Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 25

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 25
25 yfirförum marga þætti í búnaði skipanna í þessum heimsókn- um og síðan skipsskrokkana sjálfa sem segja má að séu hvað mikilsverðustu þættirnir. Í stál- skipunum þykktarmælum við stálið en ef rafútleiðsla verður í skipunum getur stálið í botni tærst á mjög skömmum tíma. Í skoðununum er farið yfir botn- loka og annan botnbúnað, skrúfuöxla og margt fleira. Við staðfestum að búnaður sé í lagi eða að eitthvað þurfi að lag- færa innan tiltekins tíma. Þriðji valkosturinn, sem er sjaldgæfur eins og áður segir, er að ástand sé þannig að skip megi ekki sigla,“ segir Stefán Hans. Skoðað í höfnum um allt land Skipaskoðanir fara þannig fram að eigendur sjófara hafa sam- band við Frumherja og panta skoðanir. Eftir samkomulagi er þeim síðan fundinn tími og fara starfsmenn Frumherja um landið og skoða skip og báta í höfnum þar sem um er beðið. „Við röðum því skoðunum gjarnan saman þannig að ferð- irnar nýtist vel og förum margar slíkar á ári. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel,“ segir Stefán Hans. Til skipaskoðana heyra bæði stál-, tré- og plastskip. Frum- herji annast einnig skoðanir og eftirlit á nýjum skipum í smíð- um hér á landi. Þetta á sérstak- lega við um framleiðendur smábáta en nokkur slík fyrirtæki eru hér á landi. „Í sumum tilfellum höfum við með höndum eftirlit fyrir kaupendur í viðkomandi lönd- um til að tryggja að bátarnir uppfylli allar þær kröfur sem gerðar eru í viðkomandi landi. Þá koma aðilar frá heimalandi kaupanda hingað til að gera lokaúttekt en í sumum tilvikum, t.d. vegna báta sem fara á Nor- egsmarkað, fylgjum við ferlinu allt til loka og framkvæmum lokaskoðun áður en bátarnir fara til kaupenda. Okkar verk- efni eru því fjölþætt og mikil- vægt að hafa innanborðs starfs- menn með sérþekkingu og reynslu,“ segir Stefán Hans en í dag eru fjórir fastir starfsmenn á skipaskoðunarsviði Frumherja og tveimur starfsmönnum er bætt við á mestu álagstímum. Stefán Hans Stephensen, sviðsstjóri skipaskoðunarsviðs Frumherja hf. Nýir eigendur Frumherja Um síðustu áramót lauk fjárhagslegri endurskipulagningu Frumherja hf. þegar Íslandsbanki eignaðist 80% í félaginu en samhliða keyptu Orri Vignir Hlöðversson framkvæmdastjóri og Ásgeir Baldurs stjórnarformaður 20% hlut í félaginu. Áætlað er að í framhaldinu verði hlutur Íslandsbanka seldur og er áformað að hefja söluferlið á næstu 12 mánuðum. Í heild starfa um 110 manns hjá Frumherja hf. og dreifist starfsemin um allt land. Orri segist hafa mikla trú á framtíðarmöguleikum félagsins. „Áfram eru aðal áherslur okkar á bifreiðaskoðun, skipaskoðun, fast- eignaskoðun, löggildingar mælitækja, rafmagnsskoðanir og umsýslu með orkusölumælum ásamt fleiri þáttum eins og framkvæmd ökuprófa fyrir Samgöngustofu. Við höfum samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu unnið að ákveðinni endurskoðun á starf- seminni og lítum björtum augum til framtíðar, nú þegar áföngum er náð í þessari vinnu,“ segir Orri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.