Morgunblaðið - 02.01.2015, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015
Jón Gnarr situr við skriftir þessa dagana en hann er að vinna aðsinni þriðju og síðustu bók um æskuár sín. Þær fyrri voru Ind-jáninn og Sjóræninginn en sú þriðja, Útlaginn, kemur út fyrir
næstu jól og fjallar um árin frá 13, 14 ára aldri og til tvítugs. Jón er
einnig að skrifa handrit að sjónvarpsþáttum. „Þetta eru sorglegir
gamanþættir sem fjalla um íslenska stjórnkerfið en mér hefur fund-
ist vanta sjónvarpsþætti um það. Vinnuheitið er Borgarstjórinn og
fjallar um borgarstjórann í Reykjavík. Þetta er 10 þátta sería sem er
framleidd er af RVK Studios. Vinnan gengur vel en ég skrifa hand-
ritið ásamt fleirum, m.a. Pétri Jóhanni Sigfússyni en planið er að
hann leiki aðstoðarmann borgarstjórans sem er kannski stærsta
hlutverkið í seríunni.“
Jón er á leið til Bandaríkjanna og verður þar í nokkra mánuði til
að taka þátt í verkefni á vegum stofnunar sem heyrir undir mann-
fræðideild Rice-háskóla í Houston í Texas. „Þetta verður ein önn og
mun snúast um lýðræðismál og lýðræðismöguleika og samskipti í
víðu samhengi. Þeim fannst ég svo áhugavert eintak af manneskju
að þeir vildu hafa mig með og fannst sagan af Besta flokknum vera
athyglisvert dæmi.“
Eiginkona Jóns er Jóhanna Jóhannsdóttir nuddari. Börn þeirra
eru Frosti Örn Gnarr Jónsson, Dagur Kári Gnarr Jónsson, Margrét
Edda Gnarr Jónsdóttir, Kamilla María Gnarr Jónsdóttir og Jón
Gnarr Jónsson sem er 9 ára.
Jón Gnarr er 48 ára í dag
Morgunblaðið/Ómar
Borgarstjórinn Jón Gnarr er að vinna að sjónvarpsþáttum sem fjalla
um borgarstjóra í Reykjavík enda öllum hnútum kunnugur þar.
Þættir um íslenska
stjórnkerfið í bígerð
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Ólína Stefánsdóttir, Agla Elín Davíðsdóttir og Inga Sóley Kjartansdóttir héldu
tombólu fyrir utan Sunnubúðina í Hlíðunum. Söfnuðu þær alls 7.243 krónum
sem renna eiga til Rauða krossins. Þeim eru færðar miklar þakkir fyrir.
Hlutavelta
Sigríður Ástmundsdóttir, Kolbrún Jara Birgisdóttir og Eva María Óskarsdóttir
héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum. Afraksturinn var 5.863 krónur. Þeim
eru færðar miklar þakkir fyrir.
Þ
órhallur fæddist í
Reykjavík 2.1. 1965 og
ólst upp í Árbæjarhverf-
inu. „Ég stundaði fót-
bolta hjá Fylki, var í
skátafélaginu Árbúum og gekk í Ár-
bæjarskóla til 12 ára aldurs. Þá
fluttum við í Mosfellssveit og ég lauk
grunnskólanum í Varmárskóla og
Gagnfræðaskóla Mosfellssveitar.“
Þórhallur lauk stúdentsprófi við
FÁ, stundaði nám í kontrabassaleik
við Tónlistarskóla Reykjavíkur í
þrjú ár hjá Jóni Bassa, lauk námi frá
Lögregluskóla ríkisins 1991, BA-
prófi í mannfræði frá HÍ, 2012, og er
í MA-námi í mannfræði frá 2013.
Þórhallur fór oft í sveit á sumrin
að Felli í Biskupstungum. „Þar var
móðir mín fædd og uppalin en á
þessum tíma var Auður, systir
mömmu, með búskap þar, ásamt
fjölskyldu sinni. Kristján afi var þá
enn á lífi, bjó þar og tók þátt í bú-
störfum þrátt fyrir háan aldur.“
Þórhallur hóf sumarafleysinga-
störf hjá lögreglunni í Reykjavík
1987 og hefur verið í lögreglunni síð-
an. Fjölskyldan flutti til Eskifjarðar
árið 1993 og Þórhallur hefur verið
lögregluvarðstjóri þar síðan.
Á slóðum ófriðar og glæpa
Þórhallur vann við friðargæslu-
störf hjá IPTF, International Police
Task Force, hjá Sameinuðu þjóð-
unum í Bosníu 2000-2001. „Ég starf-
aði í rannsóknarsveit Joint Task
Force í aðalstöðum SÞ í Sarajevo.
Deildin fylgdi eftir og hafði yfirsýn
yfir alvarlegustu sakamál landsins,
skipulagða glæpi, mansal, stríðs-
glæpi, pólitíska spillingu og fleira.
Ég var síðar í eftirlitssveit Norður-
landa, SLMM Sri Lanka Monitoring
Þórhallur Árnason lögregluvarðstjóri – 50 ára
Tvær góðar rokkgrúppur Þórhallur og Ian Anderson með hljómsveitum sínum, Gildrunni og Jethro Tull.
Í friðargæslu og rokki
Með betri helmingnum Þórhallur og eiginkonan, Michele Terraine Árnason.
BELLAVISTA er eitt öflugasta fæðubótarefnið á
markaðnum fyrir sjónina. Náttúrulegir plöntukjarnar
ásamt vítamínum og steinefnum sem gegna
mikilvægu hlutverki í að viðhalda góðri og skarpri
sjón langt fram eftir aldri. Í BELLAVISTA er hátt
hlutfall af bláberjaþykkni og lúteini. BELLAVISTA er
á hagstæðu verði og er fáanlegt í flestum apótekum,
heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna.
Kynntu þér BELLAVISTA á www.gengurvel.is
Á H R I F A R Í K
LEIÐ TIL AÐ VIÐHALDA
GÓÐR I S J Ó N
Fæst í f lestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhi l lum stórmarkaðanna