Morgunblaðið - 02.01.2015, Síða 29

Morgunblaðið - 02.01.2015, Síða 29
Hún var óþrjótandi uppspretta sagna og sögu. Gat tímunum sam- an skemmt okkur með ævintýr- um, íslenskum sem erlendum. Þá var enginn betur til þess fallinn en amma að hjúkra veikum dóttur- sonum þegar þeir fengu flensu. Amma átti sína uppáhaldsrit- höfunda og lagði fæð á aðra. Selma Lagerlöf var í sérstöku uppáhaldi hjá henni, en hún hafði vit á því að halda henni ekki að okkur fyrr en við höfðum aldur og þroska til að meta hana. Hins veg- ar lærðum við snemma að það skilaði ekki árangri að ræða mikið um Astrid Lindgren við hana ömmu. Hún gat farið í fýlu ef Emil í Kattholti bar á góma. Amma missti aldrei móðinn andlega þótt Elli kerling læsti smám saman klónum í líkama hennar. Hún hafði endalausan áhuga á afkomendum sínum og þegar hún sá fyrstu sónarmynd- ina af væntanlegu barnabarna- barni í Ameríku sagði hún „en hvað hún er sæt“. Amma vissi löngu á undan foreldrunum að lítil stúlka væri á leiðinni. Þegar hún sá svo fyrstu ljósmyndirnar af Önnubelle birti yfir henni. Ósk- andi hefði verið að henni hefði enst líf til að hitta þennan nýjasta af- komanda, en við treystum því að hún fylgist vel með henni þaðan sem hún er nú. Við þökkum fyrir tímann sem amma gaf okkur ómælt af og fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum með henni. Bjarni og Ragnar. Í huga okkar var amma Kristín engum lík. Við vorum svo heppnar sem litlar stelpur að fá að njóta stórkostlegra samverustunda með henni. Þá tókst henni oft á hug- myndaríkan, ljúfan og áreynslu- lausan hátt að sveipa hversdags- leikann ævintýraljóma og kenna manni svo margt um leið. Mestu ævintýrin urðu þegar maður var einn með ömmu og engir aðrir fullorðnir nærri. Þá fékk maður best að njóta þess hvað hún var skemmtileg, listræn, skapandi og hugmyndarík. Þann- ig spann hún iðulega upp sögur sem hún myndskreytti jafnharðan og föndraði líka fjölmargt. Lista- sýningar voru settar upp, steinar málaðir og margt fleira. Amma gat líka farið með mann í langar lystireisur um skóglendi, akra, hæðir og hóla. Vel innpakkað nesti var borðað í skugga trés og nátt- úruundur voru skoðuð – og allt ferðalagið innanhúss með hug- myndaflugið sem ferðafélaga. Aldeilis frábært var að komast í veikindafrí til hennar í nokkra daga. Líkamlegri heilsu sjúklings- ins var þá sinnt af mikilli um- hyggju. Bakstrar og heimagerðar mixtúrur voru brúkaðar ásamt fótanuddi og fleiru góðu. Andlegu hliðinni var líka sinnt af natni því hún las uppáhaldsbækur eftir pöntunum, fór með vísur og sagði sögur af sjálfri sér lítilli. Yfir öllu sem maður bardúsaði með ömmu ríkti alltaf ró, friður og notalegheit. Á seinni árum kom þessi værð og friðsæld yfir mann bara við það að koma í heimsókn til hennar. Amma var mikill náttúruunn- andi og dýravinur. Yndislegar stundir átti maður með henni í blómabrekkum og móum austur í sveit. Þar fræddi hún mann um fugla, dýr og jurtir og flutu gjarn- an skrítnar og skemmtilegar sög- ur með. Hún gat t.d. sagt manni af gesti sem hefði komið í heimsókn og eftir kostulegar lýsingar á at- ferli gestsins kom ekki fyrr en seint og um síðir í ljós að um kött hefði verið að ræða eða jafnvel fugl. Amma var bráðgáfuð. Víðlesin og vel að sér um ótrúlegustu hluti. Alla tíð var hún fróðleiksfús og óþreytandi að leita upplýsinga. Hún klippti út úr dagblöðum myndir og frásagnir sem vöktu áhuga og urðu kveikjan að bóka- uppflettingum, upprifjunum og pælingum. Krossgátum af öllu tagi rúllaði hún upp enda hafði hún frábær tök á tungumálum. Það var aldrei mikil tilfinninga- semi í kringum ömmu. Væmni og vemmilegheit áttu ekki við hana. Oft gat hún hitt naglann