Morgunblaðið - 02.01.2015, Side 13
Guðm. Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Íslensk ungmenni í síðasta bekk
grunnskóla vörðu á árinu 2012
að jafnaði rúmum fjórum stund-
um á viku til að vinna heima-
vinnu í tengslum við skóla.
Er þetta einni stund minna en
jafnaldrar þeirra vörðu að með-
altali í löndum Efnahags- og
framfarastofnunarinnar, OECD,
en þó rúmri klukkustund meira
en finnskir skólanemendur vörðu
í heimalærdóm. Lengst sátu 15
ára unglingar í Shanghaí í Kína
við heimalærdóminn eða í nærri
14 stundir í hverri viku að jafnaði.
OECD vann þessar tölur úr
svonefndri PISA-könnun, sem
gerð er með reglulegu millibili
meðal 15 ára nemenda í aðild-
arríkjum OECD og löndum sem
hafa gert samsstarfssamninga
við stofnunina, svo sem Rúss-
landi og sjálfstjórnarhéruðum í
Kína.
Segir ekki alla söguna
Fram kemur að fjöldi heima-
námsstunda segi þó ekki alla
söguna. Börn í Suður-Kóreu
læra til dæmis heima í þrjár
stundir á viku að jafnaði en njóta
einnig einkakennslu í 1,4 tíma að
jafnaði á viku og að auki eru þau
í aukatímum utan skólatíma í 3,6
stundir á viku að meðaltali.
OECD segir að efnahagur for-
eldra virðist hafa nokkur áhrif á
heimanám barnanna. Börn í efn-
uðum fjölskyldum verja að jafn-
aði 1,6 stundum meira á viku í
heimanám en börn á efnaminni
heimilum. Stofnunin segir að
þetta kunni að stafa af því að bet-
ur stæðu börnin eigi auðveldara
með að finna afdrep til að sinna
náminu og fái einnig hugsanlega
meiri hvatningu en þau sem búa
við þrengri kost.
OECD segir að tengsl séu á
milli þess hve ungmenni verji
löngum tíma í heimanám og þess
hvernig þeim gengur í PISA-
prófum, einkum í stærðfræði-
hlutanum. Hins vegar virðist
aukið heimanám ekki hafa áhrif á
það hvernig skólakerfi í ein-
stökum löndum koma út úr þess-
um prófum. Það bendi til þess að
aðrir þættir, eins og gæði kennsl-
unnar og hvernig skólastarf er
skipulagt, skipti meira máli þeg-
ar á heildina er litið.
Dregur úr heimanámi
Samanburður á PISA-könnun-
um sem gerðar voru árin 2003 og
2012 sýndi að úr heimanámi dró á
tímabilinu í 31 landi af 38 sem
tóku þátt í könnununum báðum.
Árið 2003 vörðu nemendur að
jafnaði 5,9 stundum í heimanám á
viku eða rúmri stund meira en ár-
ið 2012. Mest dró úr heimanámi
ungmenna í Grikklandi, Ung-
verjalandi, Lettlandi, Rússlandi
og Slóvakíu, eða um þrjár stundir
á viku að jafnaði. Á Íslandi drógu
nemendur lítillega úr heimanámi
á tímabilinu. Tími til heimanáms
lengdist aðeins í tveimur löndum,
Ástralíu og Austurríki.
OECD segir að minnkandi
heimanám kunni að stafa af breyt-
ingum á því hvernig ungmenni
verja frítíma sínum og endur-
spegli aukið mikilvægi tölva og
netsins í daglegu lífi þeirra. Þá
kunni þetta einnig að stafa af
breyttri afstöðu kennara til
heimanáms en niðurstöður úr
PISA-könnun sem gerð var árið
2009 bentu til þess að lítill ávinn-
ingur væri af lengra heimanámi
en sem svaraði til fjögurra stunda
á viku.
Hve löngum tíma vörðu 15 ára
unglingar í heimanám
Stundir á viku, nokkur lönd
Shanghaí-Kína
Rússland
Singapúr
Kasakstan
Ítalía
Írland
Rúmenía
Eistland
Litháen
Pólland
Spánn
Ungverjaland
Lettland
Bandaríkin
Ástralía
Króatía
Holland
Búlgaría
Taíland
Belgía
Kanada
Grikkland
Taívan
Frakkland
Albanía
Bretland
Þýskaland
Noregur
Ísrael
Austurríki
Serbía
Danmörk
Svartfjallaland
Tyrkland
ÍSLAND
Sviss
Japan
Portúgal
Slóvenía
Argentína
Svíþjóð
Brasilía
Liechtenstein
Slóvakía
Tékkland
Suður-Kórea
Finnland
13,8
9,7
9,4
8,8
8,7
7,3
7,3
6,9
6,7
6,2
6,6
6,6
6,1
6
5,9
5,8
5,6
5,6
5,5
5,5
5,3
5,3
5,1
5,1
4,9
4,7
4,7
4,6
4,5
4,4
4,3
4,3
4,2
4,1
4
3,8
3,8
3,7
3,7
3,6
3,3
3,3
3,2
3,1
2,9
2,8
6,5
Heimild: OECD
Íslensk ungmenni læra
heima í fjórar stundir á viku
Gæði kennslu og skipulag skipta meira máli en heimanám
Þórður Hjaltested, formaður Kennara-
sambands Íslands, segir að hér á landi hafi
verið talsverð umræða um gildi heimanáms.
Auknar kröfur hafi komið frá foreldrum
um að námið sé sem mest klárað í skólanum
og dregið verði úr kröfum um heimavinnu.
„Skólar hafa eitthvað brugðist við þessu
og nemendum er þá boðin aðstoð í skól-
anum ef óskað er eftir,“ segir Þórður. Það sé
þó misjafnt milli kennslugreina, kennara og
skóla enda eigi að ríkja frjálsræði í þessum
efnum og þótt námið fylgi námskrá og skólarnir fylgi skóla-
námskrá sé útfærslu á því hvernig náminu er hagað vísað til
skólanna.
HEIMANÁM
Þórður Hjaltested
Skólar hafa frjálsar hendur
HVAÐ BÝR Í SKÚRNUM?
Dragðu til hægri …
Dragðu til hægri …
Morgunblaðið/Golli
Heimanám Mismunandi er eftir skólum hve heimanám er mikið.