Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 27

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 27
27 samhliða beinu sölustarfi. Þetta á sér einnig stað á vörusýning- um en við tökum þátt í 12-14 vörusýningum út um Evrópu í ár. Starfið er því mjög líflegt og mörg spennandi verkefni að takast á við og því þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um þegar þetta tækifæri bauðst,“ segir Hólmar. Horft til kjötiðnaðarins Sjávarútvegur hefur frá upphafi verið þungamiðjan í kerjafram- leiðslu Promens. Hólmar segir að sá markaður verði áfram mjög mikilvægur fyrirtækinu en sóknartækifæri séu í kjötfram- leiðslu og t.d. aukaafurða- vinnslu í kjöt- og fiskiðnaði. „Þróun í þessum greinum hefur áhrif á okkur og til dæmis eru meiri tækifæri fyrir okkur fólgin í þeirri þróun að hærra hlutfall fiskvinnslunnar færist úr sjófrystingu yfir í landvinnslu. Eftir sem áður fer stærstur hluti kerjaframleiðslu verksmiðjunn- ar hér á Dalvík til viðskiptavina erlendis,“ segir Hólmar. Sífelld þróun Í verksmiðju Promens á Dalvík hefur verið unnið að ýmsum þróunarverkefnum síðustu misseri sem litið hafa dagsins ljós, m.a. ker með innbyggðum nema sem móðurstöðvar hafa samband við og safna upplýs- ingum um staðsetningu og hitastig. Hólmar segist verða var við áhuga fyrirtækjanna á þessu Mind kerfi því kröfur eru sífellt að harðna og matvælafyr- irtækin stöðugt að verða betur í stakk búin að vinna með slíkar upplýsingar og sýna fram á rekjanleika og órofna kælikeðju frá veiðum í verslun. Slíkar upp- lýsingar koma til móts við kröf- ur markaðarins um aukið geymsluþol villtra sjávarafurða án aukaefna „Þróunin er ekki einungis í kerjunum okkar held- ur ekki síður í framleiðsluað- ferðum. Í fyrra tók verksmiðja okkar á Dalvík í notkun raf- knúinn hverfisteypuofn, þann fyrsta sinnar tegundar í heimin- um og er reynslan af honum góð. Út frá umhverfislegu sjón- armiði er einnig gott að geta haldið á lofti að hluti kerjafram- leiðslunnar sé knúinn endurnýj- anlegum innlendum orku- gjafa,“ segir Hólmar „Síðan erum við stöðugt að vinna að þróun öryggisþátta, hvernig kerin eru hönnuð út frá öryggi í stöflun, viðgerðum, löndunum og fleira mætti nefna. Allt skiptir þetta við- skiptavini okkar miklu máli,“ segir Hólmar. Afmælisár og aukin bjartsýni á mörkuðum Hafið er 30 ára afmælisár fram- leiðslu Sæplastkerjanna á Dalvík og því verður fagnað með viðeigandi hætti. Útflutn- ingur kerjanna frá Sæplasti hófst strax á fyrstu árum fram- leiðslunnar á Dalvík og verk- smiðjan skipaði sér fljótt á bekk með öflugustu útflutningsfyrir- tækjum í iðnaði á Íslandi. Hólm- ar segir vörumerkið Sæplast mjög sterkt erlendis og hann segist skynja aukna bjartsýni í Evrópu. „Já, ég finn fyrir aukinni bjartsýni á meginlandi Evrópu og áhugi á fjárfestingum er að aukast. Jafnvel á mörkuðum í Suður-Evrópu, þvert á það sem margir kynnu að halda. Ég hef trú á að þetta ár verði talsvert betra en þau síðustu og að botni hins efnahagslega öldu- dals sé á vissan hátt náð. Þegar komið er að fjárfestingu í nýjum verksmiðjum og búnaði er okk- ur mikill styrkleiki í Sæplast vörumerkinu sem er þekkt fyrir góða hönnun og endingu beggja vegna Atlantshafsins bæði í sjávarútvegi og kjöt- iðnaði. Þessi jákvæða ímynd verður seint fullmetin,“ segir Hólmar. Hólmar Svansson, nýr sölu- og markaðsstjóri hjá Promens Dalvík hf.: Úr ráðgjöf í markaðsstjórnun Hólmar Svansson í verksmiðjusal Promens á Dalvík. Hann segir erlenda markaði að rétta úr kútnum. „Þegar komið er að fjárfestingu í nýjum verksmiðjum og búnaði er okkur mikill styrk- leiki í Sæplast vörumerkinu sem er þekkt fyrir góða hönnun og endingu beggja vegin Atlants- hafsins bæði í sjávarútvegi og kjötiðnaði. Þessi jákvæða ímynd verður seint fullmetin.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.