Morgunblaðið - 02.01.2015, Side 44
FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2. DAGUR ÁRSINS 2015
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ég, Eyrbekkingurinn, man fyrst
eftir Selfossstelpunni fjórtán eða
fimmtán ára. Í fyllingu tímans
kynntumst við betur og Ingunn hef-
ur stundum sagt í gríni að þetta
hafi allt smollið saman á balli í Sel-
fossbíói haustið 1982. Þá varð ekki
aftur snúið,“ segir Ari Björn Thor-
arensen á Selfossi sem varð fimm-
tugur í gær, nýársdag. Slíkt væri
varla í frásögur færandi nema hvað
Ingunn Gunnarsdóttir, eiginkona
hans, er fimmtug á morgun, 3. jan-
úar. Ætla af því tilefni – með börn-
unum sínum þremur – að halda
sameiginlega upp á afmælin og
vænta fjölmennis á skemmtistaðinn
Hvíta húsið á Selfossi þar sem hófið
verður haldið.
Dagamunur er tímabær
Ari er fæddur á sjúkrahúsinu á
Selfossi en Ingunn á Landspít-
alanum í Reykjavík. „Nei, þetta er
nú ekki svo krúttlegt að við höfum
verið í vöggu hlið við hlið á sjúkra-
húsinu. Erum þó fædd undir sama
tunglinu sem útskýrir kannski eitt-
hvað,“ segir Ingunn, sem jafnan
hefur boðið fjölskyldu og vinum
heim á afmælisdegi sínum. Þá hefur
móðir Ara, Guðrún Thorarensen,
jafnan haldið upp á afmælisdag son-
arins, boðið skylduliði sínu í kaffi á
fyrsta degi árs jafnvel þó að afmæl-
isbarnið hafi ekki alltaf mætt, enda
bundið við vinnu. Að þessu sinni
verður þó meira umleikis, það er
annað kvöld, á þriðja degi árs.
„Við héldum partí þegar við urð-
um tvítug, en vorum í útlöndum á
þrítugs- og fertugsafmælum okkar.
Nú er hins vegar tímabært að gera
sér dagamun,“ segir Ingunn sem
annast umboð Tryggingastofnunar
og Sjúkratrygginga hjá embætti
Sýslumannsins á Selfossi. Hún hef-
ur í tímans rás tekið þátt í ýmsu fé-
lagsstarfi í heimabæ sínum. Er for-
maður Lúðrasveitar Selfoss, sem
hún hefur starfað með frá 1978 og
auðvitað ætla félagar hennar þar að
spila í afmælinu. Um
Ara Björn er það að segja að
hann hefur í bráðum þrjátíu ár ver-
ið fangavörður á Litla-Hrauni og
var lengi í forystusveit starfssystk-
ina sinna. Í dag situr hann í bæj-
arstjórn Árborgar, er formaður
Héraðsnefndar Árnesinga og situr í
ýmsum ráðum fyrir sveitarfélagið.
Er einnig formaður Afréttarmála-
félags Flóa og Skeiða.
Fangavörður í fjallferðir
„Sennilega er ég eini fjárlausi
bóndinn á Íslandi sem er í forsvari
fyrir svona virðulegan félagsskap.
En þetta tengist annars svolítið
sveitalífinu sem stendur mér nærri,
hestamennskunni og sauðfé. Mér
finnst fátt skemmtilegra en fara á
afrétt á haustin, fór fyrst árið 1980
og síðan þá eru fjallferðirnar orðn-
ar alls 45. Ég reikna með að ein-
hverjir úr því kompaníi komi í af-
mælið. Býst þó ekki við neinum
fyrrverandi föngum af Litla-
Hrauninu, þó að ég hafi eignast vin-
áttu og trúnað þeirra marga sem
vonandi hefur hjálpað þeim að kom-
ast á beina braut í lífinu.“
Eru fædd undir sama tungli
Hjónin Ingunn
og Ari fimmtug 1.
og 3. janúar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fimmtug Ari Björn Thorarensen og Ingunn Gunnarsdóttir skera sér bita af heimareykta hangikjötinu úr sveitinni.
