu og nýtum þá reynslu og þekkingu sem byggð hefur ver- ið upp hér á Íslandi á sviði fiski- rannsókna og fiskveiðistjórn- unar. Það er mikil samkeppni um þessa styrki en umsóknin hlaut 14 stig af 15 mögulegum og það segir mikið um stöðu ís- lenskra vísindamanna í alþjóð- legu vísindasamstarfi,“ segir dr. Gunnar Stefánsson, prófess- or við Raunvísindadeild Há- skóla Íslands sem er vísindaleg- ur verkefnisstjóri í nýju um- fangsmiklu fjölþjóðaverkefni sem 7. rannsóknaráætlun Evrópu styrkir til næstu fjögurra ára. Matís og Háskóli Íslands gegna forystuhlutverki í verkefninu sem ber heitið MareFrame en markmiðið með því er að þróa fjölstofna fisk- veiðistjórnunarkerfi og finna leiðir til að auðvelda inn- leiðingu þess í Evrópu. Verkefnisstjóri verður dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís. Hlutur Ís- lands nemur um 275 milljónum króna en heildarkostnaður við verkefnið nemur um einum milljarði króna. Þetta er meðal stærstu verkefnastyrkja sem veittir eru í Evrópu á þessu sviði. Höfum reynslu og þekkingu fram að færa Áhersla verður í verkefninu á vistvæna, sjálfbæra, félagslega og hagræna stjórnun. Þetta fel- ur meðal annars í sér samstarf við sjómenn, útgerðir og vinnsluaðila, sem og aðra þá sem hafa hagsmuni af fyrir- komulagi fiskveiðistjórnunar. Þrír af hverjum fjórum fiski- Íslendingar leiða fjögurra ára evrópskt rannsóknaverkefni um þróun fiskveiðistjórnunarkerfis: Viðurkenning fyrir íslenska vísindamenn - segir dr. Gunnar Stefánsson verkefnastjóri Reynsla Íslendinga á sviði fiskirannsókna og fiskveiðistjórnunar verður nýtt í MareFrame verkefninu. Íslensk fyrirmynd Fyrirmynd í MareFrame verk efninu er íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið en þó sér í lagi þeir þættir sem að baki því búa. Þar er átt við fisiveiðiráðgjöf, þau gögn og úrvinnsla sem hún byggir á. 8

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.