Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 12

Ægir - 01.01.2014, Blaðsíða 12
við sömu ættirnar í Suður- Evrópu. Þorbjörn gerir út fjóra, stóra línubáta og þrjá frystitogara. „Við ætlum að breyta út- gerðinni á frystitogurunum og fækka um einn,“ segir Eiríkur. Hjá fyrirtækinu starfa 350- 360 manns en ársstörf eru um 280. Þessi munur helgast af tvö- földu kerfi á frystitogurunum og að hluta til á línubátunum. Eiríkur segir að það sé góður gangur í Grindavík. Þar séu öfl- ug fyrirtæki, eins og Þorbjörn, Vísir, Stakkavík og Einhamar og auk þess hafi bæjarfélagið efn- ast ágætlega þegar það seldi hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja. Eiríkur segir að fyrirtækjunum hafi einnig borið gæfa til að starfa saman. Þannig eiga Þor- björn og Vísir saman fyrirtækið Haustak sem er með þurrkun á hausum og beinum. Þar er ver- ið að setja upp verksmiðju sem bræðir slóg. Mikil aukning hefur orðið á undanförnum misserum á út- flutningi á ferskum fiski og þar hefur Þorbjörn einnig látið að sér kveða. Eiríkur segir þó stærstan hluta starfseminnar vera saltfiskvinnslu og vinnslu á sjófrystum fiski. „Við veiðum þorsk að mestu leyti á línubátunum og er hann unninn í landi en frystitogararn- ir veiða og vinna aðrar tegundir að mestu. Spánn, England og Asía eru stærstu markaðirnar en við seljum fisk í rauninni út um allan heim.“ Vonum að stjórnmálamenn sjái ljósið Þorbjörn hefur ekki farið varhluta af afurðaverðslækkun- um frekar en önnur útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins. „Á síðasta ári var að meðaltali 15-18% lægra verð á sjófrystu afurðunum en árið á undan en verðlækkun á saltfiski var um 25%. Ofan í þessar lækkanir kom síðan þetta háa auðlinda- gjald sem okkur er gert að greiða. Þetta var því erfitt ár að flestu leyti. Það sama er að ger- ast í uppsjávarveiðunum. Þar er verðið að lækka verulega en veiðigjaldið var hækkað,“ segir Eiríkur. Hann segir að verðlækkunin og veiðigjaldið hafi haft alvar- legar afleiðingar fyrir sjávarút- veginn og landsbyggðina þar sem um 80% atvinnugreinar- innar er. „Við þurfum að leggja til hliðar öll áform um þróun og breytingar. Það verður lítið fjár- fest í svona árferði og rekstur- inn snýst um að spara og þjappa saman í starfseminni og þetta á við um alla í greininni. En við vonum að stjórnmála- menn sjái ljósið og geri sér grein fyrir því að það er ekki hægt að blóðmjólka greinina.“ Slógið verður að heilsuvörum Gríðarleg verðmætaaukning á sér stað innan sjávarútvegsins með fullnýtingu á sjávarafurð- um og segir Eiríkur að með til- komu kvótakerfisins hafi orðið mikil breyting til hins betra á því hvernig auðlindin er nýtt. Auk þess að nýta hausa og bein í fyrirtækinu Haustaki er Þor- björn meðeigandi að fyrirtæk- inu Codland. Það skapar sér sér- stöðu með því að bjóða upp á lausnir sem byggja m.a. á sér- hannaðri verksmiðju sem breyt- ir afgangs hráefni í heilsutengd- ar vörur ásamt auðlindarsetri sem sérhæfir sig í þróun, rann- sóknum og nýsköpun á sjávar- tengdum vörum. Fyrstu heildstæðu lausnina undir merkjum Codland er að finna í Grindavík. Þar er staðsett heilsuvöruverksmiðja sem nýtir afgangs slóg frá sjávarútvegi og breytir því í hágæða mjöl og hrálýsi, ásamt ensímfram- leiðslu. Við hlið heilsuvörur- verksmiðjunar er þurrkverk- smiðja Haustaks sem sérhæfir sig í þurrkun á fiskhausum og beingörðum. Höfum áður séð dimma dali „Í gegnum þessi 60 ár höfum við áður þurft að fara í gegnum dali og suma dimma. Við höf- um líka átt okkar hæðir og þannig heldur þetta áfram. En það þarf að huga endurnýjun á framleiðslutækjunum og þetta kemur allt smám saman. Skipin í útgerð á Íslandi eru öll gömul og þeim hefur verið vel við haldið. En rekstrarkostnaður þeirra er of hár. Í einum bátnum okkar er aðalvélin t.d. frá 1967. Það er kominn tími á endurnýj- un en við verðum að tjalda því sem til er meðan ástandið er eins og það er. Næstu verkefni eru á þessu sviði þegar hagur fyrirtækjanna leyfir,“ segir Eirík- ur. Lítið fjárfest að sinni „Við þurfum að leggja til hliðar öll áform um þróun og breytingar. Það verður lítið fjárfest í svona árferði.“ Flökin færast eftir færibandi á milli vinnslustöðva hjá Þorbirni. Toghlerar frá Morgére hafa fyrir löngu sannað sig hér á landi. Þeir eru auðveldir í notkun og þarfnast lítils viðhalds. Álagsfletir eru sérstyrktir fyrir íslenskar aðstæður, skór eru heilsteyptir og ásoðnir á tank sem tryggir lengri endingu. Í vörulistanum á www.isfell.is er að finna ítarlegar upplýsingar um hlera. Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna! Toghlerar VO3 DELTA Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is www.isfell.is Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður OF PV3 12

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.