Morgunblaðið - 02.01.2015, Qupperneq 35
Mission, 2007-2008 við friðargæslu-
störf og vopnahléseftirlit á Srí
Lanka en stríð geisaði þar á milli
Tamíl-tígra og stjórnarhersins frá
1983. Ég var staðsettur í Vavuniya,
stutt frá átakasvæðinu.
Síðan starfaði ég í alþjóðlegri lög-
reglusveit Evrópusambandsins
EUPM Europian Union Police Mis-
sion 2008-2009 við störf í Bosníu. Þar
aðstoðuðum við lögreglu landsins í
baráttunni við skipulagða glæpa-
starfsemi. Ég vann auk þess við
kosningaeftirlit á vegum ÖSE, Ör-
yggis- og samvinnustofnun Evrópu í
Georgíu árið 2008.“
Þórhallur hefur áhuga á tónlist og
íþróttum. „Ég var mikið á skíðum og
í frjálsum þegar ég var yngri en síð-
an tók líkamsræktarsalurinn við.
Ég lék með Lúðrasveit Mosfells-
sveitar og kynntist þar Karli Tómas-
syni, æskuvini mínum og trommu-
leikara. Við stofnuðum okkar fyrstu
hljómsveit, Venus, árið 1977 en í
þeirri sveit voru einnig Erlendur
Sturluson og Hafþór Hafsteinsson
heitinn. Ég spilaði þar á gítar en hef
síðan spilað á bassa. Við Kalli stofn-
uðum aðrar hljómsveitir sem spiluðu
víða um land, en 1987 stofnuðum við
Gildruna, ásamt Birgi Haraldssyni.
Sú hljómsveit hefur sent frá sér átta
plötur og spilað mikið á tónleikum
og dansleikjum. Sigurgeir Sig-
mundsson gítarleikari starfaði
lengst af með okkur. Gildran hitaði
upp á tónleikum fyrir ýmsar heims-
frægar hljómsveitir sem hingað
komu svo sem Uriah Heep, Nazar-
eth, Status Quo og Jethro Tull.“
Fjölskylda
Eiginkona Þórhalls er Michele
Terraine Árnason, f. 25 2. 1964, að-
stoðarkona framkvæmdastjóra í
Steypuskála Alcoa Fjarðaáls.
Foreldrar hennar voru Robert
Gresham, f. 14.11. 1937, d. 5.9. 2001,
og Margaret Rose Gresham, f. 6.3.
1943, d. 9.2. 2014. Þau voru búsett í
Englandi.
Börn Þórhalls og Michele eru
Karl Stephen Stock, f. 17.5. 1984,
rafvirki í Garðabæ, en kona hans er
Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir,
sérfræðingur í fjarstýringu hjá
Orkuveitu Reykjavíkur, og er dóttir
þeirra Sophie Eik Karlsdóttir Stock,
f. 26.6. 2011; Greig Michael Stock, f.
27.8. 1986, háskólanemi í Reykjavík;
Hannes Þór Þórhallsson, f. 3.11.
1991, framleiðslumaður hjá Alcoa
Fjarðaáli, búsettur á Eskifirði;
Katrín Ólafía Þórhallsdóttir, f. 6.5.
1993, framleiðslumaður hjá Alcoa
Fjarðaáli, búsett á Eskifirði en unn-
usti hennar er Oddur Eysteinn Frið-
riksson, framleiðslumaður hjá Alcoa
Fjarðaáli og myndlistarmaður, og er
sonur þeirra Ýmir Kaldi Oddsson, f.
21.12. 2012.
Systkini Þórhalls eru Hjalti Árna-
son, f. 18.2. 1963, framkvæmdastjóri
hjá Eldingu í Mosfellsbæ; Guð-
bjartur Árnason, f. 15.9. 1967, sölu-
og markaðsstjóri hjá Reykjavík
Residence Hotels, búsettur í
Reykjavík; Sigurbjörg Árnadóttir, f.
15.9. 1967, húsfreyja í Bandaríkj-
unum; Kristján Árnason, f. 19.5.
1972, sérfræðingur á fjármálasviði
hjá Sjóvá, búsettur í Vogum á
Vatnsleysuströnd.
Foreldrar Þórhalls voru Árni
Guðmundsson, f. 20.11. 1933, d. 4.6.
1999, málarameistari í Reykjavík, og
Katrín Kristjánsdóttir, f. 19.1. 1935,
d. 14.3. 1987, húsfreyja og mat-
reiðslukona í Reykjavík.
