Morgunblaðið - 02.01.2015, Page 27
Tilboðin eru
fjölbreytt
Bækur
Heilsuvörur
Fótboltaleikir
Golfkort
Ferðapassi
Ýmsar sýningar
Gleraugu og
umgjarðir
Fatahreinsun
Gluggatjalda-
hreinsun
Hótelgisting
MOGGAKLÚBBURINN
– MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR
hófst með þýðingu og útgáfum
Marteins Lúthers á Biblíunni.
Hið íslenska Biblíufélag var
stofnað einungis 11 árum síðar,
hinn 10. júlí 1815 að frumkvæði
Skotans Ebenezers Hendersons.
Það er í dag ekki bara elsta félag
landsins, heldur eitt af elstu Bibl-
íufélögum í heiminum. Hið ís-
lenska Biblíufélag hefur haft að
markmiði að vinna að útgáfu og
útbreiðslu Biblíunnar á Íslandi og
stuðla að lestri og almennri notkun
hennar. Íslendingar voru á meðal
20 fyrstu þjóða heims sem fengu
Biblíuna alla á eigin þjóðtungu.
Það var menningarlegt afrek Odds
Gottskálkssonar og Guðbrands
Þorlákssonar og hafði ómetanlegt
gildi fyrir okkur sem þjóð.
Biblían hefur algjöra sérstöðu í
heimi bókmenntanna. Engin bók
hefur náð meiri útbreiðslu en hún
og haft víðtækari áhrif á trú, sögu
og menningu fjölmargra þjóða um
allan heim. Biblían er trúarbók
tveggja milljarða manna. Um víða
veröld hafa skáld, rithöfundar,
myndlistar- og tónlistarmenn í list-
sköpun sinni sótt hugmyndir til og
túlkað boðskap Biblíunnar. Íslend-
ingar og íslensk menning er engin
undantekning á því. Árið 2015
höldum við upp á 200 ára afmæli
elsta menningarfélagsins á Íslandi
– Hins íslenska Biblíufélags. Af
því tilefni verður boðið upp á fjöl-
breytta dagskrá á árinu sem hægt
verður að nálgast á heimasíðu fé-
lagsins, www.biblian.is.
Höfundur er framkvæmdastjóri Hins
íslenska Biblíufélags.
Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015
Allir áskrifendur eiga möguleika, hvort
heldur þeir eru áskrifendur að pappírsútgáfu,
netútgáfu eða útgáfu fyrir spjaldtölvu.
Allt frá upphafi
hefur mannkynið átt
við vandamál að etja.
Lausn þeirra hefur
aldrei verið flókin í
sjálfu sér og þau oft-
ast auðleyst. Þegar
hins vegar kemur að
því, að ekki er sama
hver leysi vandann þá
verður hnúturinn,
sem kenndur er við
Gordions-borg til. Að
hafa rétt fyrir sér hefur löngum
verið mikilvægara en lausnin, því
að sá sem hefur rétt fyrir sér miss-
ir áhrif sín, ef svo illa vill til að
lausnin finnist án hans.
Af þessu leiðir, að trúmál hafa
alltaf verið leidd af trúarleiðtogum,
og yfirleitt hafa trúarleiðtogarnir
verið laustengdir þeim trúar-
brögðum sem þeir segjast standa
fyrir, en fylgt þeirri meginreglu, að
engum spurningum sé svarað nema
af þeim vísdómi sem þeir sjálfir
eru upphaf og endir á. Sama hvað
trúarbrögðin heita, hvort sem leið-
togarnir hafa verið synir eða
tengdasynir Múhameðs, páfar,
patríarkar eða vitringar við hirð
stórkhansins, hvað þá minni spá-
menn.
Allir eiga þeir það sameiginlegt,
að hafa verið háðir um-
hverfi sínu og tíð-
aranda, en nýtt sér
hann og mótað að því
leyti sem þeir hafa
getað það, án þess að
tapa trúverðugleik-
anum. Þeir hafa gripið
á lofti kenningar, sem
brjótast lauslega um í
samfélaginu, móta þær
og fella að skaplyndi
sínu. Kynna þær síðan
af festu og einbeitni,
sem líklegust er til að
laða að einfeldninga, sem eru fúsir
til að prédika í nafni og skjóli leið-
togans.
