Morgunblaðið - 02.01.2015, Page 39

Morgunblaðið - 02.01.2015, Page 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015 » Árið var kvatt í Hallgrímskirkjuá gamlársdag með hátíðartón- leikum. Á þeim fluttu trompetleik- ararnir Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson, Eggert Pálsson pákuleik- ari og Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, tilkomumikil há- tíðarverk, m.a. eftir Vivaldi, Purcell og Bach. Tónleikarnir báru yf- irskriftina Hátíðarhljómar við ára- mót og bauð Listvinafélag Hall- grímskirkju upp á þá í 22. sinn. Hátíðarhljómar við áramót í Hallgrímskirkju Morgunblaðið/Eggert Hátíð Inga Hlíf Melvinsdóttir, Eirik Eylands Brandsos og Iðunn Pálsdóttir skemmtu sér vel í Hallgrímskirkju. Bros Elín M. Gunnarsdóttir, Margrét Hjartardóttir og Jökull Jörgensen. Gleði Ólafur Stefánsson og Jak- obína Finnbogadóttir brostu breitt. Nú á nýju ári hyggst hinn kunni breski myndlistarmaður Damien Hirst opna nýja myndlistar- og sýn- ingamiðstöð sína í heilli götulengju í suðurhluta Lundúna. Þar mun hann sýna uppstoppuð dýr og ýmiskonar anatómísk módel við hlið dýrmætra listaverka eftir marga kunnustu myndlistarmenn liðinnar aldar. Að- gangur að sýningunum mun vera ókeypis og koma verkin úr eigu Hirst sjálfs en hann er einn helsti myndlist- arsafnari samtímans. Samkvæmt The Art Newspaper hefur verið unnið að undirbúningi listamiðstöðvar Hirst við Newport Street í Vauxhall-hverfinu í um ára- tug. Við götuna voru áður verkstæði þar sem sviðsmyndir leikhúsa urðu til og hafa byggingarnar verið friðaðar, en borgaryfirvöld samþykktu tillögu arkitekta Hirst um breytingar á hús- unum og tilheyrandi viðbætur. Að sögn talsmanns yfirvalda verða sýn- ingarnar opnar öllum og þar á meðal mörgum íbúum svæðisins sem myndu annars ekki fara á sýningar. Hirst hefur efnast gríðarlega á sölu verka, ekki síst þegar hann seldi eigin verk á uppboði fyrir tugi milljarða króna. Er hann sagður efnaðasti myndlistarmaður allra tíma. Tals- maður borgaryfirvalda segir hann koma að kostnaði við lagningu járn- brautar gegnt miðstöðinni og þá segir talsmaður Hirst að í sex sýning- arrýmum verði ekki safnalegar sýn- ingar heldur breytileg uppsetning einka- og samsýninga. Hirst kallar safneign sína „Mur- derme“ og munu vera í henni yfir 2.000 gripir. Sýnd verða verk samtíð- armanna á borð við Jeff Koons, Sarah Lucas og Tracey Emin, og verk jöfra eins og Francis Bacon og Pablo Pi- casso. Þá verða allskyns gripir sem tengjast áhuga Hirst á dauðanum vera til sýnis, náttúrusögulegir gripir sem og uppstopppuð dýr. Reuters Vellauðugur Breski myndlistarmaðurinn Damien Hirst við eitt umtalaðra verka sinna, „For the love of God“, hauskúpu prýdda 8.601 demanti. Styttist í opnun sýninga Hirst Leikkonan Jennifer Lawrence er sú kvikmyndastjarna sem helst borgar sig fyrir framleiðendur að hafa í kvikmyndum sínum, sam- kvæmt greiningu viðskipta- tímaritsins Forbes. Í henni er litið til ársins 2014. Lawrence lék í tveimur kvikmyndum á árinu sem skiluðu samtals 1,4 milljörðum dollara í miðasölutekjur, The Hun- ger Games: Mockingjay – Part 1 annars vegar og hins vegar X- Men: Days of Future Past. Listi Forbes tekur mið af þeim myndum sem skiluðu mestum tekjum á árinu og leikurunum sem léku í þeim. Í öðru sæti listans er leik- arinn Chris Pratt en myndirnar sem hann lék í skiluðu 1,2 millj- örðum dollara í miðasölukassa kvikmyndahúsa. Pratt lék í The Guardians of the Galaxy og talaði inn á The Lego Movie sem slógu báðar í gegn. Í þriðja sæti er Scar- lett Johansson sem lék í Captain America: The Winter Soldier, Lucy og Under the Skin sem allar nutu góðrar aðsóknar. Lawrence skilar mestu AFP Gullnáma Jennifer Lawrence er ein skærasta kvikmyndastjarna heims. Lína Langsokkur –★★★★ – S.J. fbl. Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 3/1 kl. 13:00 Lau 17/1 kl. 13:00 Lau 31/1 kl. 13:00 Sun 4/1 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Sun 1/2 kl. 13:00 Lau 10/1 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00 Lau 7/2 kl. 13:00 Sun 11/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00 Sun 8/2 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Fös 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 7/1 kl. 20:00 5.k. Fim 15/1 kl. 20:00 8.k. Lau 3/1 kl. 20:00 3.k. Fim 8/1 kl. 20:00 6.k. Sun 18/1 kl. 20:00 Sun 4/1 kl. 20:00 4.k. Sun 11/1 kl. 20:00 7.k. Sígilt meistarastykki Ibsen í nýrri þýðingu Hrafnhildar Hagalín Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 Nýjar aukasýningar komnar í sölu! Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 Hundur í óskilum snúa aftur með nýja sýningu Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Mið 21/1 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 ATH janúar sýningar komnar í sölu! Bláskjár (Litla sviðið) Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00 Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi ★★★★ – SGV, MblHamlet – Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is MP5 (Aðalsalur) Sun 11/1 kl. 20:00 Lífið (Aðalsalur) Sun 18/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00 Sun 1/2 kl. 13:00 Lísa og Lísa (Aðalsalur) Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.