Þau Ari Björn og Ingunn eru bæði í steingeitinni, en áhrif þess stjörnu-
merkis spanna dagana 22. desember til 19. janúar. Sagt er að steingeit sé
einstaklingur sem oft eigi frumkvæði að jákvæðri uppbyggingu. Sé ann-
ars jarðbundin, vilji ná árangri en sé þó raunsæ og almennt íhaldssöm á
góð gildi. Afneiti allskonar freistingum enda sé ábyrgðartilfinningin
sterk. Þá er sagt að steingeitina skipti miklu öryggi heimilis hennar og að
fjölskyldan eigi gott líf og telji hún flest til vinnandi til þess að svo megi
verða.
„Já, ég get samþykkt og skrifað upp á að margt af þessu eigi við um
mig,“ segir Ari og Ingunn tekur hlæjandi í sama streng.
Afneita allskonar freistingum
JARÐBUNDNAR OG RAUNSÆJAR STEINGEITUR
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4430 I-PAD ÁSKRIFT 4430
1. Andlát: Eggert Þór Bernharðsson
2. Ellefu fengu riddarakross í dag
3. Hækkaði skyndilega flugið
4. Öflug sprenging við …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Philipp Richardsen píanóleikari
verður með tónleika í Kaldalóni
Hörpu í kvöld þar sem hann vefur vín-
arklassík, tyrkneskan djass og suð-
ræna sveiflu í órofa heild. Nýjasti
geisladiskur Richardsens, með píanó-
tónlist eftir Chopin, var valinn
„Hljóðupptaka ársins“ í Suður-Kóreu,
en eftir að hafa lokið tónleikaferð
sinni um helstu tónlistarhús Evrópu,
Ástralíu, Asíu og Ameríku liggur leið
Richardsens nú aftur til Íslands. Tón-
leikarnir hefjast kl. 19.30.
Klassík, djass og
tangó í Hörpu
Stórsveit Reykjavíkur fagnar nýju
ári með árlegum sveiflualdartón-
leikum, sem hefjast í Silfurbergi,
Hörpu, sunnudaginn 4. janúar kl. 17.
Þekkt lög með Benny Goodman,
Artie Shaw, Jimmy Lunceford, Cab
Calloway, Charlie Barnet, Les Brown,
Glenn Miller, Duke Ellington og Count
Basie verða leikin. Gestasöngvarar
verða systkinin Páll Óskar Hjálmtýs-
son og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Söng-
kvartettinn Nútímamenn kemur einn-
ig fram. Stjórnandi verður Sigurður
Flosason.
Stórsveitin tekur fyr-
ir gullöld sveiflunnar
Á laugardag Vestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s, hvassast með
vesturströndinni. Él víða um land, en úrkomulaust á Suðaust-
urlandi og Austfjörðum. Frost 0 til 7 stig, mest í innsveitum.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestlæg eða breytileg átt 3-13 m/s og
víða él. Frost víða 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum norðaust-
anlands.
VEÐUR
Hróður íslensks íþrótta-
fólks berst víða. Landvinn-
ingar þess hófust á síðustu
öld en fjöldinn allur af ís-
lensku íþróttafólki stundar
íþrótt sína erlendis. Íslensk-
ir þjálfarar fengu ekki mörg
tækifæri erlendis á árum
áður en nú hefur það aukist
umtalsvert. Þjálfarar sigla
nú einnig utan og nema
lönd eins og sjá má á sam-
antekt í íþróttablaðinu í
dag. »2-3
Fjöldi Íslendinga
þjálfar erlendis
„Það er svo langt til
2016 að ég hugleiði
það ekkert. Það er
svo margt sem getur
breyst í millitíðinni
og mér finnst vera
farsælast að ein-
beita sér að núinu og
því sem maður er að
gera akkúrat núna,“ seg-
ir Arnór Þór Gunnarsson,
landsliðsmaður í hand-
knattleik og marka-
hæsti Íslending-
urinn í efstu
deildinni í Þýska-
landi um þessar
mundir. »2-3
Farsælast að einbeita
sér að núinu
Í Sögustundinni í íþróttablaði Morg-
unblaðsins er „Finninn fljúgandi“,
Matti Nykänen, til umfjöllunar. Nyk-
änen er einn þekktasti núlifandi ein-
staklingur í Finnlandi. Hann vann til
fernra gullverðlauna í skíðastökki á
vetrarólympíuleikunum 1984 og
1988. Eftir að ferlinum lauk hefur
Nykänen tekið upp á ýmsu, misjafn-
lega gáfulegu. »4
Hátt fall hjá finnsku
þjóðhetjunni
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á