Morgunblaðið - 02.01.2015, Page 20

Morgunblaðið - 02.01.2015, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015 Árið 2014 varkvatt meðýmsum hætti eins og geng- ur um áramót. Margar tilraunir eru gerðar til að draga fram það markverðasta, sérkennilegasta eða spaugileg- asta, en það síðastnefnda er ef til vill mest vandmeðfarið, eins og landsmenn urðu áskynja að þessu sinni. Vefþjóðviljinn kveður árin jafnan með sínum hætti og samþættir þá ágætlega það markverða, sérkennilega og spaugilega. Eitt af því sem tek- ið var fyrir að þessu sinni voru þingræður Páls Vals Björns- sonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, í mars síðastliðnum um þingsályktunartillögu um að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Í framsögu sinni um málið sagði Páll: „Nú hef ég ekki hugmynd um það frekar en nokkur einasti maður á Al- þingi hvort það sé til hagsbóta fyrir okkur að fara í ESB.“ Hann bætti því svo við að hann vildi trúa því að það væri til hagsbóta, en ítrekaði svo að við hefðum „ekki hugmynd um það“. Nokkrum mínútum síðar í annarri ræðu var Páll búinn að höndla sannleikann í málinu og sagði: „Fyrir mér eru nægar sannanir komnar fram fyrir því að betra sé fyrir okkur að vera í Evrópusamband- inu.“ Hann bætti við að hann þyrði samt sem áður ekkert að fullyrða um þetta fyrr en samningur lægi fyrir! Innan fárra mínútna bættist ein ræðan við og þá sagði Páll: „Eitt af stærstu hagsmuna- málum þjóðarinnar í mínum augum er innganga í Evrópu- sambandið eða aðildarviðræð- urnar og það er búið að vera það í mörg ár. Það mun verða mitt baráttumál áfram. En við getum haldið áfram að svamla hér í kviksyndi fáviskunnar og taka afstöðu til hlutanna án þess að hafa kynnt okkur þá.“ Ræður Páls Vals Björns- sonar um aðildarumsóknina eru dæmigerðar fyrir þá spunaumræðu sem stuðnings- menn aðildar hafa allan tímann frá því að vinstristjórnin lagði í þennan ógæfulega leiðangur haldið gangandi. Slegið er úr og í, látið að því liggja að um- sóknin og aðlögunarferlið sé nauðsynlegar forsendur þess að taka afstöðu til málsins og treyst á að með því megi í smáum skrefum flytja fullveldi þjóðarinnar til Brussel án þess að þess verði vart fyrr en um seinan. Vonandi verður lands- mönnum ekki boðið upp á enn eitt árið af þessum spuna í skjóli aðildarumsóknarinnar. Mun ríkisstjórnin áfram halda lífi í ESB-spunanum þetta árið?} Hve lengi enn? Ferðalög meðflugi eru nýtil- komin sé horft til sögunnar. Þotuöld- in er aðeins hálf, en hún gjörbreytti veröldinni, þótt sem slík sé hún að mestu sjálfri sér lík. Hver blettur á jarðarkringl- unni er eins og innan seilingar. Flugmílur eru misdýrar. Sumir fljúga um á einkaþotum. Aðrir í dýrustu sætum sem fást í almennum flugvélum. Svo eru til snillingar í fargjöldum, en flug- fargjöld eru jafn frægur skógur, og þeir skógar voru sem Hrói Höttur og Tarzan apabróðir þekktu jafnvel og venjulegir menn íbúðina sína. Slíkir garpar fljúga heimsálfa á milli fyrir svipað verð og við hinir borgum fyrir að fljúga til Akureyrar og heim aftur. Þótt flugvél minni helst á strætó í tilveru nútímamanns er margur flughræddur. Þeir sem til þekkja fullyrða að jafn lítil innstæða sé fyrir slíkri hræðslu og ótta við íslenskar köngullær. Þegar þotufarþegar hvítna upp við ókyrrð í lofti er glott og bent á að þetta sé svipað og vera í bíl á holóttum vegi. Hættan sé bara minni í háloftunum. Lending sé örlítið meira mál, en hætt- an þá sé miklu minni en gerist í föstudagsumferð í hvaða borg sem er. Og réttilega er bent á að mörg hundruð þúsund manns farist í bílslysum á hverju ári og enn fleiri slasist. Flugið taki ekki slíkan toll, óralang frá því. Allt er þetta satt og rétt. Samt setur að mönnum hroll þegar flugvél Air France steypt- ist úr