Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 18
Vélaverkstæðið Þór ehf. í Vest- mannaeyjum, eða Þór eins og fyrirtækið er nefnt í daglegu tali, smíðar búnað fyrir skip og fiskvinnslur. Það var stofnað þann 1. nóvember 1964 og verður því 50 ára í ár. Stofnend- ur voru Garðar Þ. Gíslason, Hjálmar Jónsson og Stefán Ólafsson en árið 2000 breyttist eigendahópurinn þegar nokkrir af starfsmönnum keyptu sig inn í fyrirtækið. Óhætt er að segja að Véla- verkstæðið Þór hafi víða komið við á fimmtíu ára starfsferli. Á upphafsárunum var nýsmíði búnaðar fyrir sjávarútveginn strax fyrirferðarmikil og átti fyr- irtækið þá í samstarfi við Sig- mund Jóhannsson sem teiknaði ýmsar fiskvinnsluvélar, s.s. flokkunar- og garnhreinsivélar fyrir humar, færibönd og annan búnað fyrir fiskvinnsluhús. Enn þann dag í dag framleiðir Véla- verkstæðið Þór sleppibúnað sem Sigmund hannaði og var fyrst settur um borð í skip hér á landi árið 1981. Búnaðurinn hefur í tímans rás þróast í fram- leiðslu hjá Þór en heita má að Sigmunds sleppibúnað sé að finna í flestum skipum og bát- um hér á landi. Gjörbreyting á vinnunni í lest Í framleiðslu búnaðar fyrir skip og báta hefur fyrirtækið alla tíð lagt áherslu á að bæta öryggi og vinnuaðstöðu sjómanna. Jafnframt er horft til þess að búnaðurinn bæti meðferð afl- ans og auki þannig aflaverð- mæti. Meðal nýjunga sem fyrir- tækið hefur komið með nýlega er svokallað snúningslestar- band sem, eins og nafnið gefur til kynna, er flutningsfæriband fyrir lestar skipa. Færibandið er á snúningshring í lestarloftinu og auðveldlega er hægt að færa bandið til þannig að aflinn fari beint á þann stað í lestinni sem honum er ætlað að fara hverju sinni, hvort heldur er úti í síðum eða fyrir miðri lest. Lestarband af þessari tegund var valið þegar frystitogara HB Granda, Helgu Maríu, var breytt fyrir skömmu í sérútbúið ísfisk- skip. Búnaðurinn auðveldar vinnu fyrir þá sem ganga frá afl- anum í ker í lestunum, jafn- framt bættri aflameðferð. „Nú er slegist um að vera í lestinni,“ segja framleiðendurnir hjá Þór. Af öðrum verkefnum Þórs má nefna aðgerðarkerfi og lestarband í togskipið Þórunni Sveinsdóttur VE. Verkefni fyrir- tækisins eru fjölbreytt og má þar nefna smíði á færiböndum, krapakerjum til kælingar á fiski um borð í skipum, tækjabúnað fyrir loðnuhrognavinnslu, tanka fyrir repjuolíu, hlífar fyrir aflanema og fleira mætti nefna. Mikil þörf á iðnmenntuðu ungu fólki Forsvarsmenn Þórs segja tæki- færi í sjávarútvegi og þegar vel gangi í sjávarútvegi verði áhrif- anna strax vart í verkefnum fyr- irtækisins. Það sem helst standi í vegi fyrir frekari vexti fyrirtæk- isins sé hversu fáir velja að fara í vélsmíði/vélvirkjun og renni- smíði. „Greinin er að eldast – ef svo má segja. Nauðsynlegt er að fjölga nemendum í iðnnámi, enda er það spennandi val- kostur og greinin er orðin tækni- og tölvuvædd, öflug teikniforrit eru notuð í að teikna upp hluti, tölvustýrðir renni- bekkir og fleira,“ segja forsvars- menn Vélaverkstæðisins Þórs í Vestmannaeyjum. Vélaverkstæðið Þór í Vestmannaeyjum: Nýtt snúingsband gjörbreytir vinnu í lestum skipa 18 Lestarband frá Vélaverkstæðinu Þór komið upp í ísfisktogaran- um Helgu Maríu sl. haust. Mikil bylting er á vinnu í lest skipanna með tilkomu lestarbandsins því auðvelt er snúa færibandinu og stýra þannig aflanum þangað sem hann á að fara í lestina. T æ k n i

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.