Morgunblaðið - 02.01.2015, Side 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það getur verið nauðsynlegt að vera
einn með sjálfum sér um tíma. Sýndu sveigj-
anleika og þá munu allir erfiðleikar gufa upp.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú getur kannski leyst alla skapaða
hluti sjálf/ur en það er ekki eins skemmti-
legt. Vertu varkár og segðu ekkert fyrr en þú
ert alveg viss.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er munur á því að fara fyr-
irhafnarminnstu leiðina og þá sem ekki felur
í sér neinar hindranir. En breytingar þurfa að
leiða til ávinnings, annars eru þær ekki til
neins.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það hefur ekkert upp á sig að blanda
öðrum í mikilvæga ákvarðanatöku. Temdu
þér eina eða tvær brellur sem þú getur not-
að til að koma í veg fyrir ofát eða ofeyðslu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er engin ástæða fyrir þig til þess
að vera að væla yfir hlutunum. Aðgát skal
höfð í nærveru sálar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Venus fer milli stjörnumerkja í dag og
það gerir ykkur kleift að skilja betur hvað
ástin hefur mikla þýðingu. Láttu at-
hugasemdir annarra sem vind um eyru
þjóta.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ágreiningur við maka er sennilegur nú
og næstu vikur. Léttu undir með einhverjum
sem mun launa þér greiðann. Þér hættir til
að sjá ekki skóginn fyrir trjánum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Gerðu draum þinn að veruleika
og leitaðu á vit ævintýranna. Njóttu þess að
vera í faðmi fjölskyldunnar og byrjaðu svo á
nýju verkefni. Allt hefur sinn tíma.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft að venja þig af því að
ætla að keyra skoðanir þínar ofan í annað
fólk. Kannski að þú viljir meira frelsi, eða þá
að hinn aðilinn vill um frjálst höfuð strjúka.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Gættu þess að endurbætur sem
þú vilt gera í dag séu raunhæfar og mögu-
legar. Ljúktu við hverskonar skreytingar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Margan skemmtilegan manninn
rekur á fjörur þínar í dag. Móðir náttúra
vinnur á svo hárfínan og stórkostlegan hátt,
að bara það að horfa getur verið hjartnæmt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Viðurkenndu það, einhver sem þú ert
alltaf að þrasa við er syndsamlega aðlað-
andi. Ef þú einbeitir þér að viðtökunum eyði-
leggur það fyrir tjáningunni. Taktu þér tak og
leitaðu hjálpar ef þú ert kvalin/n.
Mér þykir fara vel á því um leiðog ég þakka lesendum Vísna-
horns fyrir gamla árið og óska
þeim velfarnaðar á hinu nýja að
gera þessi orð Ólafs Stefánssonar á
Leirnum að mínum:
„Það segja gamlir menn að ef
áramótin rigna saman verði vorið
gott og árgæska til lands og sjávar.
Heyfengur með ágætum og troð-
júgra kýr í haga.
Um áramótin háleit heit
vil halda en ekki brjóta.
Una glaður upp í sveit,
yrkja og friðar njóta.
Ævi sína enginn veit,
örlög sviðið móta.
Inn í framtíð enginn leit
né endi á lífsins kvóta.“
Sigurlín Hermannsdóttir skrifaði
í Leirinn á sunnudaginn: „Veturinn
í ham með hálku og myrkur. En
fram undan eru áramót og hækk-
andi sól. Óska öllum Leirverjum
velfarnaðar á nýju ári.
VETRARÞRÍLEIKUR
I. Vetrarfærð
Á myrkum morgni
mannkind fetar
glerjaðar götur
með geig í fótum.
Hugsar kvíðin
hvað ef ég dett?
Á morgun mun ég
mannbrodda kaupa.
II. Áramót
Sjást á lofti
sólir átján,
rifna himnar,
rignir stjörnum.
Fólkið fagnar
faðmar, kyssir.
Mætast ár
á miðri nóttu.