Úr frændgarði Þórhalls Árnasonar
Þórhallur
Árnason
Katrín Guðmundsdóttir
húsfr. í Haukadal
Greipur Sigurðsson
b. í Haukadal
Guðbjörg Greipsdóttir
húsfr. á Felli
Kristján Loftsson
b. á Felli í Biskupstungum
Katrín Kristjánsdóttir
húsfr. og matráðskona í Rvík
Sigríður Bárðadóttir
húsfr. í Kollabæ
Loftur Loftsson
b. í Kollabæ og í Gröf í Hrunamannahr.
Sigurður Greipsson
skólastj. Íþróttaskólans í
Haukadal
Halla Lovísa
Loftsdóttir
húsfr. og
skáldkona
á Sandlæk
Guðmundur
Ámundason
b. á Ásum í
Gnúpverja-
hreppi
Halla
Guðmunds-
dóttir
leikkona
Guðmundína Ólafsdóttir,
gift Guðbjarti Þorgrímssyni.
Fósturforeldrar Árna
Guðmundssonar
Stefán Jónsson
rithöfundur
Hjalti Úrsus Árnason
aflraunamaður Sigurbjörg Jónsdóttir
húsfr. á Stökkum
Ólafur Ólafsson
b. á Stökkum á Rauðasandi
Ólína Guðbjörg Ólafsdóttir
húsfr. í Rvík
Guðmundur Jónsson
verslunarm. hjá Völundi í Rvík
Árni Guðmundsson
málarameistari í Rvík
Steinunn Guðmundsdóttir
frá Tungu á Hvalfjarðarströnd
Jón Einarsson
ráðsmaður á Þorgautsstöðum í Hvítársíðu, bróður-
sonur Jóns, afa Guðmundar Böðvarssonar skálds, og
hálfbróðursonur Helga, afa Halldórs Kiljan Laxness
Greipur Sigurðsson
b. og landgræðsluvörður í
Haukadal
Már Sigurðsson
b. í Haukadal
Bjarni Sigurðsson
harmonikkuleikari
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015
Kristján Bersi fæddist í Reykja-vík 2.1. 1938. Foreldrar hansvoru Ólafur Þ. Kristjánsson
skólastjóri og Ragnhildur G. Gísla-
dóttir húsfreyja.
Bræður Ólafs voru Halldór frá
Kirkjubóli og Guðmundur Ingi, skáld
á Kirkjubóli. Ólafur var sonur Krist-
jáns, bónda þar, bróður Guðrúnar,
ömmu Gests arkitekts og Valdimars
flugumferðarstjóra, föður Þórunnar,
sagnfræðings og rithöfundar. Móðir
Ólafs skólastjóra var Bessa, systir
Friðriku, ömmu Einars Odds Krist-
jánssonar alþm.
Ragnhildur var dóttir Gísla Árna-
sonar og Ragnhildar Jensdóttur, syst-
ur Ástríðar, ömmu Davíðs Gunnars-
sonar.
Systur Kristjáns Bersa: Ásthildur
skólaritari, móðir Ólafs Þ. Harðar-
sonar stjórnmálafræðings og Tryggva
Harðarsonar, fyrrv. bæjarstjóra, og
Ingileif Steinunn hjúkrunarfræð-
ingur, móðir lögfræðinganna Gunnars
og Margrétar Viðar.
Eftirlifandi eiginkona Kristjáns
Bersa er Sigríður Bjarnadóttir og
eignuðust þau fjögur börn: Freydísi,
Ólaf Þ., Jóhönnu sem lést 1973, og
Bjarna Kristófer.
Kristján Bersi lauk stúdentsprófi
frá MR 1957, fil. kand.-prófi frá Stokk-
hólmsháskóla 1962 og prófi í uppeldis-
og kennslufræðum í HÍ 1971.
Kristján Bersi var blaðamaður á
Tímanum 1962-64, blaðamaður og rit-
stjóri á Alþýðublaðinu 1965-70, kenn-
ari við Flensborgarskólann í Hafn-
arfirði 1970-72, skólastjóri þar
1972-75 og skólameistari þar 1975-99,
er hann lét af störfum.
Kristján Bersi var formaður Blaða-
mannafélags Íslands 1967-68, sat í
stjórn Félags háskólamenntaðra
kennara og stjórn Hins íslenska
kennarafélags og var formaður Fé-
lags áfangaskóla í nokkur ár. Þá var
hann varaformaður Bandalags kenn-
arafélaga 1983-87.
Kristján Bersi ritaði sögu Flens-
borgarskólans í 100 ár, útg. 1982.
Hann skrifaði fjölda ritgerða og
greina í blöð og tímarit auk þess sem
hann var afkastamikill þýðandi og
prýðilegur hagyrðingur.