á höfuðið í stuttum umsögnum um menn og málefni og ósjaldan hrutu óborg- anleg og launfyndin tilsvör frá henni. Hún átti þó til að vera nokkuð stutt í spuna og snögg upp á lagið. Talaði stundum hálfvegis í gátum. Enda oft nokkuð dularfull og vildi ekki að fólk væri með óþarfa hnýsni eða þvaður um hluti sem ekki komu því við. Það var ekki fyrr en á fullorð- insárum sem maður áttaði sig að fullu á hversu mikið maður hafði lært af ömmu og hve dýrmætar minningarnar frá æskuárunum eru manni. En nú er amma Kristín fallin frá, hún var okkur sem fengum að kynnast hennar bestu hliðum al- veg ómetanleg. Yndisleg, sérvitur, dularfull og stórkostleg. Köttur úti í mýri, setti upp á sig stýri en ævintýrin með ömmu lifa áfram með okkur. Kristín Gígja, Sigrún Elva og Þorgerður Arna Einarsdætur. ✝ Kristín GuðrúnEinarsdóttir fæddist 6. maí 1923 í Vestri-Garðsauka í Hvolhreppi, Rang. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ein- ar Einarsson bóndi og hreppstjóri í Vestri-Garðsauka, f. 2.11. 1869, d. 26.7. 1939, og Þor- gerður Jónsdóttir frá Hemru í Skaftártungu, hús- freyja, f. 12.12. 1878, d. 4.8. 1967. Systkini Kristínar, sam- feðra, voru Sighvatur, f. 1897, d. 1907. Sigurður, f. 1899, d. 1984. Siggeir, f./d. 1902. Sigríð- ur, f. 1904, d. 1986, og Guðríður, f. 1905, d. 1990. Albróðir Krist- ínar var Jón, f. 1909, d. 1985. Kristín giftist 18.6. 1944 Ragnari Jónssyni, f. 24.8. 1915, d. 24.11. 1992. Börn þeirra eru fjögur: 1) Þorvaldur Einar, f. 16.11. 1944, tannlæknir, kvænt- ur Gerði Pálsdóttur kennara. Börn þeirra eru a) Kristín Gígja, f. 1970, gift Þorsteini Sverrissyni. Börn þeirra eru Kolbrún Kara og Kristófer Kári. b) Sigrún Elva, f. 1972, í á Stórólfshvoli, lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1939-1942 og stundaði nám við Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði 1943. Hún vann sumarvinnu á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri, starfaði á símstöðinni á Hvols- velli, rak bóksölu á Hellu og vann í móttöku Borgarspítalans í Reykjavík um árabil. Eftir að þau Ragnar stofnuðu heimili var hún lengst af heima- vinnandi húsmóðir og sinnti um börn og bú. Fyrst á Hellu á Rangárvöllum, svo í Vík í Mýr- dal en í Reykjavík frá 1961. Síð- asta æviárið dvaldi hún á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni. Kristín var bókelsk og kunni mikið af ljóðum og kveðskap. Hún var á margan hátt skapandi, listræn og hugmyndarík, lagin að teikna og fara með liti. Hún var athugul á umhverfi sitt og átti auðvelt með að sjá spaugilegar hliðar á tilverunni. Á efri árum sameinaði hún áhuga sinn á bókum og handverki með því að binda inn bækur af smekkvísi og vandvirkni. Hún var heima- kær en hafði yndi af útivist og ferðalögum innan lands sem ut- an. Hún var dýravinur og hélt sérstaklega upp á ketti og hesta. Kristín ræktaði fallega garða við alla sína bústaði. Útför Kristínar fór fram í kyrrþey að hennar ósk 10.12. 2014. sambúð með Ara Pétri Wendel. Syn- ir þeirra eru Óttar Páll, Elías Andri og Daði Pétur. c) Þor- gerður Arna, f. 1979, gift Óttari Helgasyni. Dætur þeirra eru Gerður Gígja og Hjördís Lóa. d) Einar Páll, f. 1982. 2) Bryn- hildur Anna, f. 18.10. 1949, kennari, gift Ólafi Bjarnasyni verkfræðingi. Synir þeirra eru a) Bjarni, f. 1977, og Ragnar, f. 1979, kvæntur Christne Che. Dóttir þeirra er Annabelle. 3) Jón, f. 27.2. 1953, prestur, kvæntur Gyðu Þuríði Halldórsdóttur tónlistarkenn- ara. Börn þeirra eru a) Hulda, f. 1991, og b) Ragnar, f. 1994. 4) Þorgerður hjúkrunar- og fjöl- miðlafræðingur, f. 30.10. 