III. Á djamminu
Ölfúsum gestum
öldurhúsa,
frekum til fjörs,
er fleygt á götu.
Villir vega
til vina sinna.
Gleði rokgjörn
í garra bitrum.
Hallmundur fyrsti kvað:
Engar fara af því sögur.
Ekki neitt ég leit
yndislegra en ung og fögur
áramótaheit.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Háleit heit og
Vetrarþríleikur
Í klípu
„ÉG GAF MIG SJÁLFUR FRAM. ÉG VAR
ORÐINN ÞREYTTUR Á AÐ HLAUPA.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„JÚ, JÚ, HÚN ER STÓR, EN HÚN MUN MÁLA
MEÐALSTÓRT HERBERGI Á ÞREMUR
MÍNÚTUM.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vilja gefa henni
stjörnurnar og mánann.
ÉG HELD AÐ ÞAÐ
SÉ FLÓATÍÐ
MIG
KLÆJAR
OG ÉG SÉ
LITLA STIGA
HVAÐ KOM
FYRIR ÞIG?
HELGA OG ÉG RIFUMST
OG HÚN KASTAÐI
NAUTAGÚLLASINU Í MIG!
HVERNIG GETUR
NAUTAGÚLLAS VALDIÐ
SVONA MIKLUM SKAÐA?
ÞAÐ VAR ENNÞÁ Í
POTTINUM!
Hvað er sagt hjá læknum? spurðiíslenskukennari gjarnan nem-
endur sína á árum áður. Þó hann sé
sprækur sem lækur er hann hættur
að kenna en legði hann spurninguna
fyrir nú er Víkverji sannfærður um
að svarið tengdist örugglega oftar
læknadeilunni en lækjarsprænu.
x x x
Undanfarna daga hefur snjóað íhöfuðborginni, rétt eins og búast
hefur mátt við á þessum árstíma frá
því land byggðist og reyndar lengur
en það. Þegar Jón Gnarr var borg-
arstjóri ákvað hann að bregðast við
snjókomu með því að bíða eftir rign-
ingunni og varð margt beinið undan
að láta á svellinu fyrir vikið. Samt
verður hann örugglega næsti forseti
miðað við jólaspjall hans við Sigmar í
Kastljósi ríkisútvarpsins, hvenær svo
sem hann fær tækifæri til þess.
x x x
Núverandi borgarstjóri, sem erlæknir að mennt, hefur engu að
síður haldið uppteknum hætti for-
vera síns í sambandi við viðbrögð við
snjókomu. Vegna nýlegrar umræðu
um eftirlíkingar í ráðhúsinu dregur
Víkverji þá ályktun að hann vilji
einnig verða forseti. Annað væri stíl-
brot.
x x x
Vegna ófærðar í húsagötum höf-uðborgarinnar hafa sorphirðu-
menn ekki getað unnið vinnuna sína
og sorp því hlaðist upp. Borgarstjóri
hefur hvatt borgarbúa til þess að
hreinsa götur og gangstíga svo sorp-
hirðumenn komist að sorptunnum,
en Víkverji hefur alla tíð staðið í
þeirri trú að það væri hlutverk borg-
arinnar að sjá um hreinsunina. Í það
minnsta hafa álögur á borgarbúa
ekki minnkað í tíð hans í borg-
arstjórn. Eftir því sem Víkverji
kemst næst eiga borgarar heldur al-
mennt ekki snjóruðningstæki enda
ekki stæði fyrir slík tæki í húsagöt-
um, hvað svo sem síðar verður.
x x x
Ég er kominn heim í heiðardalinn,söng Haukur, kominn heim til að
hlusta á lækinn og svo framvegis.
Andrúmsloftið væri örugglega betra
ef aðrir tækju hann til fyrirmyndar.
Gleðilegt ár. víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Drottinn er hlutskipti
mitt og minn afmældi bikar; þú held-
ur uppi hlut mínum. (Sálm. 16, 5.)
DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ
A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is
Tæki til
vetrarþjónustu
Stofnað 1957