Morgunblaðið - 02.01.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.01.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015 Náðu þér í aukin ökuréttindi Fagmennska og ökufærni í fyrirrúmi Öll kennslugöng innifalin www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 og 894 2737 • Opið 10-17 alla daga Næsta námskeið hefst 7. janúar ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku Meirapróf Þekking og reynsla í fyrrirúmi Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Á árinu 2014 voru 1.269 hross flutt frá landinu til 20 landa samkvæmt upplýsingum úr Worldfeng, upp- runaættbók ís- lenska hestsins. Fjöldinn er svip- aður og frá árinu 2010, hrossin sem fóru út árið 2014 eru örlítið fleiri en árið 2013 en þá fóru 1.236 hross til 18 landa. Munurinn er þó ekki marktækur. Hins vegar eru mun færri hross flutt út í ár en árið 2009 en þá fóru 1.588 hross úr landi. Líklegt þykir að erlendir kaup- endur hafi nýtt sér veika stöðu krón- unnar á þeim tíma eftir efnahags- hrunið og keypt hross. Hrossin fara langflest til Evrópu. Á síðasta ári fóru flest hrossanna til Þýskalands og er það sambærilegt við árin á undan. Mörg hrossanna fara einnig til annarra landa á Norðurlöndum, og af þeim fara flest til Svíþjóðar og þá til Danmerkur og Noregs. Fleiri hross fóru til Bretlands árið 2014 alls 10 en árið 2013 voru þau þrjú talsins. Fjögur íslensk hross fóru alla leið til Ástralíu en ekkert fór þangað árið 2013. Þá var eitt hross flutt til Liech- tenstein og Ítalíu. Hrossin sem flutt eru út eru fyl- fullar merar, dýrir keppnishestar, stóðhestar, reiðhestar og allt þar á milli, að sögn Kristbjargar Eyvinds- dóttur, sem er einn af stærstu hrossaútflytjendum. „Þetta er svip- að og síðustu ár og það er gott að halda í horfinu,“ segir Kristbjörg. Hún bendir á að sveiflurnar í út- flutningi hrossa séu oft háðar ýms- um utan að komandi þáttum. Í því samhengi nefnir hún að þegar Eyja- fjallajökull gaus um árið hafi hest- eigendur, sem áttu hross hér á landi, viljað fá þau út til sín því þeir hafi óttast um þau en sá ótti var ástæðu- laus. Kristbjörg bendir á að atvinnu- greinin hestamennska er nátengd efnahagsástandinu. Þegar fólk hafi minna á milli handanna þá eyði það síður peningum í áhugamálið sitt. „Það eru sóknarfæri á nýju ári og við viljum alltaf gera betur,“ segir Kristbjörg að lokum. Útflutningur svipaður milli ára Hross Svipaður fjöldi hefur verið fluttur út frá 2010.  Flest hross flutt til Þýskalands Útflutningur hrossa 2014 Heildarfjöldi útfluttra hrossa 1269 til 20 landa Heimild: Worldfengur, upprunaættbók íslenska hestsins vÞýskaland Svíðþjóð Danmörk Austurríki Sviss Noregur Holland 594 153 130 94 75 55 45 Morgunblaðið/RAX Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Starfsmaður í hálfu starfi verður ráðinn á þessu ári til að vinna áfram að verkefninu um Bóka- bæina austan- fjalls. Hvera- gerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus og Sveitar- félagið Árborg munu greiða launakostnað starfsmannsins. Bókabæirnir austanfjalls er klasasamstarf nokkurra aðila sem stefna að aðild að alþjóða- samtökum bókabæja. Afskaplega ánægð „Við erum afskaplega ánægð með þetta. Það verður auðveldara að halda þessu gangandi þegar starfsmaður verður kominn,“ segir Rannveig Anna Jónsdóttir, ein af driffjöðrum þess að koma Bóka- bæjunum austanfjalls á laggirnar. Hópurinn sem stendur að fram- takinu er fjölmennur. Óhætt er að segja að margt hafi gerst á því eina og hálfa ári frá því að fyrsti fundur Bókabæjanna austanfjalls var haldinn í ágúst árið 2013. Und- irtektirnar við verkefninu urðu strax góðar og boltinn hefur haldið áfram að rúlla. „Stóra markmiðið er, að um leið og gestir koma inn í sveitarfélögin viti þeir að þeir eru komnir inn í bókabæ þar sem bærinn ber þeirri starfsemi allri merki.