Morgunblaðið - 02.01.2015, Page 15

Morgunblaðið - 02.01.2015, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015 ÚTSALAN HAFIN 50 % AFSLÁTTUR Bæjarlind 6 | sími 554 7030 | Við erum á facebook Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Lokað í dag 2. janúar vegna vörutalningar Jakkaföt Stakir jakkar Kakí- og flauelsbuxur Stakar buxur Frakkar Sumarblússur 30-50%afsláttur Eggert Þór Bernharðs- son, sagnfræðingur og rithöfundur, varð bráð- kvaddur á gamlársdag, 56 ára að aldri. Eggert var fæddur í Reykjavík 2. júní 1958, sonur Guð- rúnar Eggertsdóttur og Bernharðs Guð- mundssonar. Stjúpfaðir hans var Gunnar Giss- urarson. Eggert nam sagn- fræði við Háskóla Ís- lands og lauk cand.mag-prófi árið 1992. Var kennari í sagnfræði við HÍ frá 1987. Haustið 2006 varð Eggert dósent og síðar prófessor í hagnýtri menningar- miðlun. Á sviði sagnfræði var starf Egg- erts Þórs einkum tengt Reykjavík, sögu og þróun borgar. Tveggja binda verk Saga Reykjavíkur – Borgin 1940-1990, kom út 1998 og bókin Undir bárujárnsboga Braggalíf í Reykjavík 1940-1970 kom 2001. Síðasta verk Eggerts var Sveitin í sálinni – Búskapur í Reykjavík og myndun borgar. Sú bók er tilnefnd til Ís- lensku bókmennta- verðlaunanna 2014 í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Þá skrifaði Eggert margt fleira, vann kennsluefni og fleira. Eggert lætur eftir sig eiginkonu, Þórunni Erlu- Valdimarsdóttur, móður og tvo syni, tengdadóttur og sonardóttur. Andlát Eggert Þór Bernharðsson Kristján Jónsson kjon@mbl.is Innanríkisráðuneytið hefur nú til umfjöllunar drög að nýrri reglugerð um óháða kærunefnd útlendinga- mála sem tekur til starfa nú í árs- byrjun. Nefndin á að vera úrskurð- araðili á æðra stjórnsýslustigi í málum sem eru kærð á grundvelli útlendingalaga. Hún mun hafa sömu valdheim- ildir og ráðherra til að úrskurða í kærumálum, uni menn ekki úrskurði hennar geta þeir að sjálfsögðu leitað til dómstóla. Lögin voru samþykkt á Alþingi í vor en þáverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, lagði frumvarpið um nefndina fram. Vildi hún bregðast við þeirri gagnrýni að ráðuneytið færi sjálft yfir og endur- skoðaði ákvarðanir Útlendingastofn- unar þótt stofnunin heyrði undir það. Bent var á að ekki væri hægt að líta svo á að ráðuneytið væri óháður og óhlutdrægur aðili í slíkum kærumál- um. Einn af þremur aðalmönnum í nýju nefndinni verður nú tilnefndur af Mannréttindastofnun Háskóla Ís- lands. Formaður nefndarinnar er dr. Hjörtur Bragi Sverrisson. „Núna um áramótin verður þessi yfirfærsla, þessi kærumál sem hafa verið til umfjöllunar í ráðuneytinu fara út,“ segir Ólöf Nordal innanrík- isráðherra. „Það verður mikil breyt- ing á útlendingamálunum við þetta hér í ráðuneytinu. Mér finnst heppi- legt að þau séu færð yfir til óháðra sérfróðra aðila þótt auðvitað hafi sér- fróðir aðilar einnig fjallað um þau hér. En þetta er liður í að formgera betur alla meðferð á útlendingamál- um. Þessi kærumál varða mjög hag einstaklinga og þau hafa verið tölu- vert þung hér í ráðuneytinu, eins og við þekkjum. Hjá hinum norrænu þjóðunum eru úrskurðarmálin hvergi höfð innan ráðuneytanna. En þessi mál eru sífellt að verða þyngri í öðrum Evrópulöndum og eflaust verður ekkert lát á því. En það er miklu betra að ráðuneyti hugi frem- ur að stefnumörkun í málaflokknum en að vera að taka á einstökum mál- um.“ 53 vildu afsala sér ríkisborgararétti Árið 2013 sóttu alls 172 einstak- lingar um hæli á Íslandi og bendir allt til þess að fjöldinn hafi verið svip- aður á nýliðnu ári, samkvæmt upp- lýsingum frá innanríkisráðuneytinu. Fjölmennasti hópurinn árið 2014 var frá Úkraínu, níu manns. Fallist var á veitingu verndar í 57% þeirra mála sem komu á borð Útlendingastofn- unar og fengu þar efnislega meðferð. Af alls 92 hælisumsóknum sem af- greiddar voru hjá stofnuninni var 43 lokið með endursendingu til annars ríkis á grundvelli Dyflinnarreglu- gerðarinnar. Alls sóttu 674 manns um íslenskan ríkisborgararétt fyrstu níu mánuði ársins2014, nýrri tölur eru ekki fyrir hendi. Voru 546 umsóknir afgreidd- ar, þar af fengu 452 réttinn. Þess má geta að 53 einstaklingar vildu afsala sér ríkisborgararétti hérlendis. Óháð nefnd mun sinna kærunum  Hælisþrætur úr höndum ráðuneytis Ólöf Nordal Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Úthlutað hefur verið úr Menning- arsjóði Kaupfélags Skagfirðinga til 30 verkefna á sviði menningar og lista í Skagafirði og Húnavatns- sýslu. Sjóðurinn hefur verið starf- ræktur í 60 ár en á árinu 2014 fagn- aði kaupfélagið 125 ára afmæli sínu. Afhending styrkja úr sjóðnum fór fram í vikunni. Í tilefni af 125 ára afmælinu fengu tveir aðilar sér- staka styrki úr sjóðnum, annars vegar Vesturfarasetrið á Hofsósi og hins vegar Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Vesturfarasetrið verður 20 ára árið 2016 og af því tilefni verður opnuð ný sýning um ferðir Íslendinga til Vesturheims. Fjölbrautaskólinn fékk styrk til markaðssetningar á nýjum námsbrautum. Í tengslum við úthlutun úr sjóðn- um var veittur sérstakur farand- bikar sem börn Stefáns Guðmunds- sonar, fv. stjórnarformanns KS, og Hrafnhildar Stefánsdóttur, konu hans, gáfu kaupfélaginu þar sem markmiðið er að verðlauna ungt og efnilegt afreksfólk í íþróttum. Að þessu sinni fengu bikarinn þær Linda Þórdís Róbertsdóttir og Bríet Lilja Sigurðardóttir, körfu- boltakonur úr Tindastóli, sem báð- ar eru í stúlknalandsliði Íslands undir 16 ára aldri og burðarásar í meistaraflokki kvenna hjá sínu fé- lagi. Menningarsjóður KS styrkti 30 verkefni Morgunblaðið/Björn Jóhann Menningarsjóður Körfuboltakonurnar Linda Þórdís Róbertsdóttir og Bríet Lilja Sigurðardóttir fengu styrk úr sjóðnum og farandbikar minningarsjóðs Stefáns Guðmundssonar og Hrafnhildar Stefánsdóttur. Með þeim eru Bjarni Maronsson, stjórnarformaður KS, Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og bræðurnir Stefán Vagn og Ómar Bragi Stefánssynir. - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.