Morgunblaðið - 02.01.2015, Síða 7

Morgunblaðið - 02.01.2015, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015 MORGUN Það var vetrarlegt um að litast í Laugardalnum í Reykjavík í gær en snjórinn þakti þar hvern krók og kima. Var það í anda veðursins í desember þegar mjög kalt var yfirleitt á landinu og talsverður snjór og klaki á jörðu þótt síðasta ár hafi í heild einkennst af veðursæld, var raunar það hlýjasta frá upphafi mælinga á nokkrum landsvæðum. Vetrarlegt í Reykjavík á nýársdag Morgunblaðið/Ómar Snævi þakinn Laugardalurinn tók á móti nýju ári í gær BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vinna við átaksverkefni við ljósleið- aravæðingu í dreifbýli hefst á þessu ári, að því kom fram í áramótaávarpi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Á fjárlögum þessa árs er varið 300 milljónum króna til fyrsta áfanga í fyrirhugaðri nýrri fjarskiptaáætlunar til fjögurra ára. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður stjórnar Fjarskiptasjóðs, sagði að beðið væri eftir niðurstöðum starfs- hóps um alþjónustu í fjarskiptum, til þess að hægt verði að ganga frá nýrri fjögurra ára fjarskiptaáætlun. Hún sagði hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum vera fyrsta á dagskrá. Starfshópur um alþjónustu í fjar- skiptum stefnir að því að skila til- lögum til innanríkisráðherra um miðjan janúar, að sögn Haraldar Benediktssonar, alþingismanns og formanns starfshópsins. Þá verður hægt að ljúka við gerð næstu fjar- skiptaáætlunar. Hann sagði að hópurinn hefði far- ið yfir alþjónustukerfið auk þess að gera tillögur um hvernig bæta mætti og styrkja fjarskiptasamband. Mið- að er við að ná tengihraða að lág- marki 50-60 Mb/s og vonandi enn meiri svo hægt verði að tala um al- vöru háhraðanet. Starfshópurinn vill vinna að því að ljósleiðarakerfi í dreifbýli verði komið upp á 4-5 ár- um. Hvort sem um verður að ræða meiri eða minni flutningshraða. Haraldur sagði að fyrirtæki sem keppa á fjarskiptamarkaði sjái að mestu um þéttbýlisstaðina. Starfs- hópurinn er að ljúka við greiningu á kostnaði við lagningu ljósleiðara þar sem er markaðsbrestur, þ.e. á svæð- um sem fjarskiptafyrirtækin sinna ekki. Fjármagni sem varið er á fjár- lögum til fjarskiptaáætlunar er ætl- að að stærstum hluta að stuðla að hringtengingu ljósleiðara á Vest- fjörðum og einnig á utanverðu Snæ- fellsnesi. Þá á að tengja þétt- býlisstaði eins og Drangsnes, Kópasker og Raufarhöfn. Verið er að skoða nýja nálgun varðandi hringtengingu Vestfjarða. „Ég tel að þar sé nálgun sem við þurfum að beita, ný kynslóð fjar- skiptafyrirtækja,“ sagði Haraldur. „Þeir sem eiga ljósleiðarakerfi á hlutum svæðisins geta sameinað þau í eitt kerfi auk þess sem það verður lagður nýr ljósleiðari frá Brú í Hrútafirði og alla leið í Súðavík. Þar með verður búið að hringtengja Vestfirði.“ Með þessu yrði tekin sú stefna að byggja upp eitt meginkerfi til gagnaflutninga í stað margra kerfa. Með því spöruðust miklir fjár- munir. Haraldur sagði að þróunin í fjarskiptamálum víðast hvar í Evr- ópu væri í þessa átt. Hann sagði að Ísafjarðardjúpsverkefnið yrði próf- steinn á hvort hægt yrði að fá hags- munaaðila til samstarfs um slíka uppbyggingu. Víða um land hafa sveitarfélög, einstaklingar eða sjálfstæð félög byggt upp staðbundin gagnaflutn- ingakerfi. Haraldur benti á að ríkið hefði fjárfest í ljósleiðaratengingum á milli orkumannvirkja bæði Lands- virkjunar og Landsnets. Hann sagði að starfshópurinn hefði viljað láta meta samlegðaráhrif með samteng- ingu þessara ljósleiðarakerfa. Síðust en ekki síst eru þau miklu samlegðaráhrif sem felast í því að leggja ljósleiðara samtímis lagningu þriggja fasa rafstrengja í jörð að sveitabæjum. Haraldur sagði að 60- 70% af kostnaði við lagningu ljós- leiðara væri jarðvinnan. Því fylgdi lítill aukakostnaður að leggja ljós- leiðara og rafstreng samtímis. Átak í ljósleiðaravæðingu dreifbýlisins  Hringtenging ljósleiðara á Vestfjörðum er fyrst á dagskrá  Nýrri nálgun beitt þar sem stefnt er að samvinnu ólíkra hagsmunaaðila við uppbyggingu sameiginlegs gagnaflutningakerfis á ljósleiðara Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ljósleiðari lagður Áform eru uppi um að ljósleiðaravæða sveitir landsins á næstu árum. Átakið hefst á þessu ári og verða Vestfirðir hringtengdir. Arnbjörg Sveinsdóttir Haraldur Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.