“ Á nýju ári verður málaður vegg- ur á Fjölbrautaskóla Suðurlands sem sýnilegt merki um að Selfoss sé bókabær með meiru. Næsta skref er að halda barna- bókmenntahátíð í sumar. Unnið er að því að hrinda því í framkvæmd. Rannveig Anna, sem er oftast kölluð Anna, bendir á að hug- myndirnar um hvernig gera megi bókmenningu hátt undir höfði á svæðinu séu óþrjótandi. Hún nefn- ir sem dæmi að þau langi til að fornbókabúðir verði m.a. í Hvera- gerði, Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn líkt og er á Selfossi. Spurð hvort bókabæirnir séu hugsaðir til að laða að ferðamenn segir hún að það verði eflaust með tímanum. „Sígandi lukka er best og við viljum hafa það að leið- arljósi,“ segir Rannveig Anna. Hún segir smæð bæjanna ekki standa þeim fyrir þrifum. „Þótt við séum fámenn eigum við frábæra höfunda.“ Heimasíða Bókabæjanna aust- anfjalls var opnuð nýlega og hægt er að skoða hana á www.boka- baeir.is. „Sígandi lukka er best“  Bókabæirnir austanfjalls fá starfsmann í hálft starf  Stefnt á að halda barnabókmenntahátíð í sumar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bókabæir austanfjalls Verkefnið fær byr undir báða vængi eftir að sveit- arfélögin standa saman að því að greiða starfsmanni laun í hálfu starfi. Bókabæirnir austanfjalls » Markmiðið er að um leið og gestir koma inn í bæina viti þeir að þeir eru komnir inn í bókabæ. » Samstarfsverkefni sveitar- félaganna þar sem íbúar fá tækifæri til að láta ljós sitt skína. » Metnaðarfull verkefni og stefnan sett á að halda barna- bókmenntahátíð í sumar. Rannveig Anna Jónsdóttir Olíufélögin lækkuðu öll verð á elds- neyti um áramótin í kjölfar þess að efra þrep virðisaukaskatts lækkaði úr 25,5% í 24%. N1 reið á vaðið og sendi frá sér tilkynningu laust eftir miðnætti á nýársnótt þar sem fram kom að verð á lítra bæði af bensíni og dísil- olíu lækkaði um þrjár krónur. Í kjölfarið lækkuðu hin olíufélögin einnig verð á eldsneyti, mismikið þó. Bensínlítrinn kostar nú frá 203,50 krónum til 205,90 króna og lítri af dísilolíu frá 206,50 til 207,40 króna eftir félögum. Er Orkan með lægsta verðið. Eldsneytisverð lækkaði um áramót Eldsneyti Verð á bensíni og olíu lækkaði. Velferðarráðuneytið hefur lagt fram til umsagnar drög að þingsályktun- artillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2015-2019. Frestur til að skila umsögnum er til 13. janúar. Í drögunum er lögð áhersla á fjórar stoðir: Samfélag, fjöl- skyldu, menntun og vinnumarkað. Varðandi menntastoð er m.a. fjallað um að auka vægi móðurmálskennslu hjá nemendum í leik-, grunn-, og framhaldsskólum. Einnig er fjallað um að efla gæði íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra, vonast til að hægt verði að leggja þingsályktunar- tillöguna fram á vorþingi. „Við höfum þróað kennsluaðferðir í íslensku fyrir útlendinga. Nú teljum við mikilvægt að skoða hvað hefur raunverulega skilað árangri. Við þurfum að bjóða fólki sem kemur og vill taka þátt í þjóðfélaginu okkar bestu mögulega kennslu í tungumál- inu. Allar rannsóknir sýna að íslensk- an skiptir miklu máli til að fólk geti tekið þátt í samfélaginu.“ Eygló sagði að góð kunnátta í móð- urmáli væri mikilvæg þegar kæmi að því að læra önnur tungumál, þar á meðal íslensku. Þarna væri tillaga um að börn innflytjenda fengju bæði tungumálakunnáttu sína metna og eins stuðning við að ná góðum tökum á sínu móðurmáli. gudni@mbl.is  Velferðarráðuneytið kynnir drög að þingsályktunartillögu Áætlun um mál innflytjenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.