Morgunblaðið - 02.01.2015, Side 25

Morgunblaðið - 02.01.2015, Side 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015 Munið að slökkva á kertunum Treystið aldrei alfarið á kertaslökkvara BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Bragi Hauksson og Helgi Jónsson unnu minningamót BR Bragi Hauksson og Helgi Jónsson sigruðu með nokkrum yfirburðum í minningamóti um Sigtrygg Sigurðs- son sem lést nýlega og haldið var á vegum Bridsfélags Reykjavíkur 30. des. sl. Mikil þátttaka var í mótinu, 60 pör, eða yfirfullt hús. Það fór vel á því að Bragi Hauksson, einn af með- spilurum Sigtryggs til margra ára, vann mótið en lokastaða varð þessi: Bragi Hauksson – Helgi Jónsson 62,8 Haukur Ingason – Helgi Sigurðsson 58,6 Halldór Svanbergs. – Sigurður Steingrs.57,5 Eiríkur Jónsson – Jón Alfreðsson 56,3 Sigurjón Björnsson – Helgi Bogason 56,3 Þegar ég var lítill pjakkur bjó ég í Laugarnesinu. Mér er minnisstæður ná- granni minn þar, gamlingi sem þá var á svipuðum aldri og ég nú. Honum var sérlega hugleikið hve óbyggt svæði hinum megin við götuna sem hann bjó við var í mikilli órækt og þessu gat hann tuðað yfir út í hið óendanlega. Mér varð ljóst löngu seinna þegar ég óx úr grasi að þetta var hans leið til þess að leiða umræðuna frá garðinum við húsið sem hann bjó í en ástand hans var ekki ósvipað því svæði sem átti hug hans allan. Nú fer skattrannsóknarstjóri mik- inn vegna stolinna gagna sem hugsanlega innihalda upplýsingar um skattsvikara sem geyma undanskotið fé í erlendum skatta- skjólum. Komið hefur fram að um er að ræða gögn sem tekin hafa verið með ólögmætum hætti og þá spyr maður sig af hvaða sauðahúsi þeir aðilar eru sem skattrannsókn- arstjóri hefur í hyggju að eiga við- skipti við og í framhaldi veltir maður því þá fyrir sér hve ábyggi- leg hin stolnu gögn eru. Einn er sá þingmaður sem áberandi hefur hent sér á lestina, væntanlega í von um frægð og frama en hann er jafnframt formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. En nú skulum við gefa okkur að þess- ar upplýsingar fáist keyptar með lögmætum hætti og þá af aðilum sem hafa hreint borð og að upp- lýsingarnar séu ábyggilegar. Hver á þá að hafa eftirlit með því að skattrannsóknarstjóri grisji ekki úr þessum lista þá aðila sem hon- um eru þóknanlegir til að vera undanþegnir þessum aðgerðum hans? Eiga það að vera vinir og kunningjar af hans sauðahúsi eða á að kalla til óbreytta þegna með úrtaki úr þjóðskrá til að vera við- staddir þegar gögnin verða afhent og opnuð? Æðstu embættismenn skattframkvæmdar í landinu hafa nefnilega sýnt í verki að þeim er ekki treystandi til að meðhöndla þess háttar gögn sem hér um ræð- ir án eftirlits frá hinum venjulegu þegnum. Til eru gögn hjá skatt- yfirvöldum yfir fjölda aðila sem nýtt hafa sér innlend skattaskjól og notið þess með vitund og bless- un skattyfirvalda að draga tekjur undan tekjuskattsstofni þótt slíkt sé að sjálfsögðu andstætt gildandi lögum. Hér er um að ræða svo- kallaðar dagpeningagreiðslur vegna ferða launþega á vegum vinnuveitenda sinna. Samkvæmt lögum er heimilt að draga þessar greiðslur undan tekjuskattsstofni að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum sem eru m.a. að um sé að ræða tilfallandi ferð utan venju- legs vinnustaðar og að sú fjárhæð sem færð er undan sé sannanlega ferðakostnaður sem viðkomandi aðili hefur orðið fyrir. En þar að auki eru sett ákveðin hámörk á þetta af skattyfirvöldum og nemur hámarksfrádráttur tugum þús- unda fyrir hvern ferðadag. Í fram- kvæmd hafa skattyfirvöld horft fram hjá þessu vitandi það að langflestir færa hámarkið undan tekjuskattsstofni jafnvel þótt þeir hafi aðeins nýtt brot af þeim eða ekkert til greiðslu ferðakostnaðar. Þann- ig hafa þessir aðilar tök á að svíkja þessar dulbúnu tekjur sem mismuni nemur und- an tekjuskatti. Í und- antekningatilvikum velja skattyfirvöld úr einstaklinga og krefj- ast gagna til sönn- unar á útlögðum ferðakostnaði og þá lenda þeir helst í svona „úrtaki“ sem leyfa sér að gagnrýna skatt- yfirvöld. En hverjir eru þeir aðilar sem átölulaust fá að njóta þeirra undanskota sem hér er vísað í? Jú, það eru aðallega embættismenn hjá ríkinu þótt ýmsir aðrir fái að fljóta með en þeir aðilar sem ættu að taka á þessu forðast að þyrla upp miklu moldviðri varðandi þetta kerfi vegna þess að þeir hafa ríka eiginhagsmuni af því óbreyttu. Flugliðar í millilanda- flugi njóta einnig þessara und- anskota, jafnvel þótt þeir séu ekki í ferðum utan venjulegs vinnu- staðar sem hlýtur að vera flug- farið sjálft og jafnvel