Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 6

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 6
6 Á það hefur verið bent í ræðu og riti að undanförnu að gera þurfi átak í því að skapa íslenskum sjávarafurðum sterkari ímynd á erlendum mörkuðum. Á sínum tíma voru ráðandi stór sölufyrirtæki sjávarafurða en síðan þróuðust sölumálin í fleiri áttir og sér í lagi stærri fyrirtækin tóku sölumálin sjálf í sínar hendur. Ekki er vafamál að þau gera vel í sínu markaðsstarfi en þær spurningar hafa skotið upp kollinum hvort með tímanum hafi sérstaða og ímynd íslenskra fiskafurða gefið eftir. Vitað er að Norðmenn hafa verið að styrkja sig á þessu sviði, efla gæðaímynd norskra sjávarafurða. Sem snertir okkar stöðu á mörkuðum með beinum hætti. Viðar Garðarsson, ráðgjafi hjá markaðsmenn.is, gerir þessi mál að umtalsefni í grein í blaðinu Sóknarfæri nýverið. Hann segir áherslur Norðmanna vera á uppbyggingu vörumerkjavirðis, þ.e. „Norge - seafood from Norway“. Viðar segir tölur úr markaðsrannsóknum staðfesta verulegan ávinning Norðmanna af þessu starfi og nefnir sem dæmi að í Portúgal hafi 25% kaupenda saltfisks valið þann norska umfram aðra framleiðendur árið 2003 en árið 2012 var hlutfallið komið í 70%. Viðar bendir einnig á að í Frakklandi hafi neysla á norskum eldislaxi tvöfaldast á tímabilinu 2000-2010. Bent er í grein Viðars á að grunninn að faglegu markaðsstarfi verði að leggja með markaðsrannsóknum sem varpi ljósi á stöðuna eins og hún er í dag. Rannsaka verði hver vitundin um vörumerki íslensks fisk sé meðal mismunandi markhópa í mismunandi löndum. Að sama skapi verði að bera saman ímynd íslenska fisksins á mörkuðunum og ímynd afurða samkeppnisaðilanna. „Ef ekki er ljóst hvert á að stefna og ekki er vitneskja um stöðuna er lagt er af stað verður markaðsstarfið allt ómarkvisst,“ segir Viðar og heldur áfram: „Útflytjendur sjávarafurða verða að sýna frumkvæði og samstöðu og lyfta íslenskum sjávarafurðum á þann stall sem þeim ber í hugum mismunandi markhópa um heim allan. Markaðsskrifstofa sjávarútvegsins í eigu útflytjenda, þar sem markvisst væri verið að byggja upp verðmæti vörumerkja íslensks sjávarútvegs, þarf að verða að verða að veruleika fyrr en seinna. Það er glórulaust kæruleysi að sitja aðgerðarlaus hjá og bíða eftir opinberum aðila og horfa á samkeppnislöndin vinna keppnina um hið huglæga mat markhópsins.“ Jóhann Ólafur Halldórsson ritstjóri skrifar Íslenskur fiskur og ímyndin Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Inga Ágústsdóttir. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5100 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið. MAKING MODERN LIVING POSSIBLE Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is Danfoss stjórnbúnaður fyrir íslenskan iðnað Rofabúnaður • Mjúkræsar • Segullokar Hitastillar • Hitanemar Stjórnbúnaður með áratuga reynslu við íslenskar aðstæður Hitaliðar • Þrýstiliðar • Þrýstistillar • Þrýstinemar R itstjórn a rp istilll

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.