1958, gift Gísla Kr. Heimissyni fram- kvæmdastjóra. Börn þeirra eru a) María, f. 1983, í sambúð með Christian Hunnerup Hvid, b) Grímur, f. 1986, og c) Ragnar, f. 1996. Kristín ólst upp í Vestri- Garðsauka og gekk í barnaskóla Nú hefur amma okkar Kristín kvatt þennan heim en við erum svo heppin að eiga margar góðar minningar um hana sem munu ylja okkur um ókomnar stundir. Við minnumst ömmu Kristínar með gleði og hlýju. Hún skemmti okkur í æsku með lifandi frásögn- um af körlum og kerlingum með stórt nef og rauðar kinnar sem hún teiknaði jafnóðum við borð- stofuborðið eða litla eldhúsborðið. Svo saup hún á kolsvörtu kaffi og fékk sér bita af bruðu, kleinu eða rúgbrauðssneið með þykku lagi af smjöri og feitum osti. Uppskriftirnar að bakkelsinu kunni hún flestar utanað – slurk af þessu, skvettu af hinu. En þegar hún þurfti að fylgja uppskrift var eins og hún hún fyndi sig knúna til að breyta bara einhverju smáveg- is til að gera hana að sinni eigin. Og enginn bakaði betri flatkökur en hún amma, á rafmagnshellu úti á palli. Dönsku blöðin Familie Journal og Hjemmet minna okkur á ömmu sem var sleip í dönsku og átti ekki í vandræðum með að tala drottn- ingardönsku við Christian, dansk- an sambýlismann Maríu. Ef eitt- hvað vantaði í orðaforðann þá snaraði hún sér yfir í ensku og skellti jafnvel þýskum orðum inn hér og þar til að gera sig skiljan- lega. Amma Kristín var meistari í kaldhæðni og kunni að skjóta inn litlum heilasprengjum sem maður áttaði sig stundum alltof seint á að væru brandarar, oft á kostnað við- mælanda. Henni líkaði allra best að vera svarað fullum hálsi og í sömu mynt. Amma var áhugasöm um myndlist og vel hannaða nytja- hluti og var sjálf lunkin við að teikna og vatnslita. Hún var með fallegar og liprar hendur og flott- ar langar neglur. Hún hafði smekk fyrir mínimalisma og eleg- ans en þoldi ekki væmni og klisjur, átti erfitt með rómantískar bíó- myndir og sérstaklega þótti henni mikið kossaflens vera „agalega púkó“. Hún var samt „svag“ fyrir róm- antík og það kom fyrir að hún benti á hluti eða aðstæður sem henni þóttu rómantískar. Í heim- sókn til Maríu í Sviss sumarið 2009, þá 86 ára, hafði hún orð á því að rómantíkin lægi í loftinu með pastellitar Ladurée-makrónur og blómvönd í stíl á borðinu. Stundum brá fyrir fortíðarg- lamúr í kringum ömmu, sérstak- lega þegar þær Gógó vinkona hennar, sem nú er látin, sátu sam- an í græna sófanum, drukku sérrí, reyktu og hlógu að einhverju sem gerðist fyrir löngu. Ýmsar jurtir, blóm og tré munu alltaf minna okkur á ömmu Krist- ínu sem kenndi okkur hvað þau hétu, teiknaði þau stundum fyrir okkur og fékk ófáa vendi frá okk- ur að launum. Valmúinn sem óx í garðinum í Brautarlandinu og gullinmura, gleym-mér-ei, mús- areyra, geldingahnappur og pen- ingablóm sem greru í kringum sumarhúsið fyrir austan þar sem henni leið svo vel. Amma var lengst af stálhraust og sjálfstæð en undir lokin var lík- aminn farinn að bregðast henni. Þá leitaði hún gjarnan huggunar í sálma og kvæði sem hún þekkti vel, ekki síst Passíusálma Hall- gríms Péturssonar. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér; vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (HP 4. Passíusálmur, 24. vers) Blessuð sé minning þín elsku amma Kristín. María, Grímur og Ragnar. Amma Kristín var óvenjuleg kona fyrir margra hluta sakir og snerti líf þeirra sem henni kynnt- ust með mismunandi hætti, en alltaf eftirminnilegum. Við bræð- urnir eyddum miklum tíma með henni og Ragnari afa okkar á upp- vaxtarárunum og eigum þeim báð- um mikið að þakka. Amma passaði alla tíð upp á að missa ekki tengslin við barnið í sjálfri sér og gat því verið stór- skemmtilegur félagi lítilla stráka. Hún var stórkostlega fyndin og þótti henni fátt skemmtilegra en að koma með