Kristján Bersi lést 5.5. 2013.
Merkir Íslendingar
Kristján Bersi Ólafsson
95 ára
Sigríður Sigurðardóttir
85 ára
Georg Franzson
Þrúður Gunnarsdóttir
80 ára
Anna Auðunsdóttir
Anna Friðrika Friðriksdóttir
Helga Erla Hjartardóttir
Jens Jónsson
Maggý Björg Jónsdóttir
Sigríður Valg.
Ingimarsdóttir
75 ára
Anna Bergmann
Guðbjörnsdóttir
Böðvar Þorvaldsson
Gerður Kristdórsdóttir
Margrét J. Magnúsdóttir
70 ára
Björn Björnsson
Eiríkur Rósberg Árelíusson
Guðný Ásólfsdóttir
Jón Guðlaugsson
Lárus Reynir Halldórsson
Rósmary Kristín Sigurðard.
60 ára
Einar Matthías Þórarinsson
Hörður Traustason
Jonas Abukevicius
Margrét Sæunn Bogadóttir
Pétur Þorsteinn
Þorgrímsson
Sigríður Rut Pálsdóttir
Sæunn Elfa Pedersen
Karlsdóttir
50 ára
Guðbjörg Hjördís
Jakobsdóttir
Helga Karlsdóttir
Jenný Borgedóttir
María Jónasdóttir
Ragnar Gísli Bjarnason
Sigrún Jóna Hinriksdóttir
Vasyl Kogut
40 ára
Arnar Bjarnason
Dávid Bajomi-Lázár
Guðrún Steinunn
Svavarsdóttir
Halldór Freyr Sveinsson
Heiða Ingimundardóttir
Helena Rut Borgarsdóttir
Jaroslaw Stanislaw Dudziak
Joanna Agnieszka Lubelska
Jóhann Egilsson
Jóhann Þór Sveinsson
Najim Asbai
Rajesh Busgeeth
Sangduan Wangyairam
Sara Björg Ólafsdóttir
Sigurður Elmar Birgisson
Símon Halldórsson
Sæmundur Valdimarsson
Tomasz Rafal Baldowski
Þorvaldur Sigurðsson
Örvar Bessason
30 ára
Arnór Ísfjörð
Guðmundsson
Atli Freyr Guðmundsson
Áslaug Einarsdóttir
Dagný Björg Gunnarsdóttir
Edda Bára Höskuldsdóttir
Edvin Ström
Einar Haukur Björnsson
Friðrik Þór Jóhannsson
Helga Hrönn Óladóttir
Helgi Þorvaldsson
Svana Kristinsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Sigrún ólst upp í
Kópavogi, býr í Reykjavík
og er í fæðingarorlofi um
þessar mundir.
Maki: Aðalsteinn Sig-
urðsson, f. 1983, sölu-
maður.
Börn: Andri Dagur, f.
2007, Úlfur Ingi, f. 2010,
og Helga Karen, f. 2014.
Foreldrar: Rúnar Sig-
urkarlsson, f. 1952, og
Hildur Guðmundsdóttir, f.
1953, en þau eru ráð-
gjafar hjá Innnesi.
Sigrún Agnes
Rúnarsdóttir
30 ára Ívar býr í Reykja-
vík, lauk BSc-prófi í fjár-
málaverkfræði frá HR og
MSc-prófi í rekstrarverk-
fræði og starfar hjá Ice-
landair.
Maki: Snædís Ósk Sig-
urjónsdóttir, f. 1988, lög-
fræðingur.
Sonur: Arnar Kári, f.
2012.
Foreldrar: Margrét Stein-
unn Thorarensen, f. 1964,
og Erling Ingvason, f.
1965..
Ívar Örn
Erlingsson
30 ára Kristján ólst upp í
Hveragerði, býr þar, lauk
sveinsprófi í húsasmíði og
er húsasmiður og tromm-
ari í Future Figment.
Systkini: Þorbjörg, f.
1974; Fanney, f. 1974; Sig-
rún Björk, f. 1977, og Sig-
urður Örn, f. 1992.
Foreldrar: Björn Hauks-
son, f. 1949, starfsmaður
hjá Kjörís, og Helga Svava
Bjarkadóttir, f. 1955,
starfsmaður á heilsu-
stofnun.
Kristján
Björnsson
KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
HREINSI- OG SMUR-
EFNI, GÍROLÍUR,
SMUROLÍUR OG
RÚÐUVÖKVI
FYRIR ALLAR GERÐIR BIFREIÐA
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.