Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 34

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 34
34 Marport setur nú á markaðinn tvo nýja nema sem byggja á nýjum A1v7 Brettum (kjarna) sem tekin voru í notkun í des- ember á síðasta ári. Annars vegar er um að ræða nýjan aflanema með tvöföldun á sendiafli miðað við eldri nema og nýjan forritanlegan tog- hraðanema. Tvöföldun sendiafls í nýja aflanemanum kemur einkum til góða þegar fiskað er á mjögu djúpu vatni eða við uppsjávar- veiðar á til dæmis makríl, segir í frétt frá Marport. „Þá skiptir hvert decibel máli þegar mikið er um truflanir. Einnig hefur hleðslutími verið styttur til muna og nú næst um það bil 70% rýmd eftir aðeins klukku- tíma hleðslu. Síðast en ekki síst hefur mælisvið halla- nema (P&R) verið aukið úr +/- 90° í +/- 180° sem kemur að miklu gagni við að fylgj- ast með hreyfing- um á poka. Ekki er óalgengt að pok- inn sé mjög óstöðugur í upp- hafi hols og þegar lítill afli er í honum og hættir þá jafnvel til að fara á hvolf. Þetta sýnir nýi neminn mjög greinilega.“ Öflugur toghraðanemi Nýjan toghraðanema frá Mar- port er hægt að forrita sem grindarnema. „Meðal nýj- unga í nemanum má nefna að mælisviðið er +/- 3 sjómílur í þverstraum og +/- 6 sjómílur á innstraum sem er nýjung þar sem ekki hefur verið hægt að mæla bakstraum í eldri gerðum nema. Einnig er P&R nú staðal- búnaður sem skiptir gríðarlega miklu máli því að ef neminn situr ekki réttur á veiðarfærinu þá bjagast allar mælingar. Sem dæmi má nefna að hver gráða í upphalla eða hliðarhalla á nem- anum orsakar lægri aflestur. Sem dæmi má nefna að 10° upphalli lækkar aflestur á inn- straum um allt að 20%. Það gef- ur því auga leið að þegar nem- inn er notaður til að stýra tog- vindum er lykilatriði að hafa þessar upplýsingar.“ Tveir nýir nemar frá Marport Nýi toghraðaneminn frá Marport. T æ k n i

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.