athugasemdir eða stutta brandara sem dönsuðu á velsæmdarlínunni. Fyrir litla stráka voru slíkir brandarar engu líkir og veltumst við stundum um af hlátri með ömmu okkar. Hún var handlagin og annt um að við værum í tengslum við for- tíðina. Hún hafði frumkvæði að því að afi byggði lítið leikfangahús úr torfi og múrsteinum við sum- arhús þeirra í Árbæjarhjáleigu og fyllti það svo af útskornum körlum og kerlingum, völum og kjömmum sem léku hlutverk nautgripa og hesta. Margar gönguferðirnar fórum við saman um landið í Hjá- leigunni og alltaf vorum við vel nestuð í þessum ferðum, þótt ekki væru þær langar, enda leggir lít- illa drengja stuttir. Samlokur með eggjum og tómötum og jólaköku- sneiðar voru ómissandi hluti af líf- inu í hjáleigunni. Kristín Guðrún Einarsdóttir MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015 Móðir okkar tengdamóðir og amma, SOFFÍA ZOPHONÍASDÓTTIR leikskólakennari, Sigtúni 37, Reykjavík, lést miðvikudaginn 17. desember. Útför fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 2. janúar kl. 13.00. . Karl Friðjón Arnarson, Snjólaug G. Kjartansdóttir, Örn Þór Karlsson, Atli Björn Karlsson, Úlfar Snær Arnarson, Gréta V. Guðmundsdóttir, Saga Úlfarsdóttir, Guðmundur Karl Úlfarsson. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI LÁRUSSON verslunarmaður, Skólastíg 16, Stykkishólmi, lést á St. Fransiskusjúkrahúsinu í Stykkis- hólmi, laugardaginn 27. desember. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 2. janúar kl. 14.00. Eygló Bjarnadóttir, Guðbergur Auðunsson, Hildigunnur Hjörleifsdóttir, Bjarni Þór Valdimarsson, Matthildur Valdimarsdóttir, Bergur Guðbergsson, Dagur Guðbergsson og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GRÍMUR FRIÐBJÖRNSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést 15. desember og var jarðsettur í kyrrþey mánudaginn 29. desember frá Garðakirkju að ósk hins látna. Aðstandendur þakka starfsfólki Hrafnistu fyrir góða umönnun og vináttu við Grím. Hafdís Grímsdóttir, Egil Stensholt, Kristjana Guðbjörg Grímsdóttir, Ragnar Harðarson, Sigríður Grímsdóttir, Þórður Axel Magnússon, Gunnhildur Grímsdóttir, Yngvi Óðinn Guðmundsson, Þröstur Grímsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR FR. JÓHANNSSON rafvirkjameistari, Vestursíðu 9, áður til heimilis að Lindasíðu 2, Akureyri, lést laugardaginn 27. desember. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn 6. janúar kl.13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Hjartavernd Norðurlands njóta þess. Helena G. Gunnlaugsdóttir, Guðmundur Örn Gunnarsson, Gunnhildur H. Gunnlaugsdóttir, Þorlákur Axel Jónsson, Sigurður S. Gunnlaugsson, Jenný Inga Eiðsdóttir Þorsteinn E. Gunnlaugsson, Guðlaug H. Ingvarsdóttir, afa- og langafabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LEA KRISTÍN ÞÓRHALLSDÓTTIR frá Laugalandi, síðast til heimilis í Sóltúni 2, lést á heimili sínu miðvikudaginn 31. desember. Jarðsungið verður frá Borgarneskirkju laugardaginn 10. janúar. . Helgi Bjarnason, Ingibjörg Friðriksdóttir, Steinunn Bjarnadóttir, Jón G. Kristjánsson, Þórhallur Bjarnason, Erla Gunnlaugsdóttir, Sigrún Bjarnadóttir, Hilmar R. Konráðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÍVAR BJARNASON, Skipholti 8, Reykjavík, lést sunnudaginn 28. desember á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 8. janúar klukkan 13. . Helga Sigurðardóttir, Sigurður Rúnar Ívarsson, Sigurborg Guðmundsdóttir, Bjarnheiður J. Ívarsdóttir, Guðjón Guðmundsson, María Björk Ívarsdóttir, Hákon Hákonarson, Svandís G. Ívarsdóttir, Jakob Þórarinsson, Bjarni Hrafn Ívarsson, Elsa Björk Knútsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.