Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 17

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 17
17 heldur voru veður í Suður-Kína óvenju slæm í fyrra sem einnig leiddi af sér samdrátt í fram- leiðslu á eldisfiski í þessum heimshluta. Þegar þetta lagðist saman við stóraukið framboð á mjöli frá Perú gætti áhrifanna strax til verðlækkunar á mjöli. Við vonum hins vegar að þetta sé ekki komið til að vera heldur gangi þessar verðlækkanir aftur til baka, ekki síst í því ljósi að til lengri tíma litið hefur spurn eft- ir próteini farið vaxandi al- mennt og verð á því samhliða hækkandi,“ segir Jens Garðar. Miklar breytingar í tækni hafa orðið í fiskimjölsverksmiðj- unum hér á landi og meðal annars segir Jens Garðar aukn- um gæðum mjölsins að þakka hvaða stöðu afurðirnar hafi á mörkuðum. „Framleiðslan hér á landi hefur sannarlega tekið stakkaskiptum á síðustu 10 ár- um í mjöli og lýsi. Dæmi um það er einmitt hér hjá okkur í verksmiðju Eskju þar sem við höfum skipt yfir í framleiðslu með rafmagni í stað olíu áður. Það að geta sýnt að fram- leiðslan er með sjálfbærri orku er líka atriði sem hjálpar okkur úti á mörkuðunum. Tækni- breytingar hafa skilað auknum gæðum, að ógleymdu góðu samstarfi við útgerðir skipanna sem hafa staðið sig vel í að kæla aflann og koma þannig með hann í háum gæðum að bryggju.“ Missum ekki viðskiptavini Sýnt er að loðnuvertíðin í ár verður með allra daprasta móti og sömu sögu er að segja um vetrarvertíðina í Noregi. „Það verður mjög áhugavert að sjá hvort þetta skilar sér í hækk- andi afurðaverðum á ný. Enn er of snemmt að segja til um það og fleira kemur til, s.s. sumar- kvóti á ansjósuveiðum í Perú og fleira. En að mínu mati er ekki ástæða til að óttast að við miss- um viðskiptavini þrátt fyrir þessa slöku vertíð hér heima í ár,“ segir Jens Garðar. Fiskimjöl frá Íslandi á harðri samkeppni við mjöl úr ansjósu í Perú. Þar var kvóti stóraukinn, sem skýrir öðru fremur verðlækkanir á afurðamörkuðunum. Fiskimjölsverksmiðja Eskju á Eskifirði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.