Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 33

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 33
og bolfiski. Flakavinnsla verður um borð og einnig surimi- vinnslulína en hún byggir á að fiskurinn er hakkaður um borð og fer í sérstaka línu þar sem mótaðir eru surimi-fiskstautar. „Síðan er bræðsla um borð þannig að þetta er skip með mjög mikinn vinnslubúnað. En að öðru leyti er skipið nokkuð hefðbundinn frystitogari. Þó þurfum við að taka tillit til þess í hönnuninni að aðstæður eru þröngar í heimahöfn skipsins og aðalmál og djúprista eru samkvæmt því,“ segir Hjörtur. Ísfisktogarar í farvatninu Hjörtur segir ýmsar vís- bendingar um að fjárfestingar útgerða hér á landi fari nú vax- andi. „Við vitum af nokkrum út- gerðum sem hafa spurst fyrir um hönnun og hugmyndir. Ný uppsjávarskip eru þegar í smíð- um erlendis fyrir íslenskar út- gerðir en við finnum líka fyrir áhuga á endurnýjun ísfisktogar- anna enda flest skipin í þeim flota orðin um og yfir 30 ára gömul. Þar eru menn að velta fyrir sér 50-55 metra vel búnum skipum til ísfiskveiða og í lausn- um okkar höfum við lagt áherslu á búnað til að nýta afl- ann sem best um borð og að vanda kælingu og aflameðferð. Síðan eru þættir í okkar lausn sem snúa að sem mestri orku- nýtingu og aðbúnaði áhafnar,“ segir Hjörtur og undirstrikar að stóra málið í hönnun nýrra ís- fiskskipa sé aflameðferðin um borð. Navis hefur einnig kynnt nýtt keraflutningskerfi um borð í lestum ísfiskskipanna sem auðveldar alla lestarvinnu og bætir hráefnismeðhöndlun. „Ég hef trú á að fyrr en síðar munum við semja um verk af þessum toga hér heima. Það er orðið tímabært,“ segir Hjörtur. Starfsmenn Navis hafa í mörg horn að líta næstu mánuði, enda stór verkefni í skipahönnun á borðum þeirra. Sjófuglar skráðir sem meðafli Lundi verður nú skráður sem afli, komi hann í net fiskibáta. Gerðar hafa verið breytingar á eyðublöð- um afladagbóka í því skyni að auka upp- lýsingar um meðafla. Á netaveiðum er al- gengt að t.d. sjófuglar og hnísur komi í netin og þrátt fyrir að ekki hafi verið talið að þetta hafi áhrif á stofna tegundanna hafa skipstjórnarmenn á síðustu árum skráð þennan meðafla samhliða fiskafla í afladagbækur. Fiskistofa, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Hafrann- sóknastofnun og Landssamband smá- bátaeigenda hafa unnið að bættri skrán- ingu meðafla og hefur nú skráningar- eyðublöðum verið breytt til að auðvelda skráninguna. „Markmið þessa er að afla meiri og áreiðanlegri gagna um meðafla og treysta þannig mat á umfangi hans. Þess er vænst að skipstjórnarmenn og sjómenn almennt leggist á árarnar með þessum aðilum í því skyni að gera skráningu og mat á meðafla hér við land sem áreiðanlegast á komandi árum, og bæta þannig umgengni um auð- lindir Íslandsmiða,“ segir í frétt af vef Fiskistofu um þessa reglugerðar- breytingu. 33

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.