tæplega 40 þúsund feta hæð í Atlantshafið með 228 inn- anborðs. Og nú þegar indónes- ísk flugvél virðist hverfa úr svip- aðri flughæð í hafið á 2-3 mínútum með 162 manneskjur. Svo ekki sé talað um vélina frá Malasíu sem hvarf sporlaust með 298 farþega innanborðs, 8. mars 2014. Það var ekkert dul- arfullt við hryllilega skotárás á aðra vél sama flugfélags yfir Úkraínu er 298 manns týndu lífi. En allt ýtir það undir óróleika. Það breytir þó ekki því að flugið er eftir sem áður einn öruggasti ferðamátinn. Hörmulegir atburðir í flugi og tenging við hrap vélar árið 2009 vekja umræður} Flug og öryggi R eglulega er kallað eftir því hér á landi að umræða þurfi að fara fram um peningastefnu þjóð- arinnar. Oftar en ekki er þar um að ræða áhugamenn um inn- göngu Íslands í Evrópusambandið þó að það sé ekki alltaf tilfellið. Gjarnan er þá látið eins og með því einu að skipta um gjaldmiðil myndu öll efnahagsvandamál Íslands leysast eins dögg fyrir sólu. Svo er þó vitanlega ekki í raun. Ekki frekar en að aksturshæfileikar bíl- stjóra batni við það eitt að skipta um bíl. Þegar allt kemur til alls er það hagstjórnin sem mestu máli skiptir en ekki hvaða gjald- miðill er notaður. Þetta benti Guðrún Haf- steinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, til að mynda á á síðasta ári eftir að hafa tekið við formennsku í samtökunum rétt eins og marg- ir aðrir hafa gert. Raunar myndi upptaka annars gjald- miðils frekar vera til þess fallin að gera hagstjórnina hér á landi erfiðari en hitt enda myndi annar gjaldmiðill seint taka tillit til aðstæðna hér á landi. Þannig gæti til að mynda auðveldlega komið upp sú staða að við fengjum háa stýrivexti ofan í efnahagslega stöðnun hér á landi sem gera myndi stöðuna enn verri en ella. Eða þá lága stýrivexti ofan í uppsveiflu sem gæti leitt til miklu meiri þenslu en annars hefði orðið. Líkt og til að mynda gerðist á Írlandi áður en efnahagshrunið varð þar í landi. Stýrivextir Seðlabanka Evrópusam- bandsins voru alltof lágir fyrir Íra og gerðu skellinn fyrir vikið miklu verri en annars hefði að öllum lík- indum orðið hefðu þeir verið með eigin gjald- miðil í stað evrunnar. Það sem mestu skiptir er einfaldlega að hafa verkfærin sem henta aðstæðum hér á landi. Stærðin skiptir ekki öllu máli í þeim efnum. Lítið fyrirtæki getur hæglega verið betur rekið en stórt sem í ofanálag hvílir jafnvel á brauðfótum. Ítalska líran var ekki öflugri gjaldmiðill en svissneski frankinn þótt Ítalir séu margfalt fjölmennari en Svisslendingar. Evrusvæðið hvílir í raun á efnahagslegum brauðfótum. Það hefur þannig til að mynda aldrei uppfyllt þrjú skilyrði kenningar nób- elsverðlaunahafans Roberts Mundell um hið hagkvæma myntsvæði sem evrusvæðið er þó ekki sízt grundvallað á. Mundell taldi raunar nægja að myntsvæði uppfyllti einungis eitt skilyrðið en evrusvæðið hefur aldrei uppfyllt neitt þeirra og ólíklegt að það verði nokkurn tímann raunin. Hér á landi hefur gengið nógu erfiðlega í gegnum tíð- ina, líkt og víða annars staðar, að samræma eina pen- ingastefnu við eina efnahagsstefnu. Innan evrusvæðisins þarf hins vegar að samræma eina peningastefnu og 19 ólíkar efnahagsstefnur. Við þessu var varað á sínum tíma áður en evrusvæðinu var ýtt úr vör. Meðal annars af for- ystumönnum innan Evrópusambandsins. En á það var ekki hlustað enda evrusvæðið ekki fyrirbæri byggt á hagfræði heldur pólitík. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Málið er hagstjórnin BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Heldur mikillar bölsýnigætir í efnahagsspámfyrir árið 2015, enda eruvíða blikur á lofti. Lækk- un olíuverðs hefur þó iðulega orðið hvati uppgangs í efnahagsmálum og mun einnig verða það nú. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáði lægri hagvexti í heiminum á næsta ári, 3,8%, þegar hann síðast lagði mat á horfur í efnahagsmálum, en hann hafði áður gert. Og þó þykir sjóð- urinn bjartsýnn. Víða eru blikur á lofti og er þar einkum horft til Rússlands. Innlimun Krímskaga og íhlutun Rússa í aust- urhluta Úkraínu hefur spillt sam- skiptunum við Bandaríkin og Evr- ópu. Rússneska viðskiptaráðuneytið greindi frá því 29. desember að landsframleiðsla Rússlands hefði skroppið saman um 0,5% á einu ári. Þetta er í fyrsta skipti í fimm ár sem samdráttur verður í landinu. Gjald- eyrisforði landsins hefur heldur ekki verið minni en 2009. Tvennt veldur þessu, annars vegar efnahagslegar refsiaðgerðir Vest- urlanda, hins vegar lækkun olíu- verðs. Óttast er að ástandið eigi enn eftir að versna í Rússlandi og spurn- ing hvaða áhrif það hefur út á við. Stríðið í Sýrlandi og Írak hefur einnig slæm áhrif á efnahagsástandið í heiminum og sama má segja um ebólufaraldurinn í Vestur-Afríku (talið er að kostnaðurinn verði kom- inn upp í 32,6 milljarða dollara í lok ársins) og þurrkar í Brasilíu. Áhyggjur út af evrusvæði Jens Weidman, yfirmaður þýska seðlabankans, lýsti yfir því á sunnu- dag að efnahagur Evrópu væri ekki eins slæmur og margir héldu og var sérstaklega bjartsýnn um horfur í Þýskalandi. Þar yrði verðbólga minni en spáð hefði verið og hagvöxtur meiri ef olíuverð héldist lágt. Einnig mætti búast við bata á evrusvæðinu, þótt hann yrði hægur. Þessi orð munu ugglaust ekki duga til að slá á áhyggjur margra af ástandinu á evrusvæðinu. Þar var hagvöxtur aðeins 0,2% á þriðja árs- fjórðungi 2014 og verðbólga á árs- grundvelli 0,3% samkvæmt tölum frá nóvember. Á Grikklandi og Spáni er verðhjöðnun og óttast er að hún geti smitað út frá sér. Þessi skortur á vexti bendir til þess að ástandið í at- vinnumálum muni lítið batna, sér- staklega á jaðrinum. Fatið af olíu kostaði 115 dollara um mitt sumar í fyrra, en hafði um jólin lækkað um rúman helming. Þessi lækkun kemur sér illa fyrir olíu- framleiðendur, en hún verður til þess að neytendur hafa meira fé á milli handanna. Bent hefur verið á að á uppgangsárunum 1948 til 1973 og 15 ára tímabilinu fyrir efnahagshrunið 2007/8 hafi olíuverð verið lágt. Á kreppuskeiðunum fjórum eftir seinni heimsstyrjöld, 1974-75, 1981-82, 1990-91 og 2008-09, hafi olíuverð hins vegar verið hátt. Trevor Greetham, yfirmaður eign- astýringar hjá Fidelity Solutions, segir við Observer að lágt olíuverð hvetji neytendur: „Hagvöxtur í heim- inum ætti að aukast 2015 og enn sem komið er eru fá merki um það mikla verðbólgu að nauðsynlegt verði að herða peningastefnuna að einhverju marki.“ Greetham segir hins vegar að lágt olíuverð geti haft áhrif á lánstraust og valdið óöryggi hjá lánardrottnum olíuframleiðslulanda á borð við Rúss- land, Venesúela og Íran, sem mega ekki við því að verðið á olíutunnunni fari undir 100 dollara ætli þau að við- halda stöðugleika. Lágt olíuverð bæði hvati og dragbítur AFP Rúblan fellur Stuðningsmenn rússneska kommúnistaflokksins, sem styður flokk Pútíns forseta, saga út rúblu á fundi til að andmæla falli rúblunnar. Kínverjar héldu hagkerfi heims- ins að nokkru leyti gangandi í kreppunni 2008 og 2010 með fjárfestingum og lánveitingum. En hagkerfið í Kína hefur hægt á sér og ráðamenn kunna að vera of hikandi í fjárfestingum til að það taki við sér á ný. Hagvöxtur á þriðja ársfjórð- ungi mældist sá mesti í 11 ár í Bandaríkjunum. Bandaríkja- menn hafa beitt svokallaðri peningalegri slökun til að glæða efnahaginn og spyrja margir hvenær seðlabanki Evrópu geri slíkt hið sama. Hægir á hag- vexti í Kína VÖXTUR Í BANDARÍKJUNUM AFP Blaðra? Blöðrusali bíður við- skipta við verslun í Peking. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.