Auðveldasta leiðin til árangurs er
sú, að leita efans í samfélaginu,
grípa hann og snúa upp á móti því
sem fólkið hefur tekið sem sjálf-
sagðan hlut, höfða til skynsemi,
sem er málstaðnum undirlæg og
ráðast síðan með ofsa á ríkjandi
skipulag í nafni sannleikans og
þess sem allir vita, án þess að gefa
nokkru sinni tækifæri til málefna-
legrar umfjöllunar, en berja harð-
ast í þá brestina, sem eru sam-
félaginu viðkvæmastir, svo sem til
uppeldis barna og framtíðar. Of-
satrú sú sem nú herjar hér á landi
ber öll þessi einkenni. Þeir sem að
trúboðinu standa kalla það trúleysi.
Borgaraleg skynsemi, sem inni-
heldur flest það sem inniheldur
kristin gildi, en aðlöguð nöfn, svo
sem borgaraleg ferming, borg-
aralegir frídagar, borgaraleg jól,
páskar og jafnvel uppstigningar-
dagur, því ekki má styggja hugs-
anlega vantrúaða með því að svipta
þá frídögum.
Öll menning þjóðarinnar, sem
hvað sem hver segir er á kristnum
grunni byggð, skal niður rífast og
byggjast á ný á grunni þessara
nýju ofsatrúarmanna. Að mörgu er
það sameiginlegt öðrum trúar-
hópum sem byrja að ráðast á skóla
og börn, því allt kennsluefni á að
vera í þeirra sanntrúleysis stíl,
sums staðar að dauðanum við lögð-
um.
Hve lengi og á hvaða stig á þetta
að líðast? Það er ekki kirkjunnar
einnar að standa gegn þessu. Það
er okkar sjálfra.
Eftir Kristján Hall
Kristján Hall
» Ofsatrú sú sem nú
herjar hér á landi,
ber öll þessi einkenni.
Þeir sem að trúboðinu
standa kalla það trú-
leysi.
Höfundur er eftirlaunaþegi.
Ofsatrú
Neanderdalsmað-
urinn er talinn hafa
haft stærri heila en
nútímamaðurinn en dó
út þó fyrir um 50 þús-
und árum að talið er.
Hann lifði í Aust-
urlöndum nær undir
það síðasta og hefur
eflaust blandast homo
sapiens. Sumir álíta að
hann hafi ekki kunnað
að koma lífsreynslu sinni áfram til
komandi kynslóða nokkuð sem við
nútímamaðurinn áorkar í gegnum
menntakerfið og hefur örugglega
haft aðaláhrif á m.a. stöðugt hækk-
andi meðalaldur. Fyrir bara 2-3 kyn-
slóðum var álitið að fæðan þyrfti
bara að innihalda prótín, fitu og
sykrur (kolvötn) auk steinefna. Á
fyrri hluta tuttugustu aldar kom
fyrst fram þýðing vítamína fyrir
heilsuna úr rannsóknum næring-
arfræðinga eða efnafræðinga sem
lífsnauðsynlegur hluti fæðunnar.
Frumur okkar eru margar en öll-
um er sameiginlegt frumuhýði sem
skilur hana frá öðrum fumum og vel-
ur eða stjórnar flæði vatns og efna
inn og út úr frumunni. Þetta hýði er
gert úr tveim lögum fitu ( fosfólíp-
íða) sem snúa sýruhópunum and-
kverft. Í þessu lagi fitu-
lípíða „fljóta“ síðan
sérstök prótín. Til að
fruman dafni þarf hún
vatn, súrefni, næringu,
hormóna, vítamín,
hvata og steinefni sem
frumuhýðið hleypir í
gegn. Á sama hátt þarf
fruman að losa sig við
úrgangsefni frá starf-
semi sinni. Annars
hvarfast sum þeirra
saman og mynda m.a.
efni elliblettanna.