þótt þessir aðilar fari héðan að morgni og komi til baka síðdegis sama dag án þess að bera nokkurn kostnað. Embættismenn fá oft á tíðum kostnað greiddan og dagpeninga þar að auki og eiga því í lang- flestum tilvikum ríflegan afgang sem skotið er undan. Nú hafa skattyfirvöld hnykkt á reglum um þetta og gera þeim aðilum sem stunda eigin rekstur að skila inn gögnum fyrir því sem fært er und- an í þessum efnum. En af hverju er ekki bara gerð almenn krafa um þetta? Svarið við því er aug- ljóst. Ég átti ágætis samtal við þingmanninn að ofan um erlendu skattaskjólin en áhugi hans dofn- aði hressilega þegar innlendu skattaskjólin bar á góma og hefur hann ekki svarað erindum mínum síðan. Ég skora á skattrannsókn- arstjóra að láta fara fram blint handahófskennt val úr þjóðskrá á 50-100 þegnum á vinnumarkaði til að tryggja að ALLAR upplýsingar í þeim gögnum sem hann hyggst kaupa komi opinberlega fram áður en hægt verður að eiga við þau því annars er þessi listi marklaus. En jafnhliða þessari rannsókn væri ekki úr vegi að setja kraft í að innheimta það sem skotið hefur verið undan sem dagpeningum síð- ustu ár. Þá skora ég á ríkisskatt- stjóra og skattrannsóknarstjóra að leggja fram persónuleg framtöl sem sýna fram á að þeir sjálfir hafi talið þessa hluti fram í anda laganna. Er ekki rétt að þessir að- ilar geri hreint fyrir sínum dyrum áður en þeir æða til útlanda á skattsviknum dagpeningum til að kaupa stolin gögn sem hugsanlega innihalda gögn um aðra skattsvik- ara? Eftir Örn Gunnlaugsson »… þessir aðilar geri hreint fyrir sínum dyrum áður en þeir æða til útlanda á skatt- sviknum dagpeningum til að kaupa stolin gögn um aðra skattsvikara! Örn Gunnlaugsson Höfundur er atvinnurekandi. Skattaskjól elítunnar Gunnar Dofri Ólafs- son er trúlaus maður og á engan Guð, hvorki á himnum né á fótboltavellinum eftir því sem hann segir sjálfur frá í pistli sem hann skrifaði fyrir stuttu. Gunnar Dofri kann örugglega nokk- ur skil á réttu og röngu eftir að hafa al- ist upp í kristilegu samfélagi . Hann hefur því fengið nasasjón af því hvað sé kristilegt eða kristileg siðfræði. En honum fatast flugið verulega þegar hann blandar saman siðferði/siðfræði við mis-illa innrætta menn sem náðu völdum og frömdu alls konar ill- virki í nafni Krists, Múhameðs eða annarra andans manna. Þeirra sið- ferði var allt annað en það siðferði sem m.a Kristur fyrir rúmum 2000 árum boðaði mönnunum. Kristilegt siðferði hefur ekkert breyst í ár- anna rás. Boðorðin 10 sem Gunnar Dofri kannast örugglega við segja allt um það. Að blanda síðan saman mann- réttindasáttmálum og halda því fram að kristilegt siðferði hafi verið fundið upp eftir síðari heimsstyrj- öld er í besta falli barnalegt – en sennilegar meiri vanþekking. Það sama á við um að blanda saman ill- um gjörðum manna (illa innrættra oft á tíðum) við kristileg gildi er einnig í besta falli barnalegt – en sennilegar meiri vanþekking og for- dómar. Gunnar Dofri leitar í grein sinni eft- ir „Guði með sítt skegg“ eins og hann segir sjálfur (hann skrifar að vísu guð með litlum staf, svona eins og ég mundi skrifa gunnar dofri með litlum stöfum – en af því ég ber virð- ingu fyrir Gunnari Dofra skrifa ég með stórum stöfum ). Sagt er að Guð búi innra með manni og kannski Gunnar ætti frekar að leita þar – fremur en í háloftunum eða á fót- boltavöllum? Það er í raun merkileg mennta- stefna þegar meina á ungu fólki að heimsækja bænahús (kristileg sem önnur) bara af því að einhverjum „trúlausum“ finnst það réttlæt- anlegt? Það er því ástæða að spyrja sig hvort bíóhúsin verði ekki næsti vetvangur „bannistanna“? Minn ágætasti vinur sem er Afg- ani og múhameðstrúar og ég sem kristinn maður erum sammála því, að sá vegur sem hinir fordómafullu og „trúlausu“ hafa kosið að hefja með fullri hörku og með stuðningi hins opinbera (okkar sjálfra í gegn- um pólitík) geti ekki leitt af sér neitt annað en meiri fordóma, meiri mannvonsku og meiri vanþekkingu til lengri tíma. Við viljum að börnin okkar séu leitandi, fróðleiksfús og gangi í gegnum lífið án fordóma um allt – líka í garð þeirra „trú- lausu“. Að fá að upplifa, heimsækja og kynnast náunga sínum er besta og mesta menntun sem eyðir for- dómum og vanþekkingu. Virðingafyllst. Gunnar leitaði að Guði á fótboltavellinum! Eftir Guðmund R. Lúðvíksson » Sagt er að Guð búi innra með manni og kannski Gunnar ætti frekar að leita þar – fremur en í háloftunum eða á fótboltavöllum? Guðmundur R Lúðvíksson Höfundur er myndlistarmaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.