Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 11

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 11
11 Hjá Þorbirni starfa á milli 350 og 360 manns og eingöngu bæjarfélagið er stærri vinnuveit- andi í Grindavík. Fyrirtækið var stofnað þann 24. nóvember árið 1953. Stofnendur voru fjórir sjó- menn úr plássinu ásamt eigin- konum þeirra. Þeir voru Sigurð- ur Magnússon, Kristinn Ólafs- son, Sæmundur Sigurðsson og Tómas Þorvaldsson. Félagið rak lengstum mjög fjölþætta báta- útgerð ásamt vinnslu í landi, en þar var helst um að ræða síldar-, saltfisks-, og skreiðarverkun auk rækjuvinnslu á sjó og í landi. Saltfiskvinnslan var þó lang um- fangsmesti hluti landvinnslunn- ar. Félagið efldist og styrktist til muna 1. júlí árið 2000 þegar það sameinaðist Fiskanesi hf. í Grindavík og Valdimar hf. í Vog- um. Umtalsvert meiri afli en svipuð verðmæti Á árinu 2013 lönduðu skip Þor- björns hf. 28.119 tonnum að verðmæti 7.039 milljónir kr. Afli frystitogara var 18.438 tonn og afli línubáta 9.684 tonn. Þetta er umtalsvert meiri afli en á árinu 2012, eða sem nemur tæplega 2.500 tonnum, en verðmæti afl- ans stóð því sem næst í stað sem segir sína sögu um afurða- verðslækkanir. Eiríkur Tómasson, sonur Tómasar Þorvaldssonar, eins af stofnendum Þorbjörns, er for- stjóri fyrirtækisins en einnig vinna tvö systkini hans hjá fyrir- tækinu; Gunnar framkvæmda- stjóri og Gerður sem er gjald- keri. Við hittum Eirík að máli á skrifstofu hans hjá Þorbirni í glæsilega uppgerðu skrifstofu- húsnæði í Hafnargötu 12 þar sem áður voru verbúðir. Fyrirtækið varð sextíu ára í nóvember síðastliðnum. Haldið var upp á tímamótin með mik- illi fiskiveislu (Fish and chips) að hætti Breta. Eigendur „Fish and Chicken“, feðgarnir Hugh og James Lipscombe, sem reka 38 veitingastaði í og umhverfis London sáu um eldamennsk- una, en þeir eru stórir kaupend- ur að sjófrystum flökum af frystitogurum fyrirtækisins. Um 800 gestir, starfsmenn, fyrrum starfsmenn, viðskiptavinir og velunnarar fyrirtækisins, nutu veitinganna og tónlistar. Í gegnum tíðina hefur uppi- staðan í framleiðslu Þorbjarnar þó verið saltfiskur. Um áratuga- skeið hafa stjórnendur fyrirtæk- isins verið í miklum viðskiptum Vaktin staðin við flökunarvélina. Saltað ofan í ker.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.