Varðandi prótínin er varla vanda-
mál nema ofgnótt sé. Sykrurnar eru
varla vandamál nema ofneysla sé og
þá einkum á ávaxtasykri. Varðandi
fituna eru það líklegast fitusýrurnar
sem gætu verið varasamar því lík-
aminn gerir engan mun á nátt-
úrulegum og umbreyttum fitusýrum
(transfitusýrum) af mannavöldum. Í
meltingunni losna fitusýrurnar frá
glýserólinu en bindast því síðan
frjálst aftur og mynda forðafituna,
þær mynda líka frumuhýðið. Það má
því ætla að viðkvæm líffæri eins og
heili megi illa við mengun frá trans-
fitusýrum sem örugglega hleypa
öðrum efnum í gegnum frumuhimn-
urnar eða alls ekki. Transfitusýrur
haga sér líkt og mettaðar að talið er.
Það hefur verið staðreynt að með
aldri einstaklinga eiga frumurnar
erfiðara með að losa sig við úrgangs-
efnin. Þessi úrgangsefni fylla að lok-
um frymið og fruman starfar hægar
og hægar og lognast loks út af og
leysist upp. Fruma sem fær ekki
næringu og súrefni deyr líka og leys-
ist síðan upp. Heilafrumur okkar eru
gífurlega margar en nota að talið er
20% daglegrar orku okkar og þurfa
einkum glúkósa og súrefni. Spurn-
ingin er því hvort transfitusýrur úr
fæðunni hafi hér afgerandi áhrif.
Það er alla vega mjög algengt að fólk
jafnvel upp úr fimmtugu byrji að
finna fyrir ýmsum heilakvillum sem
gætu verið afleiðing transfitusýra í
frumuhýðinu en fundist hefur 30%
transfita í heila einstaklinga við
krufningu.
Ómettuð fita umbreytist auðveld-
lega í transfitu í eldamennsku og í
vinnslu á ómettuðum jurtaolíum eða
herslu á sjávarolíum. Mjólkurfita
(smjör, ostar), kaldpressuð olífuolía
og mettuð fita (t.d. kókosolía) eru
hins vegar álitin heppileg næring
hvað varðar að forðast transfitu.
Eftir Pálma
Stefánsson
Pálmi Stefánsson
»Um transfitu í
frumuhimnum sem
gætu orsakað truflun á
starfsemi frumunnar.
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Frumurnar okkar
og transfitan
betri tíma. Ríkisútvarpið á að eiga
inni óþrjótandi tíma í eilífðinni og
blessunarlega koma sífellt fram nýj-
ar raddir, bæði kvenna og karla,
auk barna.
Hið smekklausa rýt sem ein-
hverjir auglýsingakjánar hljóta að
hafa búið til: „RÚV“, er eiginlega al-
veg gjörsamlega ótækt. Líkt og hið
augljósa „RÚ“ sem er síst betra –
en gæti gagnast sem „byrja“ í rún-
ingskeppni á KEX. „Ríkisútvarpið“
ætti að geta gert sitt gagn áfram
sem hingað til og er bæði fróðlegur
og róandi fjölmiðill, ólíkur flestum
hinum ljósvakamiðlunum sem mis-
þyrma íslenskunni mismikið og
menga með slettum.
Ríkisútvarpið á allt gott skilið,
þótt nauðsynleg endurskipulagning
þess, bæði fjárhagsleg og tæknileg,
auk launaliðarins og réttinda-
greiðslnanna þarfnist tafarlausra
viðbragða viðkomandi ráðuneytis og
ríkissjóðs. Fyrir nú utan uppsafn-
aðar lífeyrisskuldbindingar frá
fyrstu tíð sem fluttar voru yfir til
opinbera „hlutafélagsins“ (þótt hlut-
urinn væri einungis einn) og þarf að
komast í sómasamlegt horf form-
lega. Enda er enn allt á reiki með
uppgjör sjálfs útvarpsgjaldsins
(skattsins) sem ég vona þó að flestir
greiði með glöðu geði, þrátt fyrir
allt. Þessi stofnun, hvað svo sem
hún er kölluð, gæti sem hægast ver-
ið í rauninni ein sú mikilvægasta af
öllum stofnunum okkar unga lýð-
veldis.
Höfundur er